Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 65
SPIRIVA -é_- TIOTROPIUM Spiriva Respimat2,5míkrógrömm, innöndunarlausn, R03B B04-Styttursérlyfjatexti: Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver gefin úðun er 2,5 mikrógrömm tiótrópium (2 úðanir eru einn lyljaskammtur), sem samsvarar 3,124 mikrógrömmum af tíótrópíum einhýdrati. Ábendingar:Tíótrópíum er ætlað sem berkjuvikkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu(COPD). Frábendingar: Ofnæmi fyrir tríótrópíumbrómíði, atrópini, afleiðum þess eða einhverju hjálparefna Skammtar og lyfjagjöf: Lyfið er eingöngu ætlað til innöndunar. Rörlykjuna má aðeins setja i og nota með Respimat innöndunartæki.Tvær úðanir úr Respimat innöndunartæki jafngilda einum lyfjaskammti. Ráðlagður skammtur fyrirfullorðna er 5 mikrógrömm af tíótrópium, gefið með tveimur úðunum úr Respimat innöndunartækinu, einu sinni á sólarhring, alltaf á sama tíma sólarhringsins. Ekki má nota stærri skammta en ráðlagðir eru. Sérstakir hópar: Aldraðir sjúklingar geta notað tíótrópíumbrómíð í ráölögðum skömmtum.Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi mega nota tíótrópíumbrómíð í ráðlögðum skömmtum.Sjúklingar með skerta lifrastarfsemi mega nota tíótrópíumbrómíð í ráðlögðum skömmtum. Börn: Ekki er mælt með notkun Spiriva Respimat fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um öryggi og verkun. Til að tryggja rétta lyfjagjöf skal læknir eða faglærður heilbrigðisstarfsmaður sýna sjúklingi hvernig nota eigi úðatækið. Sérstök varnaóarorð og varúðarreglur við notkun: Tíótrópiumbrómið, sem er berkjuvíkkandi lyf, gefið sem viðhaldsmeðferð einu sinni á sólarhring, á ekki að nota sem upphafsmeðferð við bráðum berkjukrampa, þ.e. bráðameðferð. Bráðaofnæmi getur komið fram eftir gjöf tíótrópíumbrómíðs innöndunarlausnar.Vegna andkólínvirkrar verkunar tíótrópíumbrómíðs á að nota það með varúð hjá sjúklingum með þrönghornsgláku, blööruhálskirtilsstækkun eða þrengsli i blöðruhálsi.lnnöndunarlyf geta valdið innöndunartengdum berkjukrampa. Þar sem plasmaþéttni hækkar við skerta nýrna- starfsemi hjá sjúklingum með miðlungs eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 50 ml/mín.) á aðeins að nota tfótróplumbrómfð ef ávinningur er meiri en hugsanleg áhætta. Engin reynsla er af langtímanotkun hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Sjúklingar skulu áminntir um aö varast að úöinn berist í augu. Þeim skal sagt að það geti valdið þrönghornsgláku eða þvi að hún versni, valdið verk eða óþægindum í auga, tímabundinni þokusýn, áru umhverfis Ijós (visual halos) eða litmengun sjónar (coloured images) í tengslum við roða í augum vegna tárubólgu eða bjúgs á glæru. Ef eitthvert sambland þessara augneinkenna kemurfram, eiga sjúklingar að hætta notkun tiótrópíumbrómíðs og hafa strax samband við augnlækni.Munnþurrkur, sem hefur komið fram við notkun andkólinvirkra lyfja, getur tengst tannskemmdum sé hann lang-varandi.Tíótrópiumbrómíð á ekki að nota oftar en einu sinni á sólarhring. Milliverkanirvið önnur lyf og aðrar milliverkanir: Þráttfyrirað engarformlegar milliverkanarannsóknir