Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 34
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR FÉLAG UNGRA LÆKNA Konur hafa ráðin í hendi sér Sigrún Perla Böðvarsdóttir tók við formennsku í Félagi ungra lækna, FUL, í sumar er þáverandi formaður, Ragnar Freyr Ingvarsson, hvarf af landi brott til framhaldsnáms og brúaði hún bilið fram að nýaf- stöðnum aðalfundi 18. september sl. Nýr formaður var kjörin Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir. Sigrún Perla segir að það hafi ekki komið til álita af sinni hálfu að gefa kost á sér til formennskunnar en hún hefur setið í samninganefnd Læknafélags Islands fyrir hönd unglækna og er því öllum hnútum kunnug frá átökum sumarsins þegar samningar voru felldir í lok júlí. Sigrún Perla segist ætla að sitja áfram í samn- inganefnd fyrir hönd unglækna enda mikilvægt að reynslan af samningaviðræðum sumarsins nýt- ist við samningagerð á næstu mánuðum. „Eg er búin að vera í samninganefnd frá því í fyrravetur ásamt Bjarna Þór Eyvindssyni sem nú er farinn utan til framhaldsnáms og við tókum þátt í undirbúningsvinnu samninganefndar LÍ áður en sest var að borðinu með samninganefnd ríkisins. Þegar nefndin gaf okkur loks færi á að hittast á samningafundi var strax ljóst að það var ekki mikið í boði. Það voru fyrstu vonbrigðin en einnig dróst samningaferlið á langinn vegna þess að samninganefnd ríkisins vildi ekki hitta okkur fyrr en búið var að semja við ýmsa aðra hópa. Þetta varð til þess að erfitt reyndist að halda sarnn- inganefnd LI saman þar sem fólk var búið að gera alls kyns ráðstafanir í sambandi við sumarfrí og þegar loks kom að því að samningur lá á borðinu þá vorum við Bjarni bæði fjarverandi. Okkur var strax ljóst að þetta væri samningur sem unglæknar ættu erfitt með að sætta sig við en ég get ekki svarað því hvort ég hefði skrifað undir hann ef ég hefði verið á staðnum. En það var augljóst að unglæknar hefðu með þessum samningi fengið minna í sinn hlut en ríkið bauð strax í upphafi, en þar var boðið upp á fasta krónutöluhækkun sem hefði þýtt mesta prósentuhækkun fyrir þá sem eru með lægstu launin." Laun lækna almennt ekki góð Sigrún Perla segir mikilvægt að hafa í huga að við síðustu kjarasamningagerð hafi hlutur unglækna Hávar verið verulega bættur og samninganefnd LÍ hafi Sigurjónsson í undirbúningsvinnu sinni í vor lagt upp með að unglæknar héldu fengnum hlut. „Unglæknar voru hins vegar fljótir að sjá að þeir hefðu fengið töluvert minna út úr þeim samningi sem samn- inganefnd LI skrifaði undir í sumar en samn- inganefnd ríkisins bauð í vor. Það olli verulegri óánægju. Ég hef hins vegar ekki legið á þeirri skoðun minni á samningafundum að unglæknum finnast laun lækna almennt ekki góð miðað við þá menntun og vinnu sem liggur að baki. Unglæknar eru því ekki eingöngu að mótmæla launakjörum sínum í núverandi stöðu heldur einnig launakjör- um sérfræðinga og horfa þá til þess að einhvern tíma verða flestir unglæknar sérfræðingar." Óánægja unglækna með samninginn fór ekki framhjá neinum sem fylgdist með í sumar og fjöl- miðlar tóku málið óspart upp enda kannski á þeim árstíma þegar lítið er um „harðar" fréttir. „Eflaust hefur áhugi fjölmiðla ýtt enn frekar undir óánægju unglækna en ég er þó fullviss um að óánægjan var orðin það mikil að ekki hefði breytt neinu um niðurstöðu kosningarinnar þó minna hefði verið fjallað um málið í fjölmiðlum." Eflaust hafa einhverjir velt því fyrir sér hvort betur færi að unglæknar semdu sérstaklega við ríkisvaldið en þá er skemmst að minnast þess að fyrir sex árum klauf FUL sig frá Læknafélagi Islands og óskaði eftir því að fá sérsamning við ríkið. „Það mál fór fyrir Félagsdóm og úrskurður hans var sá að það væri ekki leyfilegt að semja sérstaklega við unglækna og við gengum því aftur til samstarfs við LÍ árið 2003. Á þeim tíma sem lið- inn er hefur unglæknasamfélagið breyst talsvert. Okkur hefur fjölgað í félaginu og það stafar fyrst og fremst af því að unglæknar eru lengur heima eftir læknanámið en áður enda geta þeir tekið fyrrihluta af ýmsum sérgreinum hér áður en farið er utan til að ljúka þeim og sumar greinar er hægt að taka að fullu heima. Árgangarnir eru einnig stærri, bæði úr læknadeild HÍ og unglæknar sem koma heim eftir grunnnám erlendis. Það hefur verið rætt hvort við ættum í ljósi þessarar fjölg- unar að taka aftur upp þráðinn um að semja sér við ríkið. Þær umræður eru alls ekki komnar lengra en á hugmyndastigið og álit Gunnars Ármannssonar lögfræðings og framkvæmdastjóra LI er að það sé ekki skynsamlegt fyrir unglækna að semja sérstaklega." 682 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.