Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 22

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 22
FRÆÐIGREINAR FYRIRBURAR Mynd 5. Sambandfæðing- arþyngdar og natríumgjafar. R!=-0,25; p=0,02 *Magn natríums sem gefið var að meðaltali á sólarhringfyrstu 10 dagana eftir fæðingu. vökvagjafar sem hefði lækkað þéttni natríums vegna þynningaráhrifa. Því könnuðum við sam- band vökvagjafar og þéttni natríums. í ljós kom að ekkert samband var milli þess vökvamagns sem börnin fengu og meðalþéttni natríums í sermi þeirra. Benda þessar niðurstöður því ekki til þess að of mikil vökvagjöf hafi orsakað lág gildi natríums hjá þeim. Jafnframt kom í ljós að þau böm sem léttust mest fyrstu dagana eftir fæð- ingu fengu mestan vökva, sem bendir til þess að börnin í rannsókninni hafi ekki fengið meiri vökva en þau þurftu til að fyrirbyggja óeðlilega mikið vökvatap. Samband natríumgjafar og þéttni natríums i sermi í öðru lagi var kannað hvort lág þéttni natríums í sermi barnanna gæti verið vegna þess að þeim hafi verið gefið of lítið natríum. í þeim tilgangi var kannað samband natríumgjafar og meðalþéttni natríums í sermi þeirra. I ljós kom að þau böm sem mældust með lægst natríumgildi voru þau sem fengið höfðu mest af natríum. Jafnframt fengu börnin í þessari rarvnsókn að meðaltali 5,7 mmól af natríum á kíló líkamsþunga á sólarhring sem er umtalsvert meira en þörf fullburða barna er fyrstu dagana eftir fæðingu, sem er tvö til fjögur mmól á kíló líkamsþunga á sólarhring (1). Þessi mikla þörf fyrir natríum bendir til mikils natríumtaps um nýru og er líklegt að það eigi einna stærstan þátt í lágri þéttni natríums í sermi fyrirburanna. Einnig má álykta að ef fyrirburunum hefði verið gefið enn meira natríum hefði mátt fyrirbyggja lága þéttni natríums í sermi þeirra. Samband fæöingarþyngdar og natríumgjafar í þriðja lagi var kannað hvort lág gildi natríums í sermi bamanna gætu skýrst af vanþroska þeirra, en þekkt er að fyrirburar tapa meira af natríum með þvagi en fullburða nýburar (5-7). f þeim til- gangi var kannað samband fæðingarþyngdar og þess magns af natríum sem börnin fengu. í ljós kom að minnstu fyrirburamir fengu að meðaltali mest af natríum. Gefa þessar niðurstöður vísbend- ingu í þá átt að lág þéttni natríums í semi barnanna hafi einkum stafað af vanþroska nýrna þeirra, sem gerir það að verkum að börnin tapa miklu af natr- íum með þvagi (5-7). Vökva og saltbúskapur fyrirbura Þekkt er að nýru fyrirbura eru ekki eins þroskuð og nýru fullburða barna. Gaukulsíun (glomerul- arfiltration rate) er minni og einnig er starfsgeta nýrnapípla (renal tubuli) skert (6, 20). Hið síð- amefnda veldur einkum því að enduruppsog natríums er skert, sem er meðal annars vegna þess að nýrnapíplur þeirra svara ekki aldosteróni sem skyldi (21). Veldur það auknu tapi á natríum með þvagi (5-7). Jafnframt er enduruppsog vatns í nýrnapíplum skert sem eykur vatnstap í gegnum nýrun (4). Niðurstöður þessarar rannsóknar koma heim og saman við þessa vitneskju því fyrirbur- arnir í rannsókninni þurftu umtalsvert meira af natríum og vökva en þörf fullburða barna er. Jafnframt þurftu minnstu börnin í rannsókninni meira af natríum og vatni en þau sem stærri voru. Niðurlag Mikil natríumþörf minnstu fyrirburanna á vöku- deild Bamaspítala Hringsins bendir til þess að lág þéttni natríums í sermi þeirra sé einkum vegna vanþroska nýrna sem þekkt er fyrir að valda auknu tapi á natríum með þvagi. Til þess að halda þéttni natríums irtnan eðlilegra marka hjá þessum börnum er mikilvægt að fylgjast vel með þéttni natríums í sermi þeirra og gæta þess að þeim sé gefið nægilegt magn af natríum. Heimildir 1. Dell KM, Davis IR. Fluid, electrolyte, and acid-base homeostasis, part 1. In: Martin RM, Fanaroff AA, Walsh MC, eds. Neonatal-perinatal medicine, diseases of the fetus and infant. 8th ed. Mosby Elsevier, Philadelphia 2006: 695-712. 2. Hoath SB. Physiologic development of the skin. In: Polin RA, Fox WW, Abman SH, eds. Fetal and neonatal physiology. Volume 1. 3rd ed. Saunders, Philadelphia 2004: 597-611. 3. Hammarlund K, Sedin G. Transepidermal water loss in newbom infants. III. Relation to gestational age. Acta Paediatr Scand 1979; 68: 795-801. 4. Linshaw MA. Concentration and dilution of the urine. In: Polin RA, Fox WW, Abman SH, eds. Fetal and neonatal physiology. Volume 2. 3rd ed. Saunders, Philadelphia 2004: 1303-27. 5. Giapros VI, Papaloukas AL, Andronikou SK. Urinary mineral excretion in preterm neonates during the first month of life. Neonatol 2007; 91:180-5. 6. Feld LG, Corey HE. Renal transport of sodium during early development. In: Polin RA, Fox WW, Abman SH, eds. Fetal and neolatal physiology. Volume 2. 3rd ed. Saunders, Philadelphia 2004:1267-78. 7. Al-Dahhan J, Haycock GB, Chantler C, Stimmler L. Sodium homeostasis in term and preterm neonates. I. Renal aspects. Arch Dis Child 1983; 58: 335-42. 8. Modi N. Hyponatraemia in the newborn. Arch Dis Child Fetal Neonatal Ed. 1998; 78: F81-4. 9. Haycock GB, Aperia A. Salt and the newbom kidney. Pediatr Nephrol 1991; 5: 65-70. 290 LÆKNAblaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.