Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2008, Page 47

Læknablaðið - 15.04.2008, Page 47
Steinn Jónsson framhalds- menntunarstjóri lyflækninga á Landspítala. UMRÆÐUR O G FRÉTTIR FRAMHALDSNÁM LÆKNA Rætt við Stein Jónsson um framhaldsnám í lyflækningum íslensk læknisfræði er sérstök blanda Á Læknadögum í janúar var haldin sérstök málstofa þar sem fram- haldsnám í sérgreinum hérlendis var kynnt sérstaklega. í boði er nú fyrrihluti sérnáms í lyflækningum, heimilislækningum, geðlækn- ingum og kvensjúkdómafræðum. í framhaldsnámi í lyflækningum eru 26 stöður námslækna við Landspítala og námið hefur tekið verulegum breytingum eftir sam- einingu spítalanna þriggja í Reykjavík 2002. Steinn Jónsson lyflæknir stýrir framhaldsmenntun í lyflækn- ingum á Landspítala. „Saga framhaldsmenntunar í læknisfræði á Islandi byrjaði fyrir nokkrum áratugum síðan en þá réð- ust einstaka unglæknar lengur en nam kandídats- árinu á deildum. Fyrsti unglæknirinn sem þannig hóf nám í lyflækningum hérlendis var Helgi Valdimarsson fyrrverandi prófessor í ónæm- isfræði en síðan fylgdu fleiri í kjölfarið," segir Steinn í upphafi samtals okkar og rifjar upp helstu sögulegu atriði námsins. „Á þeim tíma voru þrír spítalar í Reykjavík og þetta þróaðist með nokkuð svipuðum hætti á Landspítala, Borgarspítala og Landakotsspítala. Hávar Það var boðið upp á eitt ár ofan á kandídatsárið Sigurjónsson og síðan fóru menn í framhaldsnám til útlanda. Það hefur verið okkar styrkur í íslenskri lækn- isfræði að við höfum sótt framhaldsmenntun til ólíkra landa og komið til baka með þá þekkingu til íslands. Úr því hefur orðið sérstök blanda, íslensk læknisfræði sem á upptök sín bæði vestan hafs og austan. Þetta er mjög sérstakt því flestir evrópskir sérfræðingar nema sérgreinina í heimalandi sínu. Þannig er það á Norðurlöndunum og við erum sér á báti að þessu leyti." Breytingar 1990 „Þegar ég kom heim úr framhaldsnámi 1985 var framhaldsnámið í lyflækningum í þessum skorð- um. Þá voru 1-2 stöður námslækna á stóru deild- um spítalanna þriggja en í kringum 1990 hófst þróun blokkarkerfis þar sem spítalarnir buðu upp á lengra framhaldsnám en eitt ár og skipulögðu námsvist á þeim deildum sem hver spítali hafði að bjóða. Þetta var næsta skref í þessu og stærsta skrefið er síðan stigið í kjölfar sameiningar spít- alanna þegar við gátum boðið þriggja ára sérnám í almennum lyflækningum. Þetta nám er skýrt afmarkað og skilgreint sem fyrrihluti sérnáms í lyflækningum og fylgir þeim viðmiðunum sem gerðar eru um slíkt nám í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Að fyrrihlutanum, grunnnáminu, loknu LÆKNAblaðið 2008/94 31 5

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.