Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 78

Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 78
m S~E RLYFJATEXTAR Quetiapin Merck NM 25,100 og 200 mg - Við geðklofa og geðhæðarlotum Quetiapin Merck NM 25,100 og 200 mg filmuhúðaðar töflur. Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver tafia inniheldur 25,100 eða 200 mg quetíapín sem quetíapínfúmarat. Ábendingar: Meðferð við geðklofa. Meðferð við miðlungi alvarlegum til alvarlegum geðhæðarlotum. Ekki hefur verið sýnt fram á að quetíapín komi í veg fyrir endurteknar geðhæðar- eða þunglyndislotur. Skammtar og lyfiagjöf: Quetiapin Merck NM töflur skal gefa tvisvar á dag, með eða án fæðu. Skammtaaðlögun skal ætíö gerð í samræmi við klíníska svörun og þol sjúklings. Fullorðnir:Til meðferðar við geöklofa er heildardagsskammtur fyrstu 4 daga meðferðar 50 mg (dagur 1), 100 mg (dagur 2), 200 mg (dagur 3) og 300 mg (dagur 4). Frá fiórða degi á að breyta skammti smám saman í venjulegan virkan skammt sem er á bilinu 300 til 450 mg/dag. Skammta einstakra sjúklinga má stilla á bilinu 150 til 750 mg/dag. Til meðferðar við geðhæðarlotum í tengslum við geðhvörf er heildardags- skammtur fyrstu 4 daga meðferðar 100 mg (dagur 1), 200 mg (dagur 2), 300 mg (dagur 3) og 400 mg (dagur 4). Frekari skammtaaðlögun í allt að 800 mg/dag á degi 6 ætti að gera með því aö hækka skammta um að hámarki 200 mg/dag. Skammta einstakra sjúklinga má stilla á bilinu 200 til 800 mg/dag. Virkur skammtur er venjulega á bilinu 400 til 800 mg/dag. Aldraðir: Gæta skal varúðar við notkun quetíapíns hjá öldruðum, einkum í upphafi meðferðar. Skammtaaðlögun gæti þurft að vera hægari og daglegur meðferðar-skammtur lægri en hjá yngri sjúklingum. Úthreinsun quetíapíns úr plasma var að meðaltali um 30-50% minni hjá öldruðum en hjá yngri sjúklingum. Börn og unglingar: öryggi og verkun quetíapíns hafa ekki verið metin. Skert nýrnastarfsemi: Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum. Skert lifrarstarfsemi: Quetíapín umbrotnar að verulegu leyti í lifur. Því skal gæta varúðar við notkun quetíapíns hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, einkum í upphafi meðferöar. Upphafsskammturætti að vera 25mg/dag. Skammtinn skal auka daglega um 25-50mg/dag þar til virkum skammti er náð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Samhliða notkun cýtókróm P450 3A4 hemla, s.s HlV-próteasa hemla, azól sveppalyfia, erýtrómýcíns, klaritrómýcíns og nefazódóns. Varúð: Gæta skal varúðar við notkun quetíapíns hjá sjúklingum með þekktan hjarta- og æðasjúkdóm, sjúkdóm f heilaæðum eða aðra sjúkdóma sem valda hættu á lágþrýstingi. Quetíapín getur valdið réttstöðuþrýstings- falli, einkum í upphafi þegar verið er að aðlaga skammta; þetta er algengara hjá öldruðum sjúklingum en yngri sjúklingum. Ef þetta kemur fram skal fhuga skammtaminnkun eða hægari skammtaaðlögun. Gæta skal varúðar við notkun quetíapíns hjá sjúklingum með fiölskyldusögu um lengingu QT. í klínfskum rannsóknum og við notkun í samræmi við samantekt á eiginleikum lyfsins hefur quetíapín ekki verið tengt þrálátri aukningu á algildum (absolute) QT bilum. Hins vegar hefur lenging á QT komið fram viö ofskömmtun. Eins og viö á um önnur geðrofslyf skal gæta varúðar þegar quetíapín er ávísað með lyfium sem vitað er að auka QTc bilið, einkum hjá öldruðum, sjúklingum með meöfætt heilkenni langs QT, hjartabilun, hjartastækkun, blóðkalíumlækkun eða blóömagnesíum- lækkun. Notkun quetíapíns við meðferð hjá sjúklingum með geðrof tengd elliglöpum er ekki viðurkennd. í slembirööuðum rannsóknum með samanburði viö lyfleysu hefur komið fram u.