Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 3
Gati íþind lokað mcð Goretexf^-bót. Um var að ræða lungnakrabbamein sem óx inn íþind og þurfti því að fjarlægja hluta afhetmi. Sams konar bót má nota til að loka götum ígollurshúsi og brjóstvegg. Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Ný íslensk yfirlitsgrein um lungnakrabbamein Nýjungar við myndgreiningu auðvelda rannsóknir og stigun lungnakrabbameinsæxla. Margt bendir til þess að skimun með lágskammta tölvusneiðmyndum geti lagað horfur sjúklinga og lækkað dánartíðni. Ný krabbameinslyf hafa bætt líðan og lengt líf sumra sjúk- linga með útbreitt lungnakrabbamein. í vaxandi mæli er gefin krabbameinslyfjameðferð við skurðaðgerðir til að minnka líkur á því að krabbameinið nái að dreifa sér. Loks hafa nýjungar í skurðlækningum gert kleift að fjarlægja æxli sem áður voru talin óskurðtæk. í yfirlitsgrein í blaðinu eru helstu nýjungar í greiningu og meðferð lungnakrabbameins reifaðar og byggt á nýjustu þekkingu og heimildum. Meðfylgjandi mynd er úr greininni. ■■■H LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS ^■■■■■1 Einn sá texti sem liggur til grundvallar gagnrýnni umfjöllun um listasögu eftir seinna stríö er „Art and Objecthood" eftir bandaríska listfræðinginn Michael Fried frá árinu 1967. Rök þessa móderníska gagnrýnanda hafa verið hártoguð æ síðan en eftir stendur að hann setti fram merkilega kenningu um hvað honum þótti greina módernlska list frá þvf sem síðar kom. í stuttu máli þótti honum „theatricality“ eða leikræn tilhneiging samtímalistarinnar (hann tiltók sérstaklega mínimalisma) valda vatnaskilum. Fried þótti sem módernísk list væri sett fram á forsendum „presentness" eða eiginleika sem krefðist ekki meðvitaðs áhorfs, hún stæði algjörlega ein og óháð og áhorfandinn gripi hana á lofti í svip. Hin nýja list krefðist hins vegar beinlínis áhorfs og skapaði eins konar frásögn í tíma frá því að áhorfandi kæmi að henni, virti hana fyrir sér og hyrfi síðan á braut. Án þessa ferlis væri hún ekki neitt, á meðan módernísk list flyti fyrir ofan slikar hugmyndir. Listamenn tóku i æ ríkari mæli að vinna með gagnvirkni áhorfanda og listaverks, oft með ótvíræðri tilvísun í hið leikræna, samanber gjörningalist og myndbandslist en einnig í tengslum við upplifun áhorfenda í sýningarrýminu. Myndlistarmaðurinn Darri Lorenzen (f. 1978) er búsettur í Berlín og tekst á við spurningar sem eiga rætur að rekja til Frieds og póstmódernismans. í verkinu Contours of Site frá 2007 snýr hann út úr orðræðu listheimsins og vísar í gamalkunna heimspekilega gátu: „ef tré fellur í skógi og enginn er nærri, heyrist þá eitthvert hljóð?“ Spurningin er í raun um eðli skynjunar og þá merkingu sem manneskjan leggur í það sem hún upplifir. I verkinu sést Darri ráfa um skóg í myrkri með vasaljós og hér og hvar tyllir hann sér á planka sem hann hefur meðferðis. Verkið felur í sér exótiska nálgun íslendingsins að fyrirbærinu skógur og snýst einnig um áhuga Ðarra á staðfræði og rötun sem hann fjallar um í mörgum verka sinna. Hann notast oft við hljóð og i öðru verki sem er skylt þessu sem hér um ræðir: „This Time Any Time“ frá 2007, var hann til að mynda með hljóðnema hangandi úr loftinu í miðju galleríi. Þar sá skynjari um að kveikja á upptökutæki um leið og áhorfandi kom inn að skoða sýninguna og var hljóðinu safnið inn á tölvubanka. Þegar gesturinn var farinn út var síðan upptaka úr hljóðskjalasafninu leikin í galtómu rýminu. Markús Þór Andrésson Darri Lorenzen, Contours of Site, Ijósmynd (6), 2007, digital c-print, 52 x 69 cm, með góðfúslegu leyfi Project Gentili. Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sígurjónsson havar@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Gutenberg ehf. Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2007/93 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.