Læknablaðið - 15.04.2008, Side 36
| FRÆÐIGREINAR____
ILUNGNAKRABBAMEIN
Mynd 9. Mynd tekin við berkjuspeglun sem sýnir Mynd 10. Nálarstunga á miðmætiseitli í gegnum berkju við
lungnakrabbamein í vinstri meginberkju. berkjuspeglun (transbronchial needle aspiration).
ekki er hægt að ná til með berkju- eða miðmæt-
isspeglun (69). Sértækni ómstýrðu berkju- og
vélindarannsóknanna er allt að 100%, næmi á
bilinu 88-92%(69, 70) og tíðni fylgikvilla lág (71).
Þessar ástungur eru einfaldar í framkvæmd og eru
því kjöraðferð til að staðfesta útbreiddan sjúkdóm
í miðmætiseitlum. Þar sem neikvætt forspárgildi
Mynd 11. Kort afhelstu eitilsvæðum í miömæti, byggt á Naruke (63).
þeirra er lágt er oft þörf á frekari rannsóknum, til
dæmis miðmætisspeglun.
Nákvæmasta stigun á eitlum í miðmæti er
miðmætisspeglun (mynd 13), þar sem tekin eru
sýni úr bæði N2-eitlum (sömu megin í miðmætinu
og æxlið), og N3-eitlum (gagnstæðu megin) (sjá
mynd 11). Hægt er að ná til eftirfarandi svæða við
miðmætisspeglun; mót barka og hæ./vi. megin-
berkju (svæði 4), hliðlægt við og framan barka
(svæði 2 og 3) og undir barkarkili (subcarinalt,
svæði 7). Hins vegar næst ekki í lungnaeitla
(svæði 10 og 11) né heldur eitla á mótum ósæðar
og lungnaslagæðar (svæði 5). Ef eitlar á svæði 5
eru stækkaðir á TS, kemur til greina að taka úr
þeim sýni með brjóstholsspeglun (72). Eitlar á
svæði 4, gagnstæðu megin við æxlið (N3 eitlar),
hafa þó mesta þýðingu við miðmætisspeglun, því
reynist þeir jákvæðir er um stig IIIB að ræða. I slík-
um tilvikum eru horfur lakar og ekki mælt með
skurðaðgerð (73, 74).
Næmi miðmætisspeglunar í greiningu eitil-
meinvarpa er 90% og sértæki 100% (75, 76), en
það er umtalsvert hærra en aðrar stigunarrann-
sóknir, þar með taldar TS, segulómun, JS/JSS og
vélinda/berkju-fínnálarástunga (EBUS/EUS) (64,
75). Þannig hafa rannsóknir sýnt að smásæ eitil-
meinvörp geta verið til staðar hjá 5-20% sjúklinga
með miðmætiseitla undir <1 cm á TS (64, 65).
Færa má rök fyrir því að miðmætisspeglun eigi
að framkvæma í nánast öllum tilfellum lungna-
krabbameins þegar ekki er hægt að notast við JS
við stigunina (64, 75).
Miðmætisspeglun er hægt að framkvæma í
sömu aðgerð/svæfingu og þegar æxlið í lunganu
er fjarlægt. Eitilsýni eru þá send í frystiskurð og
svar fæst oftast innan hálftíma. Reynist eitlar
innihalda meinvörp er yfirleitt horfið frá frekari
aðgerð. Helstu fylgikvillar miðmætisspeglunar
eru blæðingar (2-4%), sýkingar (<1%) og skaði á
vinstri raddbandataug (<2%) (77). Dánartíðni er
304 LÆKNAblaðið 2008/94