þ.b. þrisvar sinnum meiri hætta á aukaverkunum á hjarta og æðar hjá sjúklingum með elliglöp við notkun sumra óhefðbundinna geðrofslyfia. Ástæður eru ekki þekktar. Ekki er hægt að útiloka aukna hættu í tengslum við önnur geðrofslyf eða aðra sjúklingahópa. Gæta skal varúöar við notkun quetíapíns hjá sjúklingum meö áhættuþætti er tengjast heilablóðfalli. í safngreiningu á óhefðbundnum geðrofslyfium hefur verið greint frá aukinni hættu á dauöa hjá öldruðum sjúklingum með geðrof tengd elliglöpum í samanburði við lyfleysu. Þó var dánartíðni sjúklinga í tveimur 10-vikna samanburðarrannsóknum með lyfleysu og quetíapíni hjá sama sjúklingaþýði (n=710, meðalaldur 83 ár, á bilinu 56-99 ára) 5,5% á móti 3,2% fyrir lyfleysuhópinn. Sjúklingar í þessum rannsóknum dóu af ýmsum orsökum sem voru í samræmi við það sem búast má við fyrir þýðið. Þessar niðurstöður staðfesta ekki að orsakasamband sé á milli meöferðar með quetíapíni og dauðsfalla hjá öldruðum sjúklingum með elliglöp. í klínískum samanburðarrannsóknum var enginn munur á tíðni krampa hjá sjúklingum sem fengu meðferð með quetíapín töflum eða lyfleysu. Eins og á við um önnur geðrofslyf, er mælt með að gæta varúðar við meðferð hjá sjúklingum með sögu um krampa. í klínískum samanburðar- rannsóknum var enginn munur á tíðni utanstrýtueinkenna miðað við lyfleysu á ráðlögðu skammtabili. Ef vart verður merkja eða einkenna um síökomna hreyfitruflun ætti aö íhuga skammtalækkun eða að hætta notkun quetíapíns. Illkynja sefunarheilkenni hefur verið tengt meðferð með geðrofslyfium, þ.m.t. quetíapíni. Klínísk einkenni eru m.a. ofurhiti, breytt andlegt ástand, vöðvastífni, óstöðugleiki í ósjálfráða taugakerfinu og hækkun á kreatínfosfókínasa. í slíkum tilvikum skal hætta notkun quetíapín taflna og veita viðeigandi meðferð. Blóðsykurshækkun eða versnun sykursýki sem er til staðar hefur örsjaldan komið fram meðan á meðferð með quetíapíni stendur. Viðeigandi klínískt eftirlit er ráðlagt hjá sykursjúkum og hjá sjúklingum sem eiga á hættu á að fá sykursýki. Upplýsingar um notkun quetíapíns ásamt dívalpróexi eða litíum við miðlungi alvarlegum til alvarlegum geðhæðarlotum eru takmarkaðar; hins vegar þoldist samsett meöferö vel. Niðurstöðurnar sýndu samlegðar- áhrif (viku 3. önnur rannsókn sýndi ekki samlegðaráhrif í viku 6. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um samsetta meðferð eftir viku 6. Þetta lyf inniheldur laktósa. Sjúklingar með arfgengt galaktósaóþol, sem er sjaldgæft, skulu ekki taka lyfið inn. Bráð fráhvarfseinkenni, s.s. ógleði, uppköst og svefnleysi, hafa komiö fram ef notkun geðrofslyfia, þ.m.t. quetíapíns, er hætt skyndilega. Ráðlagt er að hætta smám saman. Milliverkanir: Gæta ber varúöar við samhliða notkun quetíapín taflna og annarra lyfia sem verka á miðtaugakerfið og áfengis. Gæta skal varúðar þegar quetíapíni er ávísað samhliða lyfium sem vitað er að lengja QT bilið, lyfium sem valda ójafnvægi í saltbúskap og lyfium sem vitað er að hindra (cýtókróm P450) umbrot. Cýtókróm P450 (CYP) 3A4 er það ensím sem skiptir mestu máli fyrir cýtókróm P450 miðluð umbrot quetíapíns. í rannsókn á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum olli samhliða notkun quetíapíns (25 mg skammtur) og ketókónazóls, CYP 3A4 hemils, 5- til 8-faldri aukningu á AUC fyrir quetíapín. Af þessum ástæðum er samhliða notkun CYP3A4 hemla frábending gegn notkun quetíapíns. Ekki er ráðlagt að taka quetíapín meö greipaldinsafa. í fiölskammta rannsókn hjá sjúklingum til að meta lyfiahvörf quetíapíns fyrir og meðan á meðferð með karbamazepíni (þekktum lifrarensímhvata) stóð yfir kom fram að samhliða notkun karbamazepíns jók marktækt úthreinsun quetíapíns. Þessi aukna úthreinsun minnkaði almenna útsetningu fyrir quetíapíni (mælda sem AUC) að meðaltali í 13% af því sem hún verður þegar quetíapín er notað eitt sér; þó að meiri áhrif hafi komið fram hjá sumum sjúklingum. Afleiðing þessarar milliverkunar getur verið lægri þéttni í plasma sem getur haft áhrif á verkun quetíapín meðferðarinnar. Samhliða notkun quetíapíns og fenýtóíns olli verulega aukinni úthreinsun quetíapíns, um u.