Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Tafla I. Öndunarmælingar fyrir og eftir aðgerð (L og viðmiðunargildi í %). Fyrir aðgerð Eftir aögerö 1 mán 3 mán FEVt 2,27 (62%) 2,61 (71%) 2,94 (80%) FVC 3,10 (69%) 3,40 (75%) 4,11 (91%) FEV^ / FVC 0,73 0,77 0,72 TLC P 7,31 (105%) 5,77 (83%) 5,33 (76%) TLC N2 4,41 (63%) 4,76 (68%) 5,30 (76%) Rúmmál blöðru (= TLC P - TLC N2) 2,90 1,01 -0,03 FEVji fráblástursrúmmál á 1 sek, FVC: fráblástursrúmmál, TLC P: lungnarúmmál mælt meö þrýstingsaöferó, TLC N2: lungnarúmmál mælt meö köfnunarefnistæmingu. Mynd 2. Tölvusneiðmynd af lungum. Risablaðra (ör) í neðra blaði hægra lunga með mesta þvermál 17 cm. blaði lungans og væg hliðrun á miðmæti til vinstri. Rúmmál risablöðrunnar var reiknað á sneiðmynd- unum og reyndist vera 3,1 L en samanlagt rúmmál allra blaðranna 3,2 L. Vinstra lungað var eðlilegt og ekki sjáanleg merki um lungnaþembu. Gerðar voru öndunarmælingar sem sýndu talsverða herpu (FVC, TLC og FEVl reyndust tals- Mynd 3. Mynd úr aðgerð. ígegnum brjóstholsskurð sést inn í uppklippta þunnveggja risa- blöðru. Blaðran varfjarlægð með blaðnámi. vert undir viðmiðunarmörkum en með eðlilegu FEVl/FVC hlutfalli) (tafla I). Einnig voru gerðar lungnarúmmálsmælingar með tveimur mismun- andi aðferðum, köfnunarefnistæmingu (nitrogen washout) sem mælir lungnarúmmál sem er virkt í loftskiptum og þrýstingsaðferð (plethysmo- graphy) sem mælir heildarlungnarúmmál. Út frá mismuninum á mælingunum var rúmmál blaðr- anna áætlað 2,9 lítrar. Vegna vaxandi einkenna sjúklings og hættu á fylgikvillum, aðallega loftbrjósti, var ákveðið að fjarlægja blöðrurnar með skurðaðgerð. Eftir að brjóstholið hafði verið opnað í 5. millirifjabili blasti við risastór blaðra sem gengin var út frá neðra blaði lungans. Reyndist aðeins lítil rönd eftir af eðlilegum lungnavef í neðra blaðinu (mynd 3). í efra blaði sáust smærri blöðrurnar og voru þær fjarlægðar með fleygskurði (wedge resection eða bullectomy). Til þess að minnka líkur á loftleka voru heftilínur styrktar með Gore-tex®-remsum (Seamguard®). Því næst var stóra blaðran fjar- lægð ásamt leifum neðra blaðs og var það gert með neðra blaðnámi (lobectomy) (mynd 4). Til að minnka líkur á loftbrjósti eftir aðgerð var í lok aðgerðar gerð fleiðrulíming (pleurodesis) með talkúmi og efsti hluti fleiðrunnar fjarlægð- ur (partial pleurectomy). Sjúklingur var fljótur að jafna sig eftir aðgerðina, loftleki var ekki til staðar og brjóstholskerar fjarlægðir á þriðja degi. Vefjaskoðun samrýmdist góðkynja lungnablöðr- um með vegg sem innihélt nokkurn bandvef en aðlægt blöðrunni var eðlilegur samfallinn lungnavefur. Sjúklingur útskrifaðist heim til sín við góða líðan viku frá aðgerð og var lungnamynd þá nánast eðlileg (mynd lb). Öndunarmælingar einum og þremur mánuðum eftir aðgerð sýndu umtalsverðan bata í fráblástursgetu og rúmmáli lungna (tafla I). í dag, fimm mánuðum frá aðgerð, er einstaklingurinn nánast einkennalaus, mæðin að mestu horfin og hann aftur kominn til vinnu. Umræða Lungnablöðrur eru skilgreindar sem loftfyllt þunnveggja rými sem eru að minnsta kosti 1 cm í þvermál (1, 2). Talið er að þær myndist vegna eyðingar og óeðlilegrar þenslu lungnavefs hand- an smæstu loftvega (terminal bronchioles), ekki ósvipað og sést við lungnaþembu (1-4). í einstaka tilvikum geta blöðrurnar orðið mjög stórar og eru þá kallaðar risablöðrur (giant bullae) en skilgrein- ingin miðast við að þær nái yfir meira en þriðjung af rúmmáli lungans. Risablöðrur eru oft til staðar í báðum lungum og yfirleitt í efri blöðum en geta myndast í hvaða lungnablaði sem er. Útbreiddar lungnaþembubreytingar eru algengar en sjaldgæf- 674 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.