Læknablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 13
S Ý
FRÆÐIGREINAR
KLALYFJANOTKUN
ust á þriggja mánaða tímabili. Annað markmið
með rannsókninni var að kanna tengsl ónæmis og
notkunar flúórókínólóna.
Efniviður og aðferðir
Stofnar
Rannsóknin náði til allra stofna af ættkvíslunum
Klebsiella og Proteus og tegundanna E. coli og P.
aeruginosa sem greindust sem líklegir sýking-
arvaldar í innsendum sýnum á sýklafræðideild
Landspítala á tímabilinu 1.11.2006 til 31.1.2007.
Gagnasöfnun
Gögnum um ofangreinda stofna var safnað
úr gagnagrunnskerfi sýklafræðideildar, GLIMS
(MIPS, Gent, Belgíu), og var tölfræðihluta kerfisins
beitt til þess. Teknar voru saman upplýsingar um
fjölda og næmismynstur stofna, sendanda, tegund
sýnis, kyn og aldur sjúklinga. Ekki var unnið með
persónugreinanlegar upplýsingar. Endurteknar
ræktanir hjá sama einstaklingi, innan eins mán-
aðar, með stofnum með sambærilegt næmi voru
útilokaðar af tölvuforritinu og þeir taldir sem einn
stofn.
Upplýsingar um tíðni ónæmis á árunum 1999
til 2006 voru fengnar úr skýrslum sýklafræðideild-
ar Landspítala (12). Gögn um sölutölur og ávísanir
flúórókínólónlyfja voru fengnar úr lyfjagagna-
grurrni sóttvarnalæknis.
Næmispróf
Næmispróf fyrir öllum umræddum sýklalyfjum
voru gerð með skífuprófi skv. aðferð Kirby og
Bauers og framkvæmd og túlkuð samkvæmt
skilgreiningum og stöðlum Clinical Laboratory
Standard Institute (13). Þeir staðlar héldust
óbrey ttir fyrir cíprófloxacín á rannsóknatímabilinu.
Ónæmi fyrir cíprófloxacíni var álitin vísbending
um ónæmi fyrir öllum flúórókínólónum.
Tölfræðileg íirvinnsla
Unnið var með gögnin í Excel (Microsoft
Corporation, Redmond, USA) og tíðnitölur reikn-
aðar út í því forriti. Pearsons fylgnistuðull milli
tíðni ónæmis og notkunar flúórókínólóna var
reiknaður út í SPSS (SPSS Inc., Chicago, USA)
ásamt könnun á marktækni munar á tíðni milli
aldurshópa og kynja með kí-kvaðrat prófi.
Niðurstöður
Könnun á tíðni ónæmis
Á rannsóknartímabilinu greindust eftirfarandi
stofnar: 1509 E. coli, 252 KlebsieUa sp., 126 Proteus
sp. og 118 P. aeruginosa. Eftir útilokun endurtek-
Mynd 1. Hlutfall stofna ónæmra fyrir sýklalyfjum.
(AMP=atnpicillín, MEL=mecillímm, AMC=amoxicillín/klavúlansýra, CXM=cefúroxím, CAZ=ceftazidím, CN=gentamícín,
W=trímetóprím, SXT=trímetóprím/súlfametoxazól, F=nítrófúrantoin, CIP=cíprófloxacín)
inna ræktana sátu eftir 1415 E. coli, 226 Klebsiella
sp, 115 Proteus sp og 105 P. aeruginosa stofnar.
Algengasta sýnið var þvagsýni en nánari skipt-
ingu sýnaflokka má finna í töflu I. Miðgildi aldurs
sjúklinga með ofangreinda stofna var 62 ár og 80%
þeirra voru konur. Meðalaldur kvenna var 53,5 ár
en karla 58,3 ár.
Alls greindust 104 flúórókínólón-ónæmir stofn-
ar. Þar af voru 91 E. coli (87%), átta Klebsiella sp.
(8%) og fimm P. aeruginosa (5%). Enginn flúóró-
kínólón-ónæmur Proteus sp. greindist. Skiptingu
ónæmra stofna eftir aldri og kyni má sjá í töflu II.
Tíðni ónæmra E. coli stofna var 3% í yngsta ald-
urshópnum, 5% í þeim næsta og 9% í þeim elsta.
Munur á tíðni í aldurshópunum er tölfræðilega
marktækur (p<0,001). Einnig er marktækur mtmur
er á tíðni ónæmra E. coli stofna milli kynja, 6% hjá
konum en 11% hjá körlum (p=0,015). Stofnar af
öðrum tegundum en E. coli voru of fáir til að töl-
fræðileg úrvinnsla yrði marktæk.
Hlutfall flúórókínólón-ónæmra stofna eftir teg-
und heilbrigðisstofnunar sem sendir sýnið er sýnt
í töflu III. Fyrir E. coli er hlutfall ónæmra stofna
hæst á legudeildum Landspítala og elliheimilum.
Læknastofur og móttökudeildir (bráðamóttökur)
Landspítala hafa hæsta hlutfall ónæmra Klebsiella
sp. og ónæmur P. aeruginosa er einnig algengastur
á móttökudeildum Landspítala.
Næmi E. coli, Klebsiella sp. og Proteus sp. fyrir
öðrum sýklalyfjum má sjá á mynd 1 og sundurlið-
un á tíðni ónæmis meðal flúórókínólón-ónæmra
og næmra E. coli stofna má sjá á mynd 2. í öllum
tilfellum er ónæmi algengara meðal flúórókínó-
lón-ónæmra stofna. Einn Klebsiella sp. stofn og 10
E. coli stofnar greindust einungis með næmi fyrir
LÆKNAblaðið 2008/94 281