Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 45
UMRÆÐUR O G FRETTIR ÁHUGAMÁL í samvinnu við aðra. Þetta er á alla lund jákvætt og tónlistin er einfaldlega göfgandi og mannbæt- andi. Eftir að ég hóf nám í læknisfræði héldum við nokkrir félagar úr Tónlistarskólanum hóp- inn og hittumst reglulega og spiluðum saman. Þarna voru auk mín Sigurður Steinþórsson, Páll Einarsson, Leifur Benediktsson og fleiri og við kölluðum okkur upphaflega Hljómsveit Reykjavíkur sem síðar varð að Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Við fengum margt ágætisfólk til liðs við okkur, dugnaðarfólk sem hefur komið sér vel áfram í lífinu og hefur ánægju af því að spila tónlist. Hljómsveitarstjórinn okkar lengst af var Ingvar Jónasson, sonur Jónasar Tómassonar tón- skálds á ísafirði, mikið menningarfólk." Guðmundur segir að stofnun hljómsveitarinnar hafi strax beinst að því að halda tónleika. „Maður æfir ekki án þess að hafa tónleika að markmiði. Það er ómögulegt. Maður þarf kannski að vera örlítill senufíkill til að endast í þessu. Tónleikar eru hápunkturinn og oft spilar maður betur á tón- leikum en endranær. Það er dálítið gaman að velta fyrir sér uppruna orðsins „amateur", sem oftast er þýtt sem „áhugamaður", en þýðir bókstaflega sá sem hefur „ást á". Ástin og umhyggjan fyrir tónlistinni er það sem rekur okkur áhugamennina áfram og bætir stundum upp skort á tækninni. Túlkunin er mér meira virði en tæknin og ég hef til dæmis oft meiri ánægju af því að hlusta á leik- ara syngja en marga óperusöngvara því þó rödd söngvaranna sé betri er túlkunin svo miklu betri hjá leikurunum. Gamli kennarinn minn, Einar Sveinbjörnsson, sagði að ef maður hefði ekkert að segja með tónlistinni væri betra að sleppa því að spila hana. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fara á nemendatónleika. Það er einhver háski í loftinu og maður finnur svo vel hvað mikið er í húfi. Maður situr fremst á sætisbrúninni og vonar að allt gangi upp. Þetta er miklu sterkari upplifun en að heyra atvinnumann spila frægan fiðlukon- sert í fimmtugasta skipti." Forskrift frá Guarneri Nú dregur Guðmundur fram hljóðfærið sitt, dýr- indisfiðlu sem smíðuð er eftir Guarneriusarfiðlu úr völdum viði frá Bosníu. „Þetta er ekki Guarnerius en nákvæm eftirlíking af fiðlunni sem er í eigu Sinfóníuhljómsveitar íslands og Guðný Guðmundsdóttir hefur notað. Þetta er mjög gott hljóðfæri sem hljómar einstaklega vel og það er erfitt að heyra mun á þessari og fyrirmyndinni." Hann bregður fiðlunni undir hökuna og segir að þessi stelling sé orðin sér töm í gegnum árin. „Maður var kannski dálítið sérstakur sem krakki, óskaplega nærsýnn, með þykk gleraugu, smávax- inn með fiðlukassann undir hendinni. Nærsýnin var mér erfið og hafði örugglega áhrif á val mitt á sérgrein í læknisfræði. Ætli ég sé ekki nærsýnasti augnlæknir á íslandi, komst í tveggja stafa tölu, mínus tíu, á öðru auganu. Það var ýmislegt sem ég gat ekki gert vegna nærsýninnar og eflaust hefur þetta haft einhver áhrif á persónuleikann hjá mér sex ára gömlum að byrja að ganga með gleraugu. Þetta er auðvitað efni í eineltismódel en það varð það aldrei í mínu tilfelli. Kannski beit það ekkert á mig. Fyrir átta árum fór ég fyrstur augnlækna í laser- aðgerð á augum sem tókst einstaklega vel og þá opnaðist mér bókstaflega nýr heimur. Ég get ekki lýst því hvað það er dásamleg upplifun að geta farið út í rigningu og látið rigna í augun á sér, eða farið í sund og séð eitthvað frá sér. Þegar ég var ungur langaði mig til að læra flug. Það var ekki hægt vegna nærsýninnar. Nú hef ég látið þennan draum rætast og verið að fljúga nokkur undan- farin ár. Það er rosalega gaman og gefur manni mikið að láta æskudraumana rætast á þennan hátt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.