Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 55
STOÐUAUGLYSINGAR
Heilsugæslustöðin á Akureyri auglýsir eftir
sérfræðingum í heimilislækningum
Lausar eru tvær stöður heimilislækna við Heilsugæslustöðina á Akureyri (HAK). Stöðurnar verða veittar frá 1. janúar 2009 eða eftir samkomulagi.
Menntunarkröfur:
• Óskað er eftir því að umsækjendur hafi sérfræðiréttindi í heimilislækningum.
Hæfniskröfur:
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Lipurð í samskiptum og vilji til þverfaglegs samstarfs.
• Jákvæðni og sveigjanleiki.
Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags íslands og Akureyrarbæjar.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Þórir V. Þórisson, yfirlæknir, í síma 460 4600, netfang: thorir@hak.ak.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is
Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.
Umsóknarfrestur er til 15. október 2008
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA)
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað (FSN)
Skurðlæknir til HSA/FSN
Staðayfirlæknis handlæknisdeildar við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað, FSN, verður laus í lokárs 2008. FSN hefur verið hluti af Heilbrigðisstofnun
Austurlands frá 1999.
Við FSN starfa nú fastur skurðlæknir, svæfingalæknir og tveir lyflæknar, auk fjölda aðkomusérfræðinga á ýmsum sviðum. Starfsemi FSN hefur verið
í örum vexti undanfarin ár, bæði á skurð- og lyflæknissviði, en auk þess hafa sérfræðilæknar FSN skipt með sér vöktum á heilsugæslu. Á árinu 2007
var lokið endurbyggingu á eldri hluta sjúkrahússins, ásamt viðbyggingu, einnig hefur ýmis tækjabúnaður verið endurnýjaður á undanförnum árum s.s.
rannsóknartæki, CT-tölvusneiðmynda- og röntgentæki ásamt úrlestri með stafrænum myndgreiningarbúnaði. Þá hefur búnaður skurðstofu nýlega
verið færður í nútímalegt horf. Það er því ágætis starfsaðstaða við sjúkrahúsið og starfsemin fjölbreytt, en einnig á sér nú stað mikil uppbygging I
landsfjórðungnum öllum.
Allar frekari upplýsingar um stöðuna veita Björn Magnússon forstöðulæknir, bjom@hsa.is eða Valdimar O. Hermannsson fulltrúi forstjóra í síma
860 6770/ 470 1450. Umsóknarfrestur er til 25. október 2008 og skulu umsóknir er greina frá m.a. menntun og fyrri störfum, sendar á ofangreinda
aðila eða á:
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað
Mýrargötu 20, 740 Fjarðabyggð,
B.t. Fulltrúi forstjóra HSA/FSN.
www. valdimarh@hsa. is
Til frekari upplýsingar:
Neskaupstaður er byggðakjarni innan Fjarðabyggðar sem er stærsta sveitarfélag á Austurlandi. Neskaupstaður stendur við Norðfjörð og er íbúafjöldi þar um 1550, en á
upptökusvæði HSA/FSN, á Austurlandi búa nú u.þ.b. 15.000 manns og fer fjölgandi.
Mikil uppbygging á sér nú stað í landsfjórðungnum og mun sú þróun verða áfram, a.m.k. næstu árin. í Fjarðabyggð er rekin öflug þjónusta, verslun og afþreying er
fjölbreytt svo og rekstur hótela, veitingahúsa o.fl. I Neskaupstað er starfræktur grunnskóli, tónskóli og leikskóli ásamt Verkmenntaskóla Austurlands, en einnig er góð
aðstaða til íþróttaiðkunar. Sundlaug, íþróttahús, íþróttavöllur og golfvöllur eru á staðnum, sem og fínasta skíðasvæði í Oddsskarði. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu enda
eru mörg skemmtilegustu göngu- og útivistarsvæði landsins á Austurlandi.
Sjá einnig heimasíðu HSA/FSN www.hsa.is, og www.fjardabyggd.is
LÆKNAblaðið 2008/94 703