hafi verið gerðar hefurtiótrópíumbrómíð innöndunarlausn veriö notað samtímis öðrum lyfjum án klínískra vísbendinga um milliverkanir. Meðal þessara lyfja eru berkjuvíkkandi lyf með adrenhermandi verkun, metýlxantín og sterar til inntöku og innöndunar, sem almennt eru notuð í meðferð við langvinnri lungnateppu.Samtimis notkun tíótrópiumbrómíðs og annarra andkólínvirkra lyfja hefur ekki verið rannsökuð og er þvi ekki ráðlögð. Meðganga og brjóstagjöf: Engin klinísk gögn liggja fyrir um notkun tióprópiumbrómíðs á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á skaöleg áhrif á frjósemi sem tengjast eituráhrifum á móöur. Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Því skal einungis nota Spiriva Respimat á meögöngu ef brýna nauösyn ber til.Ekki er vitað hvort tíótrópíumbrómíð skilst út í brjóstamjólk. Þrátt fyrir að rannsóknir á nagdýrum sýni að tíótrópíumbrómíö berst aöeins í litlu magni í brjóstamjólk, er ekki mælt meö notkun Spiriva Respimat á meðan barn er haft á brjósti. Aukaverkanir: Almenn lýsing: Margaraf skráðum aukaverkunum má tengja andkólínvirkum eiginleikum tiótrópíumbrómíðs. I klíniskum samanburðarrannsóknum, sem náðu yfir eitt ár og þrjá mánuði á 849 sjúklingum sem fengu tíótrópíumbrómíð, varalgengasta aukaverkunin munnþurrkur, sem kom fram hjá um það bil 6% sjúklinganna. Upplýsingar einkennandi fyrir einstakar alvarlegar og/eða algengar aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin vegna andkólínvirkra áhrifa, sem greint var frá hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu, var munnþurrkur. Munnþurrkur var vægur f fiestum tilvikum. Almennt kom munnþurrkur fram í 3. til 5. viku. Munnþurrkur hvarf venjulega hjá sjúklingum við áframhaldandi tiótrópíumbrómið- meðferð, en leiddi til þess að 2 af 849 sjúklingum (0,2 % af meðhöndluðum sjúklingum) hættu í klinísku rannsóknunum sem stóðu í eitt ár og þrjá mánuði. Alvarlegar aukaverkanir, sem tengjast andkólfnvirkum áhrifum, eru hægðatregða og þrengingar í þörmum, þar með talið þarmalömun og þvagteppa, þrátt fyrir að engin þessara aukaverkana hafi verið tilkynnt í tengslum við rannsóknir á tiótrópíum Respimat. Lyfjafræðileg flokkun aukaverkanir: Utansemjuhluti sjálfvirka taugakerfisins (parasympathetic nervous system) stjórnar ýmsum líffærakerfum og starfsemi þeirra, því geta lyf með andkólínvirka verkun haft áhrif þar á. Hugsanlegar aukaverkanir sem rekja má til almennra andkólinvirkra áhrifa eru meðal annars munnþurrkur, þurrkur í hálsi, hraðtaktur, þokusýn, aukinn augnþrýstingur, gláka, erfiðleikar við þvaglát, þvagteppa og hægðatregða. Tíðni munnþurrks og hægðatregðu getur aukist með aldri. Eins og við á um öll lyf til innöndunar, geturtiótrópíumbrómíð valdið berkjukrampa af völdum innöndunarinnar. Auk þess hefur komið fram staðbundin erting í efri hluta öndunarfæra hjá sjúklingum sem fengu tiótrópiumbrómiö. Ofskömmtun: Stórir skammtar af tíótrópíumbrómiði geta valdið einkennum andkólínvirkra áhrifa. Þó komu engar almennar aukaverkanir fram vegna andkólinvirkra áhrifa hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum eftir innöndun