Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 21
____________FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI OG YFIRLIT kenna og í sumum tilvikum greinast skemmdir ekki fyrr en eftir eina til tvær vikur (33). í tilviki sjúklingsins sem hér er fjallað um voru segulóm- myndir af heila sem teknar voru á áttunda degi innlagnar metnar eðlilegar en við nánari rýni má greina vægar segulskærar breytingar í rófukjarna beggja vegna. Svokölluð flæðisegulómmyndun (diffusion-weighted magnetic resonance imag- ing) kann að vera næmari en hefðbundin seg- ulómmyndun við greiningu afmýlingarskemmda (34) og hefði hugsanlega leitt til uppgötvunar os- mósuafmýlingar strax á áttunda degi en sú tækni var ekki fyrir hendi á Landspítala á þessum tíma. Ráðlegt er að framkvæma segulómmyndun sem fyrst ef einkenni vekja grun um osmósuafmýling- arheilkenni en þótt sjúklegar breytingar greinist ekki útilokar það ekki afmýlingarskemmdir og getur því verið ástæða til að endurtaka rannsókn- ina eftir eina eða tvær vikur. Ekki er völ á sértækri meðferð við osmósuafmýlingarheilkenni og því eingöngu um að ræða almenna stuðningsmeð- ferð. Útkoman er breytileg og fer eftir alvarleika. Rannsókn (8) sem gerð var fyrir rúmum áratug sýndi að meðal 34 sjúklinga með osmósuafmýl- ingarheilkenni létust tveir, og af þeim 32 sem lifðu náði þriðjungur fullum bata, þriðjungur hlaut varanlega fötlun en gat lifað sjálfstæðu lífi og þriðjungur þurfti vistun á hjúkrunarstofnun. Líklega hefur stuðningsmeðferð batnað auk þess sem vægari tilfelli greinast í auknum mæli. Flestir sjúklingar sem lifa af eru líklegir til að þurfa lang- varandi og umfangsmikla endurhæfingarmeðferð eins og var raunin hjá okkar sjúklingi. I ljósi þess hve afleiðingar afmýlingarskemmda geta verið alvarlegar er afar brýnt að ávallt sé leitast við að fyrirbyggja myndun þeirra með því að fara varlega við meðferð blóðnatríumlækkunar. Þó verður ætíð að bregðast skjótt við ef natríum- lækkunin er bráð og einkenni eru alvarleg vegna hættu á heilaskaða og jafnvel dauða af völdum heilabjúgs (35). Þessi sjónarmið stangast að vissu leyti á og því getur svæsin blóðnatríumlækkun verið afar erfið viðureignar (36). Meðferðina þarf að sníða að þörfum sérhvers sjúklings. í flest- um tilfellum er tímalengd blóðnatríumlækkunar óþekkt og því verður að byggja á alvarleika ein- kenna. Klínískar aðstæður geta hjálpað því bráð blóðnatríumlækkun sést einkum meðal sjúklinga á sjúkrahúsi, einkum eftir skurðaðgerðir (16). Einnig hjá sjúklingum með alvarlegar geðrask- anir sem drekka vatn óhóflega (17) og hjá ein- staklingum sem hafa þreytt maraþonhlaup (37). I slíkum tilfellum eru einkenni yfirleitt alvarleg, til dæmis flog eða alvarleg meðvitundarskerðing, og er þá lífsnauðsynlegt að leiðrétta natríum- styrkinn tafarlaust. Mælt hefur verið með að hækka natríumstyrkinn um 3-7 mmól/1 á fáeinum klukkustundum og draga síðan verulega úr leið- réttingarhraðanum (38). Þessi nálgun byggist á líf- eðlisfræðilegri þekkingu sem gefur til kynna að fremur lítilfjörleg hækkun S-natríums, eða um það bil 5%, nægi til að minnka heilabjúg verulega (20). Flestir eru á því að best sé að nota 3% natríumklóríð (513 mmól/1) við meðferð svæsinnar bráðrar blóðnatríumlækkunar og gefa 1-2 ml/kg á klukkustund sem ætti að hækka S-natríum um 1-2 mmól/1 á klukkustund (2, 17, 36, 38, 39). Sé ástand sjúklings sérlega alvarlegt má gefa 4-5 ml/kg á 1-2 klukkustundum. Einnig getur verið gagnlegt að gefa fúrósemíð samhliða því það eykur útskilnað vatns og hækkar S-natr- íum um 2-4 mmól/1 á klukkustund. Ef engin batamerki koma fram er ráðlegt að halda áfram hraðri leiðréttingu natríumstyrksins þrátt fyrir hættu á osmósuafmýlingu. Loks er hægt að nota úrea til að leiðrétta bráða blóðnatríumlækkun. Úrea framkallar osmósuþvagaukningu og eykur þannig útskilnað vatns og minnkar jafnframt út- skilnað natríums um nýru (40). Lengi hefur verið þekkt að osmósuafmýling er mjög fátíð hjá sjúk- lingum í blóðskilun þrátt fyrir að hröð leiðrétting blóðnatríumlækkunar sé algeng og bendir það til að þvageitrun hafi verndandi áhrif. Dýratilraunir hafa einnig gefið til kynna verndandi áhrif þvageitrunar (41, 42). Hugsanlegt er því að úrea vemdi heilann gegn afleiðingum hraðrar leiðrétt- ingar blóðnatríumlækkunar. Rannsóknir hafa sýnt að úrea flæðir mun hægar inn í heilafrumur en aðrar frumur og að það flýti endurheimt lífrænna osmólýta (43, 44). Úrea er hægt að gefa um munn eða í æð, 30-60 g á dag, og ætti það að hækka S-natríum um 5 mmól/1 á dag. Nýrnabilun og lifr- arbilun eru frábendingar gegn notkun þess. Langvinn blóðnatríumlækkun sést einkum hjá sjúklingum utan spítala og eru tíazíð þvag- ræsilyf ein algengasta orsökin. í flestum til- vikum er tímalengd blóðnatríumlækkunarinnar óþekkt. Langvinna blóðnatríumlækkun án telj- andi einkenna er almennt mælt með að leiðrétta rólega með því að beita einvörðungu takmörkun á inntöku vatns (38) og byggist sú nálgun á líf- eðlisfræðilegri þekkingu á aðlögun heilans auk reynslu af meðferð fjölmargra sjúklinga sem greint hefur verið frá. Sterns (17) hefur mælt með því að hraði leiðréttingar sé minni en 12 mmól/1 á sólarhring og 18 mmól/1 tvo fyrstu sólarhringa meðferðar. Aðrir hafa viljað setja hámarkið við 10 mmól/1 á sólarhring (45) og enn aðrir við 8 mmól/1 á sólarhring (38, 46). Það ríkir því ekk- ert samkomulag í þessu efni. Raunar hefur lengi verið deilt um hve mikla þýðingu hraði leiðrétt- ingar langvinnrar blóðnatríumlækkunar hefur LÆKNAblaðið 2008/94 669
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.