Læknablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR
FYRIRBURAR
Mynd 5. Sambandfæðing-
arþyngdar og natríumgjafar.
R!=-0,25; p=0,02
*Magn natríums sem gefið var að
meðaltali á sólarhringfyrstu
10 dagana eftir fæðingu.
vökvagjafar sem hefði lækkað þéttni natríums
vegna þynningaráhrifa. Því könnuðum við sam-
band vökvagjafar og þéttni natríums. í ljós kom
að ekkert samband var milli þess vökvamagns
sem börnin fengu og meðalþéttni natríums í
sermi þeirra. Benda þessar niðurstöður því ekki
til þess að of mikil vökvagjöf hafi orsakað lág
gildi natríums hjá þeim. Jafnframt kom í ljós að
þau böm sem léttust mest fyrstu dagana eftir fæð-
ingu fengu mestan vökva, sem bendir til þess að
börnin í rannsókninni hafi ekki fengið meiri vökva
en þau þurftu til að fyrirbyggja óeðlilega mikið
vökvatap.
Samband natríumgjafar og þéttni natríums i sermi
í öðru lagi var kannað hvort lág þéttni natríums
í sermi barnanna gæti verið vegna þess að þeim
hafi verið gefið of lítið natríum. í þeim tilgangi var
kannað samband natríumgjafar og meðalþéttni
natríums í sermi þeirra. I ljós kom að þau böm
sem mældust með lægst natríumgildi voru þau
sem fengið höfðu mest af natríum. Jafnframt fengu
börnin í þessari rarvnsókn að meðaltali 5,7 mmól
af natríum á kíló líkamsþunga á sólarhring sem er
umtalsvert meira en þörf fullburða barna er fyrstu
dagana eftir fæðingu, sem er tvö til fjögur mmól á
kíló líkamsþunga á sólarhring (1). Þessi mikla þörf
fyrir natríum bendir til mikils natríumtaps um
nýru og er líklegt að það eigi einna stærstan þátt í
lágri þéttni natríums í sermi fyrirburanna. Einnig
má álykta að ef fyrirburunum hefði verið gefið enn
meira natríum hefði mátt fyrirbyggja lága þéttni
natríums í sermi þeirra.
Samband fæöingarþyngdar og natríumgjafar
í þriðja lagi var kannað hvort lág gildi natríums í
sermi bamanna gætu skýrst af vanþroska þeirra,
en þekkt er að fyrirburar tapa meira af natríum
með þvagi en fullburða nýburar (5-7). f þeim til-
gangi var kannað samband fæðingarþyngdar og
þess magns af natríum sem börnin fengu. í ljós
kom að minnstu fyrirburamir fengu að meðaltali
mest af natríum. Gefa þessar niðurstöður vísbend-
ingu í þá átt að lág þéttni natríums í semi barnanna
hafi einkum stafað af vanþroska nýrna þeirra, sem
gerir það að verkum að börnin tapa miklu af natr-
íum með þvagi (5-7).
Vökva og saltbúskapur fyrirbura
Þekkt er að nýru fyrirbura eru ekki eins þroskuð
og nýru fullburða barna. Gaukulsíun (glomerul-
arfiltration rate) er minni og einnig er starfsgeta
nýrnapípla (renal tubuli) skert (6, 20). Hið síð-
amefnda veldur einkum því að enduruppsog
natríums er skert, sem er meðal annars vegna
þess að nýrnapíplur þeirra svara ekki aldosteróni
sem skyldi (21). Veldur það auknu tapi á natríum
með þvagi (5-7). Jafnframt er enduruppsog vatns í
nýrnapíplum skert sem eykur vatnstap í gegnum
nýrun (4). Niðurstöður þessarar rannsóknar koma
heim og saman við þessa vitneskju því fyrirbur-
arnir í rannsókninni þurftu umtalsvert meira af
natríum og vökva en þörf fullburða barna er.
Jafnframt þurftu minnstu börnin í rannsókninni
meira af natríum og vatni en þau sem stærri voru.
Niðurlag
Mikil natríumþörf minnstu fyrirburanna á vöku-
deild Bamaspítala Hringsins bendir til þess að lág
þéttni natríums í sermi þeirra sé einkum vegna
vanþroska nýrna sem þekkt er fyrir að valda
auknu tapi á natríum með þvagi. Til þess að halda
þéttni natríums irtnan eðlilegra marka hjá þessum
börnum er mikilvægt að fylgjast vel með þéttni
natríums í sermi þeirra og gæta þess að þeim sé
gefið nægilegt magn af natríum.
Heimildir
1. Dell KM, Davis IR. Fluid, electrolyte, and acid-base
homeostasis, part 1. In: Martin RM, Fanaroff AA, Walsh MC,
eds. Neonatal-perinatal medicine, diseases of the fetus and
infant. 8th ed. Mosby Elsevier, Philadelphia 2006: 695-712.
2. Hoath SB. Physiologic development of the skin. In: Polin RA,
Fox WW, Abman SH, eds. Fetal and neonatal physiology.
Volume 1. 3rd ed. Saunders, Philadelphia 2004: 597-611.
3. Hammarlund K, Sedin G. Transepidermal water loss in
newbom infants. III. Relation to gestational age. Acta
Paediatr Scand 1979; 68: 795-801.
4. Linshaw MA. Concentration and dilution of the urine. In:
Polin RA, Fox WW, Abman SH, eds. Fetal and neonatal
physiology. Volume 2. 3rd ed. Saunders, Philadelphia 2004:
1303-27.
5. Giapros VI, Papaloukas AL, Andronikou SK. Urinary
mineral excretion in preterm neonates during the first
month of life. Neonatol 2007; 91:180-5.
6. Feld LG, Corey HE. Renal transport of sodium during
early development. In: Polin RA, Fox WW, Abman SH, eds.
Fetal and neolatal physiology. Volume 2. 3rd ed. Saunders,
Philadelphia 2004:1267-78.
7. Al-Dahhan J, Haycock GB, Chantler C, Stimmler L. Sodium
homeostasis in term and preterm neonates. I. Renal aspects.
Arch Dis Child 1983; 58: 335-42.
8. Modi N. Hyponatraemia in the newborn. Arch Dis Child
Fetal Neonatal Ed. 1998; 78: F81-4.
9. Haycock GB, Aperia A. Salt and the newbom kidney.
Pediatr Nephrol 1991; 5: 65-70.
290 LÆKNAblaðið 2007/93