Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 12

Læknablaðið - 15.10.2008, Side 12
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla I. Þverskurðarrannsókn á btóðsykurstjórnun íslenskra barna með tegund 1 sykursýki, fytgt eftir á Barnaspftala Hringsins. Rannsóknin vargerð á tfmabilinu 15. mars -14. jútí 2004. Allir Drengir Stúlkur Fjöldi (n) 83 43 40 Aldur (ár) 13,26 ± 3,78 13,52 ± 3,91 12,99 ± 3,65 Tímalengd DM (ár) 4,04 ± 2,68 3,67 ± 2,43 4,44 ± 2,90 BMI (kg/m2) 20,90 ± 3,85 21,28 ± 4,03 20,46 ± 3,71 HbAlc (%) 8,18 ± 1,31 8,08 ± 1,29 8,30 ± 1,33 Insúlínskammtur. (IU/kg/24klst) 0,81 ± 0,32 0,80 ± 0,31 0,82 ± 0,35 BMI= Body Mass Index, líkamsþyngdarstuðull. HbAlc (%) Mynd 1. Dreifing HbAlc hjá 83 börnum og unglingum með tegund 1 sykursýki,fylgt eftir á Barnaspítala Hringsins. Svartar súlur, drengir; doppóttar súlur, stúlkur. Efniviður og aðferðir Leyfi og þátttakendur Fengin voru tilskilin leyfi hjá Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og lækningaforstjóra Landspítala. Þverskurðarúrtak var tekið úr gagnagrunni á tímabilinu 15. mars 2004 til 14. júlí 2004. Aðeins síðasta heimsóknin á tímabilinu var skráð fyrir Mynd 2. Meðalgildi HbAlc (%) hjá börnum og unglingum með tegund 1 sykursýkifylgt eftir á Barnaspítala Hringsins. Enginn tölfræðilegur munur var á HbAlc hjá drengjum og stúlkum (p=0,46). hvern einstakling. Af 98 börnum sem greindust með sykursýki eftir 1. janúar 1994 og fylgt var eftir á göngudeild uppfylltu 83 böm skilyrði fyrir þátttöku, 43 drengir og 40 stúlkur. Þrír eru í virkri meðferð á Akureyri, eitt barn var útilokað vegna þess að niðurstöður þess innihéldu einungis grein- ingardag og 11 börn komu ekki til skoðunar á rannsóknartímabilinu. Meðhöndlun gagna og tölfræðigreining Upplýsingar um aldur þátttakenda, kyn, tíma- lengd frá greiningu sjúkdóms, insúlínskammta, fall á blóðsykri og HbAlc voru skráðar. Niðurstöður eru gefnar upp sem meðalgildi ± (SD) (staðalfrávik). Aldur og tímalengd frá grein- ingu sjúkdóms er reiknað í árum. HbAlc gildi voru mæld með DCA 2000® + Analyzer (Bayer Inc., Tarrytown, NY, USA) (13). Rannsóknaraðferðin er byggð á „latex immunoagglutination inhibition method" og vikmörk „interassay coefficient of variation (CV)" á mælitækinu eru 4%. Insúlínskammtar eru gefnir upp sem einingar/ kg/sólarhring. Líkamsþyngdarstuðull (BMI, Body Mass Index) var reiknaður með eftirfarandi hætti: þyngd (kg)/hæð (m2). Fall á blóðsykri var skil- greint sem meðvitundarskerðing eða krampi. Tölfræðilegir útreikningar voru gerðir með STATGRAPHICS Plus for Windows 3,0 og töl- fræðilegur samanburður milli hópa var gerður með samanburði á hlutföllum eða t-prófi eftir því sem við átti. Marktækur munur var skilgreindur sem p<0,05. Niðurstöður Sjúklingar í úrtakinu voru 83 böm (43 drengir) og meðal- aldur var 13,3 ± 3,78 (miðgildi 13,3 og spönn 3,8- 19,8) ár. Aðeins 1,2% barnanna voru yngri en 6 ára og stór hluti, eða 41,0%, voru 15 ára eða eldri. í úrtakinu voru 33 sjúklingar meðhöndlaðir með insúlín glargine (Lantus®) og 50 með NPH insúl- íni. Samantekt upplýsinga um sjúklinga og insúl- ínskammta er að finna í töflu I. HbAlc Dreifing á HbAlc gildum er sýnd á mynd 1. Flestir sjúklinganna reyndust hafa HbAlc á bilinu 7-9%. Hæsta gildi HbAlc mældist hjá stúlku (11,4%) og lægsta gildið hjá dreng (4,9%). Hlutfall sjúklinga í mismunandi aldurshópum með HbAlc lægra en 8,0% var 65% bama 5-9 ára, 45% barna 10-14 ára og 24% unglinga 15-18 ára. Meðalgildi HbAlc var 8,2 ± 1,31% fyrir allan sjúklingahópinn (mynd 2). Stúlkur voru með að- eins hærra HbAlc gildi en drengir, eða 8,3 + 1,33% 660 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.