Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 42
IUMRÆÐUR O G FRÉTTIR ÁHUGAMÁL Þarf að koma frá hjartanu „Ég byrjaði seint að læra á fiðlu miðað við það sem tíðkast í dag. Ég var ellefu ára. Ég var reyndar búinn að vera í Barnamúsíkskólanum og læra á blokkflautu og píanó og var því með ágætan undirbún- ing," segir Guðmundur Viggósson augnlæknir og forstöðumaður Sjónstöðvar Islands þegar ég er sestur inn á stofu hans í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Guðmundur er tónlistarmaður fram í fingurgóma í bókstaflegri merkingu því hann hefur ávallt leik- ið á fiðlu sína og haft tónlistina allt um kring, hún er hans helsta ef ekki eina áhugamál. „Ég spila ekki golf og fer ekki í laxveiði, en ég hef gaman af folfi." Folf, eflaust hvá fleiri en blaðamaður við þetta orð. „Folf er íþrótt sem leikin er samkvæmt svipuðum reglum og golf en í stað kúlu er notaður frisbídiskur og endamarkið á hverri braut er karfa ekki ósvipuð körfuboltakörfu. Þetta er skemmtileg íþrótt. Það er ágætur völlur upp í Gufunesi." Varstu aldrei að hugsa um að verða atvinnutónlist- armaður? „Það hvarflaði kannski að mér en innst inni vissi ég að ég var ekki nógu góður. Það var heil- mikill samanburður og samkeppni í gangi á milli okkar nemendanna. Fyrsti kennarinn minn í Tónlistarskólanum var Einar Sveinbjömsson og síðan fór ég til Björns Ólafssonar konsertmeistara og náfrænda míns en það voru nemendur með mér eins og Guðný Guðmundsdóttir sem vom í algjörum sérflokki og maður hafði því sam- anburðinn. Hún var uppáhaldsnemandi Björns og ég var alltaf í næsta tíma á eftir henni. Björn frændi hélt henni oft langt inn í minn tíma og þá sat ég bara og hlustaði, nokkurs konar masterclass. Það hjálpaði til við að taka ákvörðun um framtíðina. Ég fann líka á skrokknum á mér að ég hafði hrein- lega ekki nægilega góða tækni til að hafa úthald í fiðluleikinn. Ég fór og hlustaði á rússneska einleik- arann Repin leika fiðlukonsert Tsjækovskís með Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum um dag- inn. Hann renndi sér í gegnum konsertinn án þess að sæist svitaperla á honum. Ef ég ætti að spila Hávar ejna blaðsíðu af þessu væri ég algjörlega að nið- Sigurjónsson urlotum kominn. Þetta er munurinn. Þeir sem eru flinkir í einhverju vinnst það svo áreynslulaust. Ég var farinn finna fyrir ýmsum álagseinkennum lík- amlega, slæmur í hálsinum og bakinu og það var því niðurstaðan að ég lagði tónlistarnámið á hill- una við stúdentspróf og hóf nám í læknisfræði." Guðmundur segist alltaf hafa litið á sig sem handverksmann. „Karlmennirnir í minni fjöl- skyldu eru ýmist skurðlæknar eða úrsmiðir. Föðurbróðir minn og tveir synir hans eru úrsmiðir og þegar ég var strákur fékk ég ónýtar klukkur og gerði við þær eða smíðaði eitthvað annað úr þeim, upptrekkta bíla og þess háttar dót. Ég lagði síðan fyrir mig augnskurðlækningar og hef sérhæft mig í barnaaugnskurðlækningum. Ég hef stöðuga hönd og fínvinna hentar mér því vel." Enga dægurtónlist! A æskuheimili Guðmundar giltu strangar reglur um hvers konar tónlist var hlustað á. „Pabbi var ansi strangur í tónlistaruppeldi okkar systkinanna. Hann leyfði okkur ekki að hlusta á hvað sem er. Ef Lög unga fólksins voru í útvarpinu þá var bara slökkt á tækinu. Hann var sanntrúaður á gildi æðri tónlistar og fannst það hreinlega mannskemmandi að hlusta á dæg- urlög. Ellefu ára gamall fékk ég í afmælisgjöf tvær rússneskar hljómplötur, með fiðluleik Davids Oystrachs. Á annarri plötunni var fiðlukonsert Dvoraks og á hinni fiðlukonsert Síbelíusar. Ég var mjög óánægður með þessa afmælisgjöf og fannst þetta ekki eiga við mig ellefu ára gamlan. Ég fór samt að hlusta og nú eru þetta uppáhaldsverkin mín og vissulega hef ég gert mér grein fyrir gildi þess að ala böm upp á þennan hátt. Þetta er eins konar prógrammering." Hefurðu veriðsvona strangur viðþín eigin börn? „Nei, það er langt frá því! En pabbi vildi okkur öllum vel og hann hafði ekki mikla peninga handa á milli en alltaf þegar stórir tónleikar voru í bænum þá keypti hann 20-30 miða og bauð allri stórfjöl- skyldunni. Það em sérstakar minningar tengdar því að sitja sem barn og unglingur og hlusta á Mattheusarpassíuna í fjóra klukkutíma! Pabbi vildi frelsa fólk og stundaði eins konar trúboð í tónlistinni. Allir áttu að hlusta á góða tónlist. Hann 690 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.