Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 12
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla I. Þverskurðarrannsókn á btóðsykurstjórnun íslenskra barna með tegund 1 sykursýki, fytgt eftir á Barnaspftala Hringsins. Rannsóknin vargerð á tfmabilinu 15. mars -14. jútí 2004. Allir Drengir Stúlkur Fjöldi (n) 83 43 40 Aldur (ár) 13,26 ± 3,78 13,52 ± 3,91 12,99 ± 3,65 Tímalengd DM (ár) 4,04 ± 2,68 3,67 ± 2,43 4,44 ± 2,90 BMI (kg/m2) 20,90 ± 3,85 21,28 ± 4,03 20,46 ± 3,71 HbAlc (%) 8,18 ± 1,31 8,08 ± 1,29 8,30 ± 1,33 Insúlínskammtur. (IU/kg/24klst) 0,81 ± 0,32 0,80 ± 0,31 0,82 ± 0,35 BMI= Body Mass Index, líkamsþyngdarstuðull. HbAlc (%) Mynd 1. Dreifing HbAlc hjá 83 börnum og unglingum með tegund 1 sykursýki,fylgt eftir á Barnaspítala Hringsins. Svartar súlur, drengir; doppóttar súlur, stúlkur. Efniviður og aðferðir Leyfi og þátttakendur Fengin voru tilskilin leyfi hjá Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og lækningaforstjóra Landspítala. Þverskurðarúrtak var tekið úr gagnagrunni á tímabilinu 15. mars 2004 til 14. júlí 2004. Aðeins síðasta heimsóknin á tímabilinu var skráð fyrir Mynd 2. Meðalgildi HbAlc (%) hjá börnum og unglingum með tegund 1 sykursýkifylgt eftir á Barnaspítala Hringsins. Enginn tölfræðilegur munur var á HbAlc hjá drengjum og stúlkum (p=0,46). hvern einstakling. Af 98 börnum sem greindust með sykursýki eftir 1. janúar 1994 og fylgt var eftir á göngudeild uppfylltu 83 böm skilyrði fyrir þátttöku, 43 drengir og 40 stúlkur. Þrír eru í virkri meðferð á Akureyri, eitt barn var útilokað vegna þess að niðurstöður þess innihéldu einungis grein- ingardag og 11 börn komu ekki til skoðunar á rannsóknartímabilinu. Meðhöndlun gagna og tölfræðigreining Upplýsingar um aldur þátttakenda, kyn, tíma- lengd frá greiningu sjúkdóms, insúlínskammta, fall á blóðsykri og HbAlc voru skráðar. Niðurstöður eru gefnar upp sem meðalgildi ± (SD) (staðalfrávik). Aldur og tímalengd frá grein- ingu sjúkdóms er reiknað í árum. HbAlc gildi voru mæld með DCA 2000® + Analyzer (Bayer Inc., Tarrytown, NY, USA) (13). Rannsóknaraðferðin er byggð á „latex immunoagglutination inhibition method" og vikmörk „interassay coefficient of variation (CV)" á mælitækinu eru 4%. Insúlínskammtar eru gefnir upp sem einingar/ kg/sólarhring. Líkamsþyngdarstuðull (BMI, Body Mass Index) var reiknaður með eftirfarandi hætti: þyngd (kg)/hæð (m2). Fall á blóðsykri var skil- greint sem meðvitundarskerðing eða krampi. Tölfræðilegir útreikningar voru gerðir með STATGRAPHICS Plus for Windows 3,0 og töl- fræðilegur samanburður milli hópa var gerður með samanburði á hlutföllum eða t-prófi eftir því sem við átti. Marktækur munur var skilgreindur sem p<0,05. Niðurstöður Sjúklingar í úrtakinu voru 83 böm (43 drengir) og meðal- aldur var 13,3 ± 3,78 (miðgildi 13,3 og spönn 3,8- 19,8) ár. Aðeins 1,2% barnanna voru yngri en 6 ára og stór hluti, eða 41,0%, voru 15 ára eða eldri. í úrtakinu voru 33 sjúklingar meðhöndlaðir með insúlín glargine (Lantus®) og 50 með NPH insúl- íni. Samantekt upplýsinga um sjúklinga og insúl- ínskammta er að finna í töflu I. HbAlc Dreifing á HbAlc gildum er sýnd á mynd 1. Flestir sjúklinganna reyndust hafa HbAlc á bilinu 7-9%. Hæsta gildi HbAlc mældist hjá stúlku (11,4%) og lægsta gildið hjá dreng (4,9%). Hlutfall sjúklinga í mismunandi aldurshópum með HbAlc lægra en 8,0% var 65% bama 5-9 ára, 45% barna 10-14 ára og 24% unglinga 15-18 ára. Meðalgildi HbAlc var 8,2 ± 1,31% fyrir allan sjúklingahópinn (mynd 2). Stúlkur voru með að- eins hærra HbAlc gildi en drengir, eða 8,3 + 1,33% 660 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.