Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 37
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR FÉLAG UNGRA LÆKNA þetta áhrifá stéttina, kjarabaráttu og hugsanlega val á sérgreinum? „Ég vil svara þessu á mjög einfaldan hátt með því að segja nei við báðum spurningum. Það hefur stundum verið sagt konur velji sér frekar „þægi- legra" sérnám þar sem vaktabyrðin er tiltölulega lítil og hægt að að vera meira heima. Þetta er rangt og engar kannanir á vali kvenna á sérgreinum hafa sjrnt að svo sé. Þetta eru órökstuddar vangaveltur sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Ég segi líka nei við því að fjölgun kvenna í læknastétt muni leiða til verri kjara. Við erum mjög meðvituð um að hindra þessa þróun. Við höfum öll tækifæri til þess. Formaður Læknafélags Islands er kona, formaður heimilislæknafélags íslands er kona. Nýr formaður FUL er kona. Konur geta því ráðið ferðinni á næstu árum að talsverðu leyti." Fjölskyldan í forgang Stjórnendur í hópi lækna eru hins vegar í miklum meirihluta karlar. Það endurspeglar ekki kynjahlutfallið í stéttinni. Hefurðu velt þvífyrir þér? „Ég held að ástæðuna sé að einhverju leyti að finna í því að konur setja fjölskyldu sína yfir- leitt fremst í forgangsröðina. Þegar kona stendur frammi fyrir því að velja á milli krefjandi stjórn- unarstöðu og tíma með fjölskyldunni þá verður fjölskyldan oftar ofan á hjá konum en körlum. Þetta er alls ekki einhlítt en hefur sitt að segja. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort stjórnun sé gert nægilega hátt undir höfði í læknanáminu þannig að læknar séu færir um að stjórna þegar tækifærin til þess bjóðast. Aðrar heilbrigðisstéttir, sérstaklega hjúkrunarfræðingar, hafa lagt áherslu á að mennta sig í stjórnun eftir að grunnnámi lýkur. Unglæknar eiga hins vegar allt sémámið eftir þegar grunnnámi lýkur og hugsa því ekki um að mennta sig í stjórnun þá. Það er alveg ljóst í mínum huga að þörfin fyrir stjórnunarmenntaða lækna er mikil og ekki bara innan heilbrigðiskerf- isins heldur í samfélaginu almennt því raddir lækna þurfa að heyrast meira. Nú er til dæmis enginn læknir á þingi, sem er sannarlega skaði. Læknanámið er góður undirbúningur til þess að láta til sín taka á mörgum sviðum." Yasminelle® nvnr: 041423 Yasminelle 0,02 mg /3 mg, filmuhúðaðar töflur. Virk innihaldsefni og styrkleikar:Hver tafla inniheldur 0,020 mg etinýlestradíól (sem betadex samstæða (clathrate)) og 3 mg dróspírenón. Hjálparefni: laktósi, 46 mg. Lyfjaform: Filmuhúðuð tafla.Ljósbleik, kringlótt tafla með ávölu yfirborði, önnur hliðin merkt "DS" með upphleyptu letri inni í reglulegum sexhymingi.Ábendingar: Getnaðarvamartafla. Til inntökuTaka verður töflurnar á svipuðum tíma á hverjum degi, með dálitlum vökva ef þörf er á, í þeirri röð sem töfluspjaldið sýnir. Taka skal eina töflu á dag í 21 dag samfleytt. Byrja skal á næsta spjaldi eftir 7 daga töfluhlé og eiga tíðablæðingar sér venjulega stað á þeim tíma. Þær hefjast að jafnaði á 2. til 3. degi eftir að síðasta tafla var tekin og er hugsanlega ekki lokið þegar byrjað er á næsta töfluspjaldi. Frábendingar: Ekki ber að nota getnaðarvarnartöflur sem innihalda blöndu hormóna í veftirfarandi tilvikum. Komi eitthvert þessara tilvika fram í fyrsta skipti þegar getnaðarvarnartöflur eru notaðar, ber að hætta töku þeirra strax, Segamyndun í bláæðum eða sjúkrasaga um slíkt (segamyndun í djúpbláæðum, lungnablóðrek).Segamyndun í slagæðum eða sjúkrasaga um slíkt (t.d. hjartadrep) eða fyrirboði um það (t.d. hjartaöng og skammvinn blóðþurrðarköst).Heilablóðfall eða sjúkrasaga um slíkt.Ef fyrir hendi eru fleiri en einn áhættuþáttur fyrir segamyndun í slagæðum, eða einn áhættuþáttur á alvarlegu stigi.Brisbólga eða sjúkrasaga um slíkt ef það tengist alvarlegri hækkun þríglýceríða.Virkur, alvarlegur lifrarsjúkdómur, eða sjúkrasaga um slíkt ef