Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Síða 57

Læknablaðið - 15.06.2006, Síða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKN Linn Getz trúnaðarlœknir Landspítala. Nær allir fullorðnir Norðmenn í áhættuflokki Linn segir að það hafi komið henni og samstarfs- mönnum hennar verulega á óvart að höfundar evrópsku leiðbeininganna hafi séð fyrir sér að þær ættu aðeins við lítinn hluta heildarinnar. „Niðurstöður okkar sýndu allt annað. Við settum okkur það markmið með rannsókninni að áætla stærð þess hóps sem væri í hættu vegna hjarta- sjúkdóma miðað við skýrt skilgreindan hluta norsku þjóðarinnar ef farið væri eftir evrópsku leiðbeiningunum. Þá kom í ljós að við 40 ára aldur væru 22,5 % allra kvenna og 85,9% allra karla í efsta áhættuflokki (high risk) við að fá lífs- hættulegan hjartasjúkdóm. Við 50 ára aldur væri hlutfallið meðal kvenna orðið 39,5% og meðal karlanna 88,7% og við 65 ára aldur hlutfallið orðið 84% og 91%. Við 40 ára aldur væri ein kona af hverjum 10 og enginn karl flokkaður í lítilli hættu við að fá hjartasjúkdóma. Niðurstaða rannsókn- arinnar sýndi því óumdeilanlega að ef farið væri eftir hinum klínísku leiðbeiningum um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum myndu nær allir fullorðnir Norðmenn falla í flokk þeirra sem væru í mikilli hættu á að fá banvænan hjartasjúkdóm innan 10 ára.“ Linn segir afleiðingarnar af þessum niðurstöð- um meðal annars vera þær að Alþjóðasamtök heimilislækna hafi dregið til baka stuðning sinn við þessar leiðbeiningar. „Við leggjum ennfremur til að við gerð klínískra leiðbeininga af þessu tagi sé að jafnaði stuðst við reiknilíkön sem sýni afleið- ingar af notkun þeirra." Ekki má þó skilja þetta þannig að þeir sem standa baki gerð þessara leiðbeininga séu ekki allir af vilja gerðir, en Linn segir að hér sannist hins vegar sem oft áður að góður tilgangur sé ekki alltaf nægilegt vegarnesti til að halda af stað í leiðangur. „Það hefur nefnilega sýnt sig að ef starf- andi heimilislæknar ættu að fara nákvæmlega eftir öllum þeim klínísku leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út í góðri trú á ágæti þeirra myndu þeir í raun aldrei komast yfir neitt annað, allur tími þeirra færi í að fylgja hinum ýmsu leiðbeiningum eftir.“ Þess verður einnig að geta að greinin sem hér um ræðir er ein af fimm greinum sem mynda kjarna doktorsritgerðar Linn Getz sem hún mun verja í Noregi nú í júní. Doktorsverkefnið nefnist Sustainable and responsible preventive medicine. Conceptualising ethical dilemmas arising from clinical implementation of advancing medical technology. Læknabladið 2006/92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.