Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 41

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 41
U M R Æ Ð U R í Þ R Ó T T A 0 G FRÉTTIR LÆKNINGAR Brynjólfur Jónsson sér- fræðingur í bæklunar- skurðlækningum og læknir handboltalandsliðsins. amir em oft þeir sem springa út síðast." Finrist þér skorta á samstarfá milli lækna og þeirra sem hafa þjálfun barna og unglinga með hötidum? „Ég þekki það bara ekki nægilega vel til að svara því en ég er sannfærður um að gott aðgengi að lækni og sjúkraþjálfara myndi bæta þjónustuna mjög mikið. Þá er ég að tala um öll aldursstig í íþróttunum, ekki bara efstu flokkana, því fyrir unglinga skiptir gríðarlegu máli að komast í gegn- um það tímabil án mikilla meiðsla. Það kom í ljós í könnun sem gerð var á vegum Kennaraháskólans að ástæður brottfalls unglinga úr íþróttum voru meiðsli. Ekki önnur áhugamál eins og margir virð- ast halda." íhvaða greinum eru mestu meiðslin? „ Af þeim meiðslum sem við fáum til meðhöndl- unar eru flest og verst úr fótboltanum. Ætli hand- boltinn sé ekki næstur í röðinni og síðan blak og körfubolti. Kvennafótboltinn sker sig úr, án þess að ég hafi skýringar á því. Þar eru verstu meiðslin. Ein skýring sem ég hef séð frá Danmörku er sú að í kvennaliðum eru leikmenn færri þannig að álag á hvem og einn er miklu meira. Fleira kemur líka til eins og þjálfun og útbúnaður og svo hefur lík- amlegt atgervi sitt að segja, þó ekki megi segja það upphátt." Fyrstu kynni Brynjólfs af íslenska landslið- inu í handbolta var árið 1990 þegar Þorbergur Aðalsteinsson fékk hann til liðs við sig. „Þorbergur þekkti mig frá Svíþjóð, við höfðum báðir verið hjá Saab og hann hafði samband við mig þegar hann var tekinn við landsliðinu. Þá höfðu Stefán Carlsson og Gunnar Þór Jónsson verið með liðið. Ég er búinn að vera viðloðandi þetta síðan og Stefán hélt áfram í nokkur fyrstu árin mín. Ég hef farið með liðinu á 17 stórmót á þessum árum og geri þetta fyrst og fremst mér til ánægju. Það er sérstakur andi sem fylgir liðinu og gaman að vera þátttakandi í þessu." Þegar gengið er nánar á Brynjólf kemur á dag- inn að vinnan fyrir landsliðið er sjálfboðavinna sem lengst af var ólaunuð. „Auðvitað er ferða- og dvalarkostnaður greiddur en engin laun. Það á við um alla í hópnum. Fyrir 3-4 árum féllst sviðstjórn Landspítala á að greiða mér föstu launin í þessum ferðum. HSÍ hefur ætíð greitt okkur dagpeninga. Þetta er kannski ein ástæða þess að ég er búinn að vera svona lengi í þessu því það er erfitt að fá unga lækna til að taka þetta að sér. Þetta eru ólaun- aðar fjarvistir frá vinnu í nokkrar vikur á hverju ári. Sum árin hafa þetta verið nær tveir mánuðir. En vissulega hef ég fengið menn til að fara í minn stað því ég hef ekki alltaf haft möguleika á að fara. Ömólfur Valdimarsson er vonandi að koma inn í þetta og það er ánægjulegt. Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf sem ég hef alltaf unnið af mikilli ánægju." LÆKNAblaðið 2008/94 689

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.