Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 53
Meðlimir FÍFL á toppi Signalkuppe í 4559 m hæð, f.v. Orri Einarsson, Tómas Guðbjartsson, Engilbert Sigurðsson og Magnús Gottfreðsson. I bakgrunni Lyskamm og Mont Blanc. Ljósmynd: Armin Fischer. í ágúst síðastliðnum tóku nokkrir læknar úr Félagi íslenskra fjallalækna (FÍFL) þátt í vísindaleiðangri ásamt nokkrum læknum við háskólasjúkrahúsið í Lundi. Tilgangurinn var að rannsaka háfjallaveiki á næsthæsta fjalli Alpanna, Monte Rosa (4634 m). Leiðangursmenn voru níu talsins, þrír sænskir læknar, tveir leiðsögumenn og fjórir meðlimir FÍFL, þeir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdóma- Per Ederoth tekur blóðsýni úr Ingvar Syk í Margaretha skálanum í 4559 m hæð. læknir, Engilbert Sigurðsson geðlæknir, Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Orri Einarsson rönt- genlæknir. Leiðangurinn var styrktur af 66° N og Actavis og hófst undirbúningur fyrir rúmu ári. Fram- kvæmd voru taugasálfræðipróf í mismunandi hæð, m.a. í Margaretha Hut sem stendur hæstur fjallaskála í Ölpunum á bjargbrún Signalkuppe (4559 m). I skálanum er ágæt aðstaða til rannsókna og hafa fjölmargar rannsóknir á hæðarveiki verið gerðar þar. Skráð voru hugsanleg einkenni há- fjallaveiki í 2865 m hæð, 3665 og 4559. Stuðst var við svo- kallaðan Lake Louis staðal. Mæld var súrefnismettun í blóði, púls og loftþrýstingur. Loks voru teknar blóðprufur en ensímið S-100 verður mælt í sermi, en það losnar við súrefnisskort í heila- og tauga- vef. Þetta ensím hefur m.a. verið notað til að spá fyrir um horfur sjúklinga með blóðþurrð í heila. Er vonast til að niðurstöður liggi fyrir innan nokkurra vikna en S-100 mælingar hafa ekki áður verið gerðar vegna hæðarveiki. Leiðangurinn tókst vel enda voru aðstæður til göngu og rannsókna góðar. Allir náðu á tindinn Signalkuppe. Að loknum rann- sóknum voru lagðir að baki nálægir tindar, Zum- steinspitze (4563 m) og Parrotspitze (4436 m). Alvarleg háfjallaveiki kom ekki fram hjá neinum leiðangursmanna en einn Svíartna fann fyrir mátt- leysi og höfuðverk. Allir fundu fyrir svefntrufl- unum, flestir þegar í 2865 m hæð. Leiðangursmenn héldu til í ítalska smábænum Alagna (1155 m) við rætur Monte Rosa. Tveir dagar voru nýttir til hæðaraðlögunar en hún fólst í því að ganga upp í 3000 m hæð, sofa þar yfir nótt og halda síðan aftur niður til Alagna. Gangan á tindinn tók tvo daga og var gist í 3700 m hæð á leiðinni upp. Síðasti hluti göngunnar hófst að næturlagi og var tindinum náð árla morguns. Klukkutíma áður urðu leiðangursmenn vitni að stórfenglegri sólarupprás. Á tindinum var ógleymanlegt útsýni, og skörtuðu fjöllin Gran Paradiso, Mont Blanc, Matterhom og Jungfrau sínu fegursta. Texti og myndir: Tómas Guðbjartsson og Engilbert Sigurðsson LÆKNAblaðið 2008/94 701
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.