Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 3

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 3
RITSTJÓRNARGREIN Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is 667 íslenskur forseti WMA, Alþjóðafélags lækna Sigurbjörn Sveinsson FRÆÐIGREINAR 669 Fósturköfnun og heilakvilli - áhættuþættir og afleiðingar fyrir nýbura Kolbrún Pálsdóttir, Þórður Þórkelsson, Hildur Harðardóttir, Atli Dagbjartsson Greining fósturköfnunar er erfið og tæknin sem notuð er í því skyni í fæðingu er hvorki sérlega næm né sértæk. Mjög mikilvægt er að finna fósturstreitu í tíma svo koma megi í veg fyrir þjáningar barna og foreldra. Þörf er á sértækari og næmari tækni á yfirvofandi alvarlegri fósturköfnun og eins er þörf frekari rannsókna á þeim þáttum fóstursins sem gera það veikara fyrir. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að greiningarskilmerki á alvarlegri fósturköfnun megi byggja á Apgar stigun og klínískum einkennum nýburans í samhengi við blóðgasagildi. 675 Öndunarörðugleikar hjá nýburum sem fæðast með valkeisaraskurði Snorri Freyr Dónaldsson, Atli Dagbjartsson, Hörður Bergsteinsson, Hildur Harðardóttir, Ásgeir Haraldsson, Þórður Þórkelsson Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni öndunarörðugleika hjá börnum sem fæddust með valkeisaraskurði á kvennadeild Landspítala á tímabilinu 1996- 2005. Metin var hlutfallsleg hætta á öndunarerfiðleikum eftir meðgöngulengd þegar valkeisaraskurðir voru gerðir til að varpa ljósi á við hvaða meðgöngulengd sé minnst hætta á öndunarörðugleikum hjá nýburanum. Jafnframt voru könnuð áhrif verklagsreglna sem settar voru á kvennadeild Landspítala árið 2001 þar sem lögð var áhersla á að gera ekki valkeisaraskurði fyrir 39 vikna meðgöngu nema brýn ástæða væri til. 681 Gaumstol - yfirlit - einkenni, tíðni, greining og horfur Haukur Hjaltason, Styrmir Sævarsson Gaumstol felur í sér flókna truflun á samspili skynjunar, hreyfingar og umhverfis sjúklings þar sem athygli hans og það rými sem umlykur hann skiptir miklu máli. Þeir sem þekkja til gaumstols vita að ættingjar og ekki síður sjúklingar sjálfir eiga oft erfitt með að átta sig á þeim vanda sem við er að glíma og það í meira mæli en þegar um mál- og hreyfitruflanir er að ræða. Gildi fræðslu fyrir sjúklinga, aðstandendur og aðra er mikilvægt, skilningur á vanda glæðir áhuga á að takast á við hann og hlýtur að styrkja þjálfun og alla endurhæfingu. 10 tbl. 93. árg. október 2007 Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag (slands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Karl Andersen Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né I heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun fslandsprent ehf. Steinhellu 10 221 Hafnarfirði ISSN: 0023-7213 Læknablaðið 2007/93 663

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.