Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR
SJÚKRATILFELLI
O G Y F I R L I T
Tafla I. Blóð- og þvagrannsóknir við komu á sjúkrahús
Blóðrannsóknir
Breyta Niðurstaöa Viömiöunarmörk
Hvít blóðkorn 12,0 X10E9/I 4,0-10,5 X10E9/I
Hemóglóbín 122 g/l 118-152 g/l
Blóöflögur 320 x 109/1 150-400 X 109/1
Natríum 91 mmól/l 136-145 mmól/l
Kalíum 4,3 mmól/l 3,5-5,0 mmól/l
Klóríð 58 mmól/l 98-110 mmól/l
Bíkarbónat 18 mmól/l 22-31 mmól/l
Kalsíum 1,97 mmól/l 2,20-2,60 mmól/l
Fosfat 0,53 mmól/l 0,8-l,6 mmól/l
Úrea 4,1 mmól/l 2,5-8,5 mmól/l
Kreatínín 50 (tmól/l 60-100 gmól/l
Glúkósi 10,7 mmól/l -
Albúmín 41 g/l 36-51 g/l
Osmólaþéttni 194 mosmól/kg 280-300 mosmól/kg
TSH 0,362 mll/l 0,4-4,0 mU/l
Frítt T4 37,6 pmól/l 10-25 pmól/l
Þvagrannsóknir
Breyta Niöurstaða Viömiðunarmörk
Osmólaþéttni 187 mosmól/kg -
Natríum 79 mmól/l
Skammstafanir: TSH=týrótrópín; T4=týroxín.
einnig kastað upp í nokkur skipti. Saga var um
háþrýsting sem var meðhöndlaður með atenólóli
og samsetningu hýdróklórtíazíðs og amílóríðs
(Hýdramíl míte). Auk þess lagði hún sig fram við
að halda saltinntöku hóflegri og neytti jafnframt
vatns í ríkulegum mæli. Heilsufarssaga hennar
var að öðru leyti ómarkverð; hún hafði aldrei
legið á sjúkrahúsi. Þá hafði hún aldrei reykt og
neytti ekki áfengis. Við komu var konan sljó en gat
svarað einföldum spurningum og hún var áttuð á
persónu, stað og stund. Hún var þvoglumælt en
skoðun taugakerfis var að öðru leyti eðlileg. Hún
Mynd 1. Hraði leiðréttingar natríumstyrks í sermi fyrstu níu daga meðferðar.
var hitalaus. Blóðþrýstingur mældist 133/81 og
púls 70 slög á mínútu útafliggjandi; svipuð gildi
fengust í sitjandi stöðu. Vökvaástand var metið
eðlilegt. Niðurstöður blóð- og þvagrannsókna
við komu eru sýndar í töflu I. Natríumstyrkur
í sermi (S-natríum) var aðeins 91 mmól/1 og
S-osmólaþéttni 194 mosmól/kg. Einnig voru önd-
unarlýting og væg lækkun kalsíums og fosfats
fyrir hendi. Natríumstyrkur í þvagi var 79 mmól/1
og osmólaþéttni 187 mosmól/kg. Röntgenmynd
af brjóstholi var eðlileg.
Konan var því með afar svæsna blóðnatríum-
lækkun með einkennum frá miðtaugakerfi sem
voru þó tiltölulega væg í ljósi þess hve natríum-
styrkurinn var lágur og þótti það benda til að
natríumlækkunin væri langvinn. Hýdróklórtíazíð
var talið vera líkleg orsök ásamt mikilli vatns-
drykkju. Hún var lögð inn á sjúkrahúsið til með-
ferðar og var stefnt að því að hraði leiðréttingar
S-natríums yrði alls ekki meiri en 12 mmól/1 á
sólarhring. Konan fékk í fyrstu 0,9% natríum-
klóríð með hraðanum 100 ml á klukkustund og
fúrósemíð 40 mg, hvort tveggja í æð, auk þess sem
inntaka hýdróklórtíaziðs/amílóríðs var stöðvuð.
Náið var fylgst með konunni og var S-natríum
mælt á tveggja til fjögurra klukkustunda fresti
fyrsta sólarhringinn en eftir það dró úr tíðni mæl-
inga. Þróun natríumstyrksins er sýnd á mynd 1.
Þremur klukkustundum eftir komu hafði S-natr-
íum hækkað í 94 mmól/1 og var vökvagjöf í æð
þá hætt og vökvainntaka takmörkuð við 800 ml á
dag. Sólarhring eftir komu hafði S-natríum hækk-
að í 100 mmól/1. Á ný var 0,9% natríumklóríð
gefið í æð með hraðanum 150 ml á klukkustund
auk þess að fúrósemíð var gefið í tvígang. Eftir tvo
sólarhringa var S-natríum komið í 106 mmól/1 og í
119 mmól/1 eftir þrjá sólarhringa. Samhliða hækk-
un S-natríums fór meðvitundarástand batnandi og
þvoglumæli hvarf. Þvagútskilnaður var stöðugur á
bilinu 650-1000 ml á sólarhring og vökvajafnvægi
var jákvætt fyrstu fjóra daga sjúkrahúslegunnar.
Daginn eftir komu reyndist S-kalíum hafa lækkað
niður í 2,8 mmól/1 en með ríkulegri kalíumuppbót
var kalíumstyrkurinn kominn í eðlilegt horf innan
tveggja daga. Einnig fékk konan uppbótarmeðferð
vegna lækkunar S-kalsíums og S-fosfats og leið-
réttust þessar raskanir á nokkrum dögum. Þá var
S-glúkósi lítillega hækkaður við komu en mældist
eftir það innan eðlilegra marka. Á fjórða degi fékk
konan alflog í þrígang og reyndist S-natríum þá 121
mmól/1. í kjölfarið bar á vaxandi sljóleika. Ekkert
markvert fannst við tölvusneiðmyndun á heila
og heldur ekki við segulómmyndun sem fram-
kvæmd var fjórum dögum síðar (mynd 2). Á 11.
degi var konan orðin ófær um að tjá sig og fylgdi
illa fyrirmælum. S-natríum var þá orðið eðlilegt.
666 LÆKNAblaðið 2008/94