Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2008, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.10.2008, Qupperneq 43
U M R Æ Ð 1) R O G Á H F R É T T I R U G A M Á L Fiðlan sem Guðmundur heldur á er nákvæm eftirlík- ing af Guarneriusfiðlunni sem er í eigu Sinfóníunnar. var fastur áskrifandi að Kammermúsíkklúbbnum og ég fór með honum frá blautu barnsbeini og hlustaði á æðri músíkina. Auðvitað hefur þetta sitt að segja en ég segi nú sjálfur að músík er músík og það kemur oft ekki í ljós fyrr en síðar hvað endist og hvað ekki. Sjálfur er ég alæta á tónlist og hlusta mikið meðan ég er að vinna. Síbyljan er hins vegar mjög þreytandi og stundum er þögnin gulls ígildi." Faðir Guðmundar, Viggó Tryggvason, var bróðir Nínu myndlistarkonu og að Guðmundi standa sterkir stofnar listamanna í báðar ættir. Langamma hans var Theódóra Thoroddsen og fjölskyldan lifði og hrærðist í tónlist, myndlist og bókmenntum. „Við Einar Thoroddsen erum syst- kinasynir og hittumst stundum í byrjun sumars og spilum saman Vorsónötuna eftir Beethoven. Það finnst okkur tilheyra." „Pabbi var meðleikari mirrn en hann var ágætur píanóleikari. Við þræluðumst saman í gegnum allar tónbókmenntimar. Hann gaf ekkert eftir. Það var ráðist á fiðlusónötur allra helstu snillinganna og konsertana líka, á hálfgerðu hundavaði auðvit- að, en þetta var skemmtilegt en þrælerfitt stund- um. Ef ég kvartaði og sagðist vera orðinn þreyttur lét hann mig syngja. Við fómm í gegnum alla ljóðasöngva Schuberts og þó ég hafi litla söngrödd þá var þetta góð æfing. Fiðlan og mannsröddin em mjög lík því í báðum tilfellum býr maður til tóninn og tónlist snýst fyrst og síðast um túlkun tilfinninga og að koma þeim til skila. Það er engin músík nema hún komi frá hjartanu. Þetta voru gagnlegar æfingar hjá okkur feðg- unum. Við höfum reyndar spilað saman vikulega allar götur síðan, alltaf á laugardögum, þó núna spili faðir minn ekki lengur á píanóið vegna sjón- depru, orðinn 91 árs gamall." Túlkun mikilvægari tækninni „Það var mikil vinna að stunda tónlistarnám með hefðbundinni skólagöngu þegar ég var krakki og unglingur. Eg bjó í Vesturbænum og sótti tíma daglega í Tónlistarskólann sem var í Skipholtinu, þar sem Tónabíó var síðar og nú er bingósalur; pabbi átti aldrei bíl og ég fór því ýmist gangandi eða í strætó. Svo þurfti ég að æfa mig á hljóðfærið þrjá klukkutíma á dag. Það fór allur tími manns í þetta og ég tók engan þátt í félagslífi í menntaskól- anum (MR) af þessum sökum." Fannst þér þetta súrt í broti? Fannst þér þú vera að missa af einhverju? „Nei, alls ekki. Þetta var bara allt annar heimur sem ég hrærðist í en skólafélagarnir í MR. Þeir töluðu um skemmtanir og mér fannst gaman að hlusta á þá en ég var bara í allt öðrum heimi. Mér gekk hins vegar ágætlega í skólanum og það er nú yfirleitt þannig að unglingar sem hafa mikið að gera standa sig yfirleitt vel í námi. Maður verður að temja sér aga og skipulögð vinnubrögð og það skilar sér." Guðmundur segist ekki efast um hversu gagn- legt tónlistarnám er ungu fólki. „Þetta krefst aga og úthalds og samspil með öðrum þjálfar mann LÆKNAblaðið 2008/94 691
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.