Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2008, Side 61

Læknablaðið - 15.04.2008, Side 61
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LYFLÆKNAÞING ▼ XVIII. þing Félags íslenskra lyflækna 6.-8. júní á Hótel Selfossi Dagskrárdrög, skilafrestur ágripa, erinda og veggspjalda og skráning XVIII. þing Félags íslenskra lyflækna verður haldið á Hótel Selfossi 6.-8. júní næstkomandi. Dagskrá þingsins verður fjölbreytt og ætti að höfða til breiðs hóps lyflækna. Meginþema þingsins verður blóðsjúkdómar og krabbamein. Þá verður kynning vísindarannsókna stór þáttur að vanda. Frestur til að skila ágripum rennur út 15. apríl. Helstu efnisatriði • Málþing um blóðsjúkdóma sem tileinkað er minningu læknanna Jóhönnu Björnsdóttur og Guðmundar M. Jóhannessonar. Meðal fyrirlesara verður dr. Cynthia Dunbar frá National Institutes of Health í Bandaríkjunum, einn af aðalritstjórum tímaritsins Blood. Erindi hennar mun fjalla um genalækningar. Þá munu innlendirfyrirlesarar geragrein fyrir nýjungum í meðferð illkynja blóðsjúkdóma. • Fjallað verður um nýjungar í meðferð krabbameina og verður meðal annars tekist á um notagildi nýrra og dýrra lyfja. • Fyrirlestur verður um áhættumat við meðferð hjarta- og æðasjúkdóma, með áherslu á notkun statínlyfja. • Þá verður kastljósinu beint að lifrarlækningum og mun dr. Arthur McCullough, forseti Amerísku lifrarlækningasamtakanna og yfirlæknir meltingar- og lifrarlækninga á Cleveland Clinic í Bandaríkjunum, flytja erindi um þessa “nýju” sérgrein innan lyflækninga. Auk þess mun hann flytja fyrirlestur um fitulifur af völdum annarra orsaka en áfengis (non-alcoholic fatty liver disease). • Málþing um stöðu og framtíð almennra lyflækninga í Reykjavík og á landsbyggðinni verður ennfremur á dagskránni. Kynning vísindarannsókna Vísindarannsóknir verða kynntar með erindum og veggspjöldum. Ekki verður um samhliða kynningar að ræða. • Hámarkslengd ágripa miðast við 1800 letureiningar (characters with spaces), talið án nafna höfunda og stofnana. • Ágrip skulu skrifuð á íslensku. • Eftirtalin atriði komi fram í ágripi í þeirri röð sem hér er getið: titill, nöfn höfunda, (nafn flytjanda feitletrað), vinnustaðir með tilvísun til höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. • Ágrip skal senda með tölvupósti sem viðhengi, (word-skjal - .doc), til framkvæmdastjóra þingsins á netfangið: birna@birna.is • Notaður verður tölvuskjávarpi við flutning erinda. • Hvert erindi fær 10 mínútur og er gert ráð fyrir sjö mínútum fyrir flutning og þremur fyrir umræðu. Afar mikilvægt er að halda tímamörk! • Stærð veggspjalda er 90 sm breidd x 120 sm hæð. Höfundar komi með veggspjöld tilbúin. • Leiðsögumenn munu stýra kynningu veggspjalda og fær hvert spjald átta mínútur til kynningar. • Vísindanefnd Félags íslenskra lyflækna metur hvort kynning fer fram með erindi eða veggspjaldi. Ungir læknar í framhaldsnámi í tengslum við þingið verður sérstök dagskrá sem beinist að ungum læknum er stunda framhaldsnám í lyflækningum. Flutt verða yfirlitserindi um áhugaverð og hagnýt efni. Tveir deildarlæknar, Jónas Geir Einarsson og Ragnar Freyr Ingvarsson, munu greina frá þátttöku sinni í Evrópska lyflæknaskólanum (European School of Internal Medicine) í september síðastliðnum og jafnframt kynna starfshóp ungra lækna innan Evrópusamtaka lyflækna. Verðlaun Veitt verða verðlaun fyrir besta framlag unglæknis og nema. Skipulagning Nánari upplýsingar um þingið, þátttökugjald, verð á gistingu, bókanir í gistingu og skráning eru á heimasíðunni: www.birna.is Þar verður ítarlegri dagskrá birt á næstu vikum, auk þess sem hún verður send út til lækna. Tímamörk Skilafrestur ágripa: 15. apríl. Bókun í gistingu: 1. maí. Skráning á þingið: 1. júní. Skipuleggjandi Menningarfylgd Birnu ehf. Veffang: www.birna.is Netfang: birna@birna.is Sími: 862 8031 Aðalstyrktaraðili þingsins er Vistor hf. % Menningarfylgd Birnu vistor LÆKNAblaðið 2008/94 329

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.