þ.b. 450%. Aðeins ætti að hefia meðferð með quetíapíni hjá sjúklingum sem nota lifrarensímhvata ef læknirinn telur að ávinningur af quetíapín meðferð vegi þyngra en áhættan af því að hætta notkun lifrarensímhvatans. Það er mikilvægt að allar breytingar á notkun ensímhvatans gerist hægt og ef nauðsyn krefur að nota annað lyf sem ekki hvetur lifrarensím (t.d. natríumvalpróat). Lyfiahvörf quetíapíns breyttust ekki verulega við samhliða notkun þunglyndislyfianna imipramíns eöa flúoxetíns. Lyfiahvörf quetíapíns urðu ekki fyrir mark- tækum áhrifum við samhliða notkun risperidóns eða halóperidols. Samhliða notkun quetíapíns og tíórídazíns jók úthreinsun quetíapíns um u.þ.b. 70%. Lyfiahvörf quetíapíns breyttust ekki við samhliða notkun címetidíns. Lyfiahvörf litíums breyttust ekki við samhliða notkun quetíapíns. Engar breytingar af klínískri þýðingu komu fram á lyfiahvörfum við samhliða notkun natríumvalpróats og quetíapíns. Ekki hafa verið gerðar formlegar rannsóknir á milliverkunum við algeng lyf viö hjarta- og æðasjúkdómum. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun quetíapíns hjá þunguðum konum. Dýrarannsóknir hafa fram til þessa ekki bent til skaðlegra áhrifa, þó hugsanleg áhrif á augu fóstursins hafi ekki verið könnuð. Því skal aðeins nota quetíapín hjá þunguðum konum ef ávinningur er talinn meiri en hugsanleg áhætta. Fráhvarfseinkenni hafa komið fram hjá nýburum mæðra sem notuðu quetíapín á meðgöngu. Ekki er vitað að hve miklu leyti quetíapín skilst út í brjóstamjólk. Því skal ráðleggja konum að hafa börn ekki á brjósti meðan á meðferð með quetíapíni stendur. Akstur og noktun véla: Quetíapín hefur aðallega áhrif á miðtaugakerfið, því gæti quetíapín haft áhrif á athafnir sem krefiast árvekni. Ráðleggja skal sjúklingum að aka ekki eða stjórna tækjum fyrr en áhrifin á viðkomandi eru þekkt. Aukaverkanir: Mjög algengar (z 1/10): Sundl, svefnhöfgi, höfuöverkur. Algengarfel/100, <1/10): Þyngdaraukning, hækkun á transamínösum (ALT, AST) í sermi, hraðtaktur, hvítkornafæð, yfirlið, munnþurrkur, hægðatregða, meltingartruflanir, réttstöðuþrýstingsfall, vægt þróttleysi, bjúgur á útlimum. Sjaldgæfar fc 1/1.000, < 1/100): Hækkun á gamma-GT gildum, hækkun á gildum þríglýseríða í sermi hjá sjúklingum sem ekki eru fastandi, hækkun á heildarkólesteróli, eósínfíklager, flog, ofnæmi. Mjög sjaldgæfar (z 1/10.000, < 1/1.000): Óútskýrður skyndidauði, hjartastopp, hjartsláttartruflanir frá sleglum (VF, VT), lenging á QT bili, Torsades de pointes, illkynja sefunarheilkenni, gula, standpína. örsjaldan koma fyrir (<1/10.000): Daufkyrningafæð, síðkomin hreyfitruflun, ofsabjúgur, Stevens-Johnson heilkenni, blóðsykurshækkun, sykursýki, lifrarbólga. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (1. mars 2008): Húðaðar töflur; 25 mg, 100 stk. 7.010 kr., 100 mg, 100 stk. 14.168 kr., 200 mg, 100 stk. 21.449 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: *. Markaðsleyfishafi: Merck NM AB. Umboðsaðili: Actavis Group PTC ehf. Júní 2007. ■ MERCKNM 346 LÆKNAblaðið 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.