á einum skammti af allt að 340 míkrógrömmum af tiótrópiumbrómíði.Auk þess komu engar aukaverkanir fram, sem skipta máli, fyrir utan munnþurrk/þurran háls og þurra nefslímhúð, hjá heilbrigðum siálfboðaliðum sem fengu allt að 40 míkrógrömm af tíótrópiumlausn til innöndunar á dag í 14 daga, að undantekinni áberandi minnkun á munnvatnsfæði frá og með sjöunda degi. I fjórum langtima-rannsóknum hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu, sem fengu 10 míkrógramma dagsskammt af tíótrópiumlausn til innöndunar i 4-48 vikur, komu engar marktækar aukaverkanir fram.Bráð eiturverkun vegna inntöku tiótrópíumlausnar úr rörlykjunni af vangá er ólíkleg þar sem aögengi er lítið eftir inntöku. Greiðslufyrirkomulag: B. Pakkningar og verð: 1. sept. 2008: Spiriva Respimat 2,5 míkrógrömm, innöndunarlausn; 60 úöanir (samsvarar 30 lyfjaskömmtum): 9207 kr. Handhafi markaðsleyfis: Boehringer Ingelheim Danmörku A/S, Strodamvej 52, 2100 Kobenhavn 0. Markaðssett i samstarfi við: PPzerApS, Danmörku, Lautrupvang 8,2750 Ballerup. Umboð á íslandi: Vistorhf„ Hörgatúni 2, Garðabæ. Nánari upplýsingar er aðfinna i Sérlyfjaskrá. Heimiidir: 1) Lange Petal. MedicinskKompendium2004:1331.2) Newman SPetal. Useof GammaScintigraphyto Evaluatethe Performanceof New Inhalers Journal of Aerosol Medicine 1999; 12 (supplement 1): S25-31.3) Pitcairn G. et al. Deposition of Corticosteroid Aerosol in the Human Lungs by Respimat* Soft Mist™ Inhaler Compared to Deposition by Metered Dose Inhaler or by Turbuhaler^Dry Powder Inhaler. Joumal ofAerosol Medicine2005; 18:264-272. Boehringer Ingelheim CHAMPIX®(vareniclin sem tartrat) Filmuhúðaðartöflur 0,5 mg og 1 mg. Ábendingar: Fljá fullorðnum til að hætta reykingum. Skammtar: FHefja á meðferð samkvæmt eftirfarandi áætlun: Dagur 1-3:0,5 mg einu sinni á sólarhring. Dagur 4-7: 0,5 mg tvisvar á sólarhring. Dagur 8-meðferðarloka: 1 mg tvisvar á sólarhring. Heildartími meðferðar er 12 vikur. Skert nýrnastarfsemi: Lítið til í meðallagi mikið skert nýrnastarísemi: Ekki þarf að breyta skömmtum. Alvarlega skert nýrnastarfsemi: 1 mgeinu sinni á dageftirþriggjadagaskammtaaðlögun (0,5 mgeinu sinniá dag). Skert tifrarstarfsemi: Ekki þarf að breyta skömmtum. Aldraðir. Ekki þarf að breyta skömmtum. Börn: Ekki er mælt með notkun handa börnum og unglingum yngri en 18 ára. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Aðlaga getur þurft skammta hjá sjúklingum sem samtímis nota teófýllín, warfarín og og insúlín. Varúðar þarf að gæta við meðferð sjúklinga sem eru með sögu um geðræna sjúkdóma (t.d. þunglyndi, sjúkdómurinn getur versnað við það að hætta reykingum). Greint hefur verið frá þunglyndi hjá sjúklingum sem reynt hafa að hætta reykingum, sem mjög sjaldan hefur haft í för með sérsjálfsvígshugsanirog tilraunir. Einnig hjá þeim sem hafa reynt að hætta reykingum með CHAMPIX. Engin klínisk reynsla liggur fyrir um notkun CHAMPIX hjá sjúklingum með flogaveiki. Lækninum ber að upplýsa sjúkling um að eftir að meðferð er hætt, geti maður fundið fyrir skapstyggð, reykingaþörf, svefnleysi og/eða þunglyndi. Ihuga má að hætta meðferðinni smám saman. Milliverkanir: Ekki hefur verið greint frá klínískt marktækum milliverkunum lyfja við CHAMPIX. Meðganga og brjóstagjöf: CHAMPIX á ekki að nota á meðgöngu. Ekki er vitað hvort varencilin útskilst I brjóstamjólk. Meta skal hvort vegi þyngra, ávinningurinn sem barnið hefur af brjóstagjöfinni eða ávinningurinn sem móðirin hefur af CHAMPIX meðferð, áður en ákveðið er hvort halda skuli brjóstagjöf áfram. