Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Insúlínháð sykursýki barna og unglinga á Islandi - mat á gæðum meðferðar Rannveig L. Þórisdóttir1 læknir Ragnar Bjarnason2 sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna Elísabet Konráðsdóttir2 hjúkrunarfræðingur Árni V. Þórsson2 sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna Lykilorð: tegund 1 sykursýki, meðferð, börn, unglingar, HbA1c, blóðsykurfall. 1Háskóla íslands, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Árni V. Þórsson, barnadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík, íslandi. arniv@landspitali. is Sími: + 354 543 1000. Ágrip Inngangur: Á síðustu árum hefur endurtekið verið sýnt fram á mikilvægi góðrar blóðsykurstjórnunar hjá sykursjúkum. Umönnun langflestra íslenskra barna og unglinga með sykursýki fer fram við göngudeild á Barnaspítala Hringsins. Lýst er ár- angri meðferðar hjá íslenskum ungmennum með insúlínháða sykursýki. Efniviður og aðferðir: Heildarfjöldi barna og unglinga með sykursýki við göngudeildina var 98. Tekin var þverskurðarathugun á tímabilinu 15. 3. 2004 - 14. 7. 2004 og niðurstöður mælinga við síðustu heimsókn barnanna sem til deildarinnar komu voru skráðar. HbAlc (DCA 2000) og fall blóðsykurs var athugað. Niðurstöður: Fjöldi heimsókna í þverskurðarúr- taki voru 83 (drengir 43, stúlkur 40), meðalaldur 13,3 ± 3,78 ár. Meðalgildi HbAlc var 8,18 ± 1,31%. Enginn marktækur munur fannst á meðalgildi HbAlc milli stúlkna og drengja. Marktæk hækk- un var á HbAlc eftir aldri hjá stúlkum (p<0,01). Tíu börn (12%) fengu 12 sinnum alvarlegt blóð- sykurfall á rannsóknartímabilinu (43,4/100 sjúk- lingaár). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að meðhöndlun barna og unglinga með sykursýki á íslandi gengur allvel miðað við niðurstöður sem birtar hafa verið frá mörgum öðrum löndum. Þó er mikilvægt að fylgja betur eftir þeim sem hafa ekki nægilega góða blóðsykurstjórnun, sérstaklega hjá unglingsstúlkum og börnum og unglingum sem falla alvarlega í blóðsykri. Inngangur Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að góð stjómun blóðsykurs kemur að mestu leyti í veg fyrir eða seinkar mjög alvarlegum fylgikvillum sykursýki af tegund 1 (1, 2) og tegund 2 (3). Fylgikvillar sykursýki koma mjög sjaldan fram hjá börnum og unglingum (4-6) þótt ferlið sem orsakar þá geti verið komið vel á veg (7, 8). Eitt af meginmarkmiðum meðferðar hjá börnum og unglingum með sykursýki er að blóðsykurgildi séu sem næst eðlilegum mörkum (HbAlc <6%). Því markmiði er þó oft erfitt að ná (9) þar sem of- meðhöndlun með insúlíni getur valdið blóðsykur- falli, meðvitundarleysi, krömpum, heilaskaða og jafnvel dauða. Einnig getur ofskömmtun insúlíns til langs tíma leitt til mikillar þyngdaraukningar, sérstaklega hjá stúlkum á unglingsaldri (1, 2,10). Stór rannsókn, Diabetes Control and Complication Trial (DCCT), var framkvæmd í Norður-Ameríku á 9. áratug síðustu aldar til að meta árangur af meðferð einstaklinga með sykursýki (1, 2). Niðurstöður DCCT-rannsókn- arinnar höfðu afgerandi áhrif á meðferð sykur- sýki á heimsvísu. I kjölfarið var stofnaður al- þjóðlegur rannsóknarhópur sem hafði það að markmiði að bera saman blóðsykurstjórnun syk- ursjúkra bama við 22 barnadeildir 18 sjúkrahúsa í Evrópu, Norður-Ameríku og Japan. Rannsóknin hefur verið kennd við Hvidöre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn, en þaðan var henni stjórnað. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem gerð var á þremur mánuðum árið 1995, sýndu að mikill munur var á blóðsykurstjórnun mismunandi göngudeilda en meðaltal FlbAlc var 8,6% (7,6- 10,2) (9). Samanburðarrannsóknir hafa leitt f ljós að mæling HbAlc með DCA 2000 gefur að meðaltali 0,2% hærri gildi en mæliaðferðin sem notuð var í DCCT rannsókninni (11). Mælitækni sem notuð var í Hvidöre-rannsókninni (Bio-Rad Variant method for HbAlc) gefur 0,3% hærri gildi en DCCT, þannig að okkar mælingar (með DCA 2000) eru sambærilegar við Hvidöre-rannsóknina (12). Árið 1994 var stofnuð göngudeild fyrir böm og unglinga með sykursýki við bamadeild Landakotsspítala. Hannaður var sérstakur gagna- grunnur þar sem niðurstöður mælinga (hæð, þyngd, HbAlc, insúlínskammtar, insúlíntegundir og fleira) við hverja heimsókn sjúklinga hafa verið færðar inn frá upphafi. Þessi rannsókn var framkvæmd til að meta árangur meðferðar á syk- urstjóm bama og unglinga sem fylgt er eftir á göngudeild Barnaspítala Hringsins og bera saman við áður birtar niðurstöður erlendra rannsókna. LÆKNAblaðið 2008/94 659
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.