lifrargildin eru ekki komin í eðlilegt horf. Alvarlega skert nýmastarfsemi eða bráð nýrnabilun.Lifraræxli (góðkynja eða illkynja) eða sjúkrasaga um slíkt.Illkynja kynhormónaháður sjúkdómur eða gmnur um slíkt (t.d. í kynfæmm eða brjóstum).Blæðing frá leggöngum af óþekktum orsökum. Saga um mígreni með staðbundnum taugaeinkennum. Ofnæmi fyrir virku innihaldsefnunum eða einhverju hjálparefna Yasminelle filmuhúðaðra taflna. Vamaðarorð:Ef einhver eftirtalinna áhættuþátta er fyrir hendi skal meta kosti við notkun getnaðarvarnartaflna sem innihalda blöndu hormóna gagnvart hugsanlegri áhættu í hverju tilviki fyrir sig, og ræða um það við konuna áður en hún ákveður að taka getnaðarvamartöflur. Við versnun eða fyrsta merki um einhvem þessara áhættuþátta skal hafa samband við lækninn sem ákveður hvort hætta eigi notkun getnaðarvamartaflna. Greint hefur verið frá að eftirfarandi sjúkdómseinkenni geti komið fram eða versnað bæði á meðgöngu og við notkun samsettra getnaðarvamartaflna, en staðfesting á tengslum við notkun samsettra getnaðarvamartaflna er ófullnægjandi: Gula og/eða kláði í tengslum við gallteppu; gallsteinamyndun, porfýría; rauðir úlfar; blóðlýsuþvageitmnarheilkenni (hemolytic uremic syndrome); rykkjadans (Sydenham's chorea); meðgöngublöðrubóla; heymartap vegna kölkunar í miðeyra. Þótt samsettar getnaðarvamartöflur geti haft áhrif á insúlínnæmi í útæðum og sykurþol, er ekkert sem bendir til þess að nauðsynlegt sé að breyta meðferðarskömmtum hjá sykursýkissjúklingum sem nota lágskammta samsettar getnaðarvamartöflur (sem innihalda < 0,05 mg af etinýlestradíóli). Þó á að fylgjast vel með konum sem hafa sykursýki, einkum þegar þær byrja að nota getnaðarvamartöflur. Greint hefur verið frá versnun á innrænu þunglyndi, flogaveiki, Crohns sjúkdómi og sáraristilbólgu við notkun samsettra getnaðarvamartaflna. Þungunarfreknur (chloasma gravidum)geta stundum komið fram, einkum hjá konum með sögu um slíkt á meðgöngutíma. Konur með tilhneigingu til þungunarfrekna ættu að forðast sólarljós eða útfjólubláa geislun á meðan þær nota samsettar getnaðarvamartöflur.Þetta lyf inniheldur 46 mg laktósa í hverri töflu. Sjúklingar með sjaldgæft arfgengt galaktósaóþol, Lapp laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósa vanfrásog og eru á laktósafríu fæði ættu að taka tillit til þessa magns.Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Milliverkanir getnaðarvamartaflna og annarra lyfja, geta leitt til milliblæðinga og dregið úr getnaðarvöm. Þetta hefur verið staðfest hvað varðar hýdantóín, barbítúröt, prímidón, karbamazepín og rífampicín og gmnur leikur á að oxkarbazepín, tópíramat, felbamat, rítónavír, gríseófúlvín og náttúrulyfið Jóhannesarjurt (hypericum perforatum) geti einnig haft þessa verkun. Einnig hefur verið greint frá að getnaðarvömin hafi brugðist við notkun sýkla- lyfja svo sem ampicillíns og tetracýklína. Ekki hefur tekist að útskýra hvaða verkun liggur þar að baki.Konur sem taka einhverja ofangreindra lyfjaflokka eða exnstök virk efni skulu því einnig nota til bráðabirgða aðra getnaðarvamaraðferð án hormóna til viðbótar samsettu getnaðarvamartöflunum, þ.e. á meðan þær taka hitt lyfið og í 7 daga eftir að þær hafa hætt því. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki skal taka Yasminelle á meðgöngu. Samsettar getnaðarvamartöflur geta haft áhrif á mjólkurmyndun, þar sem þær geta dregið úr magni og breytt samsetningu brjóstamjólkur. Því er almennt ekki mælt með því að getnaðarvamartöflur séu notaðar fyrr en kona er alveg hætt að gefa barni brjóst. Pakkning og verð: Yasminelle fæst í pakkningu 3 x21 tabl. Verð 4.473 kr skv. Lyfjaverðskrá l.sept 2008 . Handhafi markaðsleyfis: Bayer Schering Pharma. Umboð á íslandi: Icepharma, Lynghálsi 13,110 Reykjavík. LÆKNAblaðið 2008/94 685
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.