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Champix getur haft lítil eða i meðallagi mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Á meðan á meðferðinni stendur geta sjúklingar fundið fyrir sundli og syfju. Aukaverkanir: Þegar reykingum er hætt, hvort sem það er gert með eða án lyfjameðferðar, geta komið fram ýmis einkenni, t.d. andleg vanlíðan og þunglyndi, svefnleysi, skapstyggð, kviði, einbeitingarskortur, eirðarleysi, hægur hjartsláttur, aukin matarlyst og þyngdaraukning. I klínlsku rannsóknunum var ekki aðgreint, hvort aukaverkanirnar voru vegna fráhvarfseinkenna nikótíns eða tengdust notkun viðkomandi meðferðarlyfs. í klínískum rannsóknum með Champix voru u.þ.b. 4000 sjúklingar meðhöndlaðir í allt að 1 ár. Aukaverkanirnar voru vægar eða í meðallagi slæmar og komu almennt fram á fyrstu viku meðferðar. Mjög algengar aukaverkanir (>10%): Ógleði, höfuðverkur, óeðlilegar draumfarir, svefnleysi. Algengaraukaverkanir(> 1 % og <10%): Aukin matarlyst, syfja, sundl, röskun á bragð-skyni, uppköst, hægöatregða, niðurgangur, uppþemba, magaóþægindi, meltingartruflanir, vindgangur, munnþurrkur og þreyta. Auk þess hefur sjaldan verið greint frá (>0,1% og <1%) gáttatifi og brjóstverkjum. Ofskömmtun: Veita skal stuðningsmeðferð eftir þörfum. Pakkningar og verð 1. ágúst 2008: Upphafspakkning (0,5 mg 11 stk. + 1 mg 14 stk.) 6.762 kr„ 1 mg 28 stk.: 7.574 kr„ 1 mg 56 stk.: 14.100 kr. Lyfið er lyfseðilsskylt og greiðist skv. greiðslufyrirkomulagi 0 i lyfjaverðskrá. Pfizer, einkaumboð á íslandi: Vistor hf„ Hörgatúni 2, 210 Garðabær. Samantekt um eiginleika lyfs er stytt I samræmi við reglugerð um lyfjaauglýsingar. Upplýsingar um lyfið er að finna I sérlyfjaskrá og á lyfjastofnun.is. Tilvitnanir: 1. Gonzales D et al. Varenicline, an a4Ii2 nicotinic acethylcholine receptor partial agonist, vs sustained-release bupropion and placebo for smoking cessation. A randomized controlled trial. JAMA 2006; 296(1 ):47-55. 2. Jorenby DE et al. Efficacy of varenicline, an a4íl2 nicotinic acethylcholine receptor partial agonist, vs sustained-release bupropion and placebo for smoking cessation. A randomized controlled trial. JAMA 2006; 296(1 ):56-63 3. Gonzales D et al. A pooled analysis of varenicline, an alpha 4 beta 2 nicotinic receptor partial agonist vs bupropion and placebo, for smoking cessation. Presented at 12th SRNT, 15th-18th Feb, 2006, Orlando, Florida Abstract PA9-2. 4. Coe JW, Varenicline, an a4B2 nicotinic acethylcholine receptor partial agonist for smoking cessation. J Med Chem 2005; 48:3474-3477 (side 3476). 5. CHAMPIX Samantekt á eiginleikum lyfs. LÆKNAblaðið 2008/94 713
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.