Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 32
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR KJARAMÁL „Átök framundan“ - rætt við Birnu Jónsdóttur og Gunnar Ármannsson hjá LÍ „Það eru hörð átök íramundan," sagði Gunnar Ármannsson, formað- ur samninganefndar lækna, eftir að viðræður milli LÍ og ríkisins sigldu í strand 20. september. Af samninganefndinni var þó að heyra að líkurnar á að viðunandi tilboð kæmi fram á síðustu stundu hefðu verið hverfandi. Nýr samningur við ljósmæður setti algerlega nýtt viðmið í viðræðurnar því allt í einu stóð samninganefndin frammi fyrir því að tilboð ríkisins hljóðaði upp á lægri byrjunarlaun ung- lækna en byrjunarlaun ljósmæðra. „Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkja að nám í læknisfræði sé minna metið til launa en annað nám í heilbrigðisvísindum," segir formaður LÍ, Birna Jónsdóttir. Um það virðast allir læknar vera sammála. Gunnar Ármannsson segir að aldrei hafi komið til greina að líta á tilboð ríkisins meðan ekki var ljóst hvað fólst í miðlunartillögu sáttasemj- ara til ljósmæðra. „Það hefði verið glapræði að samþykkja tilboð meðan við vissum ekki hvað ljósmæðrum hafði verið boðið." I erindi með viðhorfskönnun sem Læknafélagið stóð fyrir í sl. viku meðal félagsmanna segir um tilboð ríkisins: „Það tilboð sem lá fyrir af hálfu ríkisins sl. föstudag fól í sér heildarhækkun um 4,93%. Á laugardaginn var rædd útfærsla sem fól í sér sölu á hálftíma af frítökurétti (í stað 1,5 tíma í frítökurétt fyrir hverja klukkustund sem skortir á fullnægjandi hvíld hefði komið 1 klst.). Tilboð ríkisins með þessari útfærslu fól í sér 6,1% heildarhækkun. Samninganefnd lækna lagði fram gagntilboð sem fól í sér 9,5% hækkun. Þegar í ljós kom að samninganefnd ríkisins var ekki reiðubúin til að hækka sitt tilboð slitnaði upp úr samningaviðræðum. Það liggur því fyrir nú að ríkið mun ekki bjóða læknum neina samninga sem fela í sér meiri kjarabætur til þeirra en 4,93% eða 6,1% með sölu á réttindum. Vilji læknar meiri kjarabætur verða þeir að sækja þær sjálfir." Áður en slitnaði uppúr viðræðunum virtust flestir vera orðnir sammála um að best væri að Hávar skrifa undir skammtímasamning núna og nýta Sigurjónsson tímann til næsta vors til að undirbúa samning til lengri tíma. Margir bentu á að ástandið og um- ræðan í þjóðfélaginu væri ekki til þess fallið að ná fram góðum samningi núna. Betra væri að bíða af sér veturinn. Fáir virtust þó sjá fyrir þá stöðu sem nú er uppi og að fara yrði í aðgerðir strax. Spurning er hvort læknar eru almennt tilbúnir til að sýna fulla hörku í kjarabaráttu sinni og hvernig stéttin metur hagsmunum sínum best borgið. „Ég tel að með því að taka ekki tilboði okkar um 9,5% hækkun hafi samninganefnd ríkisins misst af gullnu tækifæri til að ljúka þessari samningagerð. Ég er nokkuð sannfærður um að læknar hefðu samþykkt þann samning, ekki ánægðir, en með það í huga að undirbúa kröfugerð fyrir næsta vor. Það var algjörlega ómögulegt fyrir okkur að ganga að tilboði ríkisins sem fól í sér lægri byrjunarlaun unglækna en ljósmæðra og með því er í rauninni verið að gjaldfella læknanámið á algerlega óvið- unandi hátt," segir Gunnar Ármannsson. Birna Jónsdóttir segist velta því fyrir sér hvort lesa megi úr afstöðu ríkisins svar við spurning- unni hvort íslendingar hafi efni á því að reka „heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða eins og fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar" og meðal annars tíundað í nýsamþykktum lögum um sjúkratryggingastofnun. „Læknastéttin hefur þá sérstöðu meðal heil- brigðisstétta að langflestir sem ljúka námi skila sér út í þjóðfélagið til starfa sem læknar. Val ein- staklings sem ekki fær starf og kjör heima við hæfi er að setjast að erlendis. Um þriðjungur íslenskra lækna er við nám og störf utan lands og ég held að læknar sem búsettir eru erlendis muni hugsa sig tvisvar um núna áður en þeir hyggja á flutning heim og þeir sem hér eru munu eflaust fara að líta út fyrir landsteinana eftir störfum." „Það er ljóst að framundan er stríð á öllum vígstöðvum. Eflaust verður heildarlaunum lækna haldið á lofti og þeir sagðir geta unað vel við. Það er rétt að heildarlaun lækna eru oft há en á bakvið þær tölur er gríðarlega mikil vinna og unglæknar sem vilja ná viðunandi tekjum verða að vinna mjög mikið og taka allar vaktir sem bjóðast. Grunnlaunin eru einfaldlega of lág," segir Gunnar. 680 LÆKNAblaðiö 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.