Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 53
Meðlimir FÍFL á toppi
Signalkuppe í 4559 m hæð,
f.v. Orri Einarsson, Tómas
Guðbjartsson, Engilbert
Sigurðsson og Magnús
Gottfreðsson. I bakgrunni
Lyskamm og Mont Blanc.
Ljósmynd:
Armin Fischer.
í ágúst síðastliðnum tóku nokkrir læknar úr Félagi
íslenskra fjallalækna (FÍFL) þátt í vísindaleiðangri
ásamt nokkrum læknum við háskólasjúkrahúsið í
Lundi. Tilgangurinn var að rannsaka háfjallaveiki
á næsthæsta fjalli Alpanna, Monte Rosa (4634 m).
Leiðangursmenn voru níu talsins, þrír sænskir
læknar, tveir leiðsögumenn og fjórir meðlimir
FÍFL, þeir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdóma-
Per Ederoth tekur blóðsýni
úr Ingvar Syk í Margaretha
skálanum í 4559 m hæð.
læknir, Engilbert Sigurðsson geðlæknir, Tómas
Guðbjartsson skurðlæknir og Orri Einarsson rönt-
genlæknir.
Leiðangurinn var styrktur af 66° N og Actavis
og hófst undirbúningur fyrir rúmu ári. Fram-
kvæmd voru taugasálfræðipróf í mismunandi
hæð, m.a. í Margaretha Hut sem stendur hæstur
fjallaskála í Ölpunum á bjargbrún Signalkuppe
(4559 m). I skálanum er ágæt aðstaða til rannsókna
og hafa fjölmargar rannsóknir á hæðarveiki verið
gerðar þar. Skráð voru hugsanleg einkenni há-
fjallaveiki í 2865 m hæð, 3665
og 4559. Stuðst var við svo-
kallaðan Lake Louis staðal.
Mæld var súrefnismettun í
blóði, púls og loftþrýstingur.
Loks voru teknar blóðprufur
en ensímið S-100 verður mælt
í sermi, en það losnar við
súrefnisskort í heila- og tauga-
vef. Þetta ensím hefur m.a.
verið notað til að spá fyrir um
horfur sjúklinga með blóðþurrð í heila. Er vonast til
að niðurstöður liggi fyrir innan nokkurra vikna en
S-100 mælingar hafa ekki áður verið gerðar vegna
hæðarveiki.
Leiðangurinn tókst vel enda voru aðstæður
til göngu og rannsókna góðar. Allir náðu á
tindinn Signalkuppe. Að loknum rann-
sóknum voru lagðir að baki nálægir tindar, Zum-
steinspitze (4563 m) og Parrotspitze (4436 m).
Alvarleg háfjallaveiki kom ekki fram hjá neinum
leiðangursmanna en einn Svíartna fann fyrir mátt-
leysi og höfuðverk. Allir fundu fyrir svefntrufl-
unum, flestir þegar í 2865 m hæð.
Leiðangursmenn héldu til í ítalska smábænum
Alagna (1155 m) við rætur Monte Rosa. Tveir dagar
voru nýttir til hæðaraðlögunar en hún fólst í því að
ganga upp í 3000 m hæð, sofa þar yfir nótt og halda
síðan aftur niður til Alagna. Gangan á tindinn tók
tvo daga og var gist í 3700 m hæð á leiðinni upp.
Síðasti hluti göngunnar hófst að næturlagi og var
tindinum náð árla morguns. Klukkutíma áður urðu
leiðangursmenn vitni að stórfenglegri sólarupprás.
Á tindinum var ógleymanlegt útsýni, og skörtuðu
fjöllin Gran Paradiso, Mont Blanc, Matterhom og
Jungfrau sínu fegursta.
Texti og myndir:
Tómas Guðbjartsson
og Engilbert Sigurðsson
LÆKNAblaðið 2008/94 701