Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 39
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR ÍÞRÓTTALÆKNINGAR „Myndina afmér tók Snorri Steinn Guðjónsson, rétt þar sem við komum niður afMúrnum, en ég veit ekkifyrir hvað áletrunin stendur." mennina og vita hvað hverjum og einum hentar best. „Ég er búinn að vera læknir handboltalands- liðsins meira og minna í 18 ár og þekki þá bæði utan og innan ef svo má segja. Það skiptir leik- mennina líka máli að þekkja lækninn og þetta er flókið og persónulegt samspil." Ganga leikmenn ofnærri sér í keppni sem þessari? „Nei, þeir gera það í rauninni ekki en að sjálf- sögðu leyfa menn sér meira í svona keppni. Þeir ætla ekki að missa af úrslitaleik útaf meiðslum. Þeir geta bitið á jaxlinn og vita að þeir fá nokkurra daga frí eftir mótið og geta þá jafnað sig." Þú stendur í ekki þeim sporum að ráðleggja leik- mönnum að hvíla sig en þeir bíta á jaxlinn og segjast ætla að spila. „Nei, ég er mjög meðvirkur í þessu og reyni að lenda ekki í mótsögn við neinn í hópnum. Þetta er líka samvinna og samráð allra í hópnum. Við ráðum ráðum okkar, leikmaður, þjálfari, sjúkra- þjálfari, sjúkranuddari og læknir. Það tengjast mjög margir svona ákvarðanatöku og það er nán- ast alltaf hægt að gera eitthvað. Þetta eru auðvitað allt aðrar aðstæður en áhugamenn í íþróttum þekkja. Þarna erum við allan sólarhringinn með leikmenn undir eftirliti og það er heilmikið hægt að gera á milli leikja, mikill tími sem hægt er að nýta til lækninga og þjálfunar sem aðrir hafa hreinlega ekki. Það var bara einn leikmaður sem missti einn leik og í móti af þessum styrk verður það að teljast nánast kraftaverk. Það varð enginn veikur sem er líka mikils virði því magapest og hálsbólga situr í mönnum í marga daga og þeir verða slappir og þreyttir. Þetta gerðist ekki hjá okkur í þessu móti heldur voru menn frískir og hraustir allan tímann. Það skiptir gríðarlegu máli." Unglingar þurfa sérstaka athygli í starfi sínu á Landspítalanum fær Brynjólfur marga til sín sem stundað hafa íþróttir og hafa sumir átt við þrálát meiðsli að stríða. „Það verður að segjast eins og er að í gegnum tíðina hafa marg- ir íþróttamenn ekki fengið viðeigandi læknisþjón- ustu. Astæðurnar geta verið ýmsar, þeir hafa kannski ekki sótt sér þjónustuna, ekki fengið hana eða hún hreinlega ekki verið fyrir hendi. Islensku íþróttafélögin eru frekar illa sett hvað varðar lækn- isþjónustu. Það er erfitt fyrir unglinga að komast að hjá sérfræðingum nema eitthvað mikið liggi við. Það þarf líka að taka tillit til líkamlegs þroska unglinga í þjálfuninni. 15-16 ára strákar í hand- boltanum þurfa fjölbreytta líkamlega þjálfim með hæfilegu álagi til að byggja upp stoðkerfið. Það er ekki nóg að æfa þá í boltameðferð og leikkerfum. Strákar sem eru fljótir að taka út vöxt, orðnir stórir og sterkir, þurfa oft sérstaka þjálfun, bæði andlega og líkamlega. Þeir eru kannski klaufskir á þessum aldri og fá ekki að vera með af þeim sökum. Þeir gefast upp og hætta. Þetta er mjög slæmt því menn eru oft seinþroska í handboltanum og stóru strák- LÆKNAblaðið 2008/94 687
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.