Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2006, Page 52

Læknablaðið - 15.06.2006, Page 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKÝRSLA UM MANNAFLSÞÖRF í HEILBRIGÐISKERFINU Kynjaskipting lækna á aldrinum 26 til 39 ára Baumol veikin er krónísk Þær segja að eitt mikilvægasta atriðið sem gera þurfi grein fyrir þegar spáð er fyrir um þörf á vinnuafli í heilbrigðisgreinum sé „Baumol veikin eða áhrifin“ sem er viðurkennt hagfræðihugtak og því liggur beint við að biðja þær að útskýra það. „Þetta er kennt við William Baumol sem fyrir rúmum 30 árum sá að framleiðniaukn- ing í þjónustugreinum væri almennt minni en í framleiðslugreinum og í sumum tilfellum engin. Þjónusta, sem að stærstum hlula byggist á notk- un vinnuafls, hefur almennt minni möguleika til framleiðniaukningar. Þrátt fyrir gríðarlegar framfarir í hátækni á sviði læknisfræði hefur sú tækni í rauninni ekki leyst vinnuafl af hólmi líkt og tæknivæðing í framleiðslugreinum gerir yfirleitt. Þetta á sérstaklega við í greinum sem snúa að þjónustu og listum þannig að í dag þarf jafnmarga lækna, hjúkrunarfræðinga, kennara og hljómlist- arfólk til að inna störfin af hendi og var fyrir 10 eða 20 árum síðan, jafnvel 50. Gott dæmi er að enn þann dag í dag þarf jafnmarga hljóðfæraleikara til að leika 5. sinfóníu Beethovens og daginn sem hún var frumflutt. Hjúkrunarfræðingur í heimaþjón- ustu sinnir í dag álíka mörgum skjólstæðingum og hann gerði fyrir 10 árum. En til að halda í þetta starfsfólk og almennt til að fá hæft starfsfólk til starfa í heilbrigðisgreinum þurfa launin að hækka í takt við það sem gerist í framleiðslugreinunum þar sem tæknin hefur fækkað fólkinu og framleiðnin hefur aukist. Þetta er það sem kallað er Baumol áhrifin.“ Þær taka þó fram að myndin sé í rauninni flókn- ari en þetta þar sem aukin tækni í heilbrigðisþjón- ustu kalli stundum á fjölgun starfsmanna en um leið geri hún kleift að lækna fleiri eða sinna fleiri sjúklingum. „Þetta er mjög flókið samspil margra þátta sem taka þarf tillit til en ef horft er eingöngu á mannaflsþörfina þá er ljóst að hún mun aukast á næstu árum miðað við þær forsendur sem fyrir hendi eru.” Á morgunverðarfundinum á Alþjóðaheil- brigðisdaginn kom fram í erindi Sigurðar Guðmundssonar landlæknis að hreyfanleiki þeirra fjögurra stétta sem hér um ræðir væri almennt lítill og sýnu minnstur meðal lækna en mestur meðal sjúkraliða. Þær Harpa og Sólveig segja almennu skýringuna vera þá að yfirleitt sé erfiðara að halda í starfsfólk og keppa um starfsfólk í starfsgreinum með minni sérhæfingu. „Það er vegna þess að mun auðveldara er fyrir minna sérhæft starfsfólk að færa sig á milli starfa eins t.d. úr opinbera geir- anum yfir í einkageirann eða jafnvel úr starfi hjá ríkinu yfir í starf hjá sveitarfélögunum.“ Læknar og hjúkrunarfræðingar með mikla sérhæfingu eiga ekki margra kosta völ þegar um val á vinnuveitanda er að ræða og því er ekki víst að bein fylgni sé á milli lítillar hreyfingar í þeim greinum og persónulegrar ánægju með vinnuveit- andann og starfskjörin. Á þetta var sérstaklega bent á títtnefndum morgunverðarfundi og útskýrir kannski líka að hluta hvers vegna til eru um 500 hjúkrunarfræðingar sem starfa ekki í heilbrigð- iskerfinu. „Fleiri þættir hafa líka áhrif á framboðið eins og t.d. atgervisflótti þegar starfsfólk flyst til starfa erlendis vegna betri launa eða starfsaðstæðna. Aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu hefur breytt töluverðu þar sem í þeim samningi er meðal annars markmið um aukna samvinnu á sviði menntunar og frjálst flæði vinnuafls. Fleiri sækja sér nú grunnmenntun sína erlendis og fleiri er- lendir heilbrigðisstarfsmenn koma hingað til lands til að vinna. Fjöldatakmarkanir háskólanna hafa 480 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.