Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 3
Skóflur í sparifötunum, tilbúnar fyrir fyrstu stungu að Lækningaminjasafni á Seltjarnarnesi, sjá bls. 695. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Ljósmyndin af bænum Nýp á Skarðsströnd sýnir kunnuglegt íslenskt landslag og umhverfi en við nánari skoðun má sjá letur í hlíðinni fyrir ofan bæjarhúsin. Þar stendur stórum stöfum nafnið Jón skrifað í grassvörðinn. Um er að ræða verk eftir listamanninn Magnús Pálsson (f. 1929) sem var hluti af sýningunni Dalir og hólar í sumar sem leið. Sýningin var haldin í Dölum og Reykhólasveit þar sem átta listamönnum var boðið að vinna út frá staðháttum og sögu svæðisins. Tildrög verksins JÓN (2008) eru þau að langafi Magnúsar, séra Jón Bjarnason, var prestur á Skarðsströnd og bjó á Nýp frá árunum 1874 til 1882. Hann var litríkur persónuleiki og stundum umdeildur. Afi Magnúsar, séra Magnús Blöndal Jónsson í Vallanesi, hefur í æviminningum sínum skrifað um föður sinn en þau skrif hafa valdið því að Magnús hefur fengið nokkra ást á minningu séra Jóns. Núverandi ábúendur Nýps, Þóra Sigurðardóttir, myndlistarkona, og Sumarliði ísleifsson, sagnfræðingur, voru öll af vilja gerð við að aðstoða við gerð verksins, móta yfir þrjátiu metra langa stafina og slá grasið innan þeirra. Þannig stóð síðan verkið þann tíma sem það tók grasið að jafna sig og Þóra tók þessa mynd sem nú er á forsíðunni. Hana sýnir Magnús ásamt fleiri verkum um þessar mundir á einkasýningu sínni í Berlín í Galerie Crystal Ball. Hann sækir gjarnan í frásagnir af fólki og spinnur verk í minningu þeirra. Skemmst er að minnast sýningar hans í i8 gallerí þar sem hann vann út frá sögunni um Þórarin Nefjólfsson. Aðspurður um þessa notkun á menningararfinum hefur hann sagt að arfurinn sé svo rikur þáttur í allri hans tilvist og vitundarlífi að hann þrengi sér óboðinn inn í verkin. Magnús er ekki síður kunnur fyrir að nota tungumálið sjálft og texta sem efnivið, ýmist í gjörningum, myndbandsverkum og öðrum miðlum. Hvort tveggja notar hann á skemmtilegan hátt í verkinu JÓN, þar sem hann merkir landið bókstaflega manni sem byggði það á fyrri tíð og vottar honum og um leið gengnum kynslóðum virðingu sína. Hvort tveggja, arfleið og ritmál, notar hann á skemmtilegan hátt í verkinu JÓN, þar sem hann merkir landið bókstaflega forföður sinum sem byggði það á fyrri tíð. Um stund hrópar þetta risavaxna orð á haf út og til þeirra fáu sem leið eiga hjá en grær svo á ný. Eins algengt og Jónsnafnið hefur verið á íslandi mætti einnig hugsa sér verkið sem eins konar tímabundinn minnisvarða um allar þær kynslóðir sem hafa áður ræktað landið. Markús Þór Andrésson Birt með leyfi Galerie Crystal Ball Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1600 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né f heild án leyfís. Fræðigreínar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinaheiti og úrdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Cítation Index (SoiSearch) og Journal Citation Reports/Science Edition. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) and Journal Citation Reports/Science Edition. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2008/94 651
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.