Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2008, Side 7

Læknablaðið - 15.12.2008, Side 7
RITSTJÓRNARGREI N A R Utrás í gagnagrunna Jóhannes Björnsson johb]@landspitali. is Jóhannes Björnsson, meinafræö- ingur á Landspítala og ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins. Um það leyti sem íslenzkir bankar hrundu og gjaldmiðill okkar féll bárust þær fregnir að gengi Læknablaösins hefði breytzt, innan lands og utan. Til upprifjunar: Fyrri hluta árs 2005 var Læknablaðið, í þriðju eða fjórðu tilraun, skráð í gagnagrunn National Library of Medicine (Medline) í þjóðarbókasafni læknisfræði í Bandaríkjunum, National Library of Medicine, NLM (www.nlm.nih.gov). Með þessu ábyrgðist Læknablaðið að vinnubrögð þess yrðu öguð, skýr, réttlát og öllum aðgengileg til skoðunar og gagnrýni. Ritstjórnin heldur áfram þessari vinnu, sem reyndar mun aldrei ljúka. Stöðnun og sjálf- birgingur myndi fljótlega endurspeglast í kröfu- afslætti til okkar sjálfra og höfunda og þannig gjaldfella fræðigildi blaðsins gagnvart höfundum og þeim sem með okkur fylgjast, hérlendis og erlendis. Skráningin á NLM hefur þegar borið árangur, til dæmis með þeim hætti að erlendir rannsakendur hafa náð sambandi og jafnvel tekið upp samvinnu við íslenzk starfssystkini, eftir lestur enskra útdrátta fræðigreina Læknablaðsins í gagnagrunni NLM. Ritstjórn Læknablaðsins var ljóst, að skráningin á NLM var fyrsti áfanginn í þeirri viðleitni að flytja fræðigreinar í blaðinu í vísindasamfélag umheims- ins. Fyrr á þessu ári fékkst staðfesting þess, að frá upphafi árs 2008 væru fræðigreinar blaðsins skráðar í annan alþjóðlegan gagnagrunn, Institute for Scientific Information, ISI (http://apps.isi- knowledge.com), sem Thomson Reuter-stofnunin í Philadelphia í Bandaríkjunum rekur. Forsenda skráningar hjá ISI er fyrst og fremst sú, að vitnað sé í fræðigreinar viðkomandi rits í öðrum fræði- ritum. Þessi áfangi er ekki síður mikilvægur en skráningin í Medline. ISI geymir og skráir ýmsa þætti varðandi fræðigreinar, svo sem fjölda til- vitnana í þær, stöðu fræðiritsins í vísindasam- félaginu (impact factor) og fleira. ISI endurskoðar stöðugt skráninguna, og fræðirit falla úr gagna- grunninum standist þau ekki skilmerki og staðla stofnunarinnar. Undirrituðum er aðeins kunnugt um eitt annað íslenzkt fræðirit, sem skráð hefur verið í grunn ISI. Jökull, tímarit Jöklarannsóknafélags Islands, var skráð í grunn- inn nokkrum mánuðum á undan Læknablaðinu. Við óskum Jökli til hamingju með þennan áfanga, sem engum ætti að koma á óvart þegar höfð eru í huga afrek íslenzkra jarðvísinda- manna í heila öld að minnsta kosti. Skráning á ISI hefur beinar afleiðingar fyrir höfunda fræði- greina í Læknablaðinu. Til þessa hefur punktavægi fræðigreina í Læknablaðinu verið 2/3 (10 af 15) af punktavægi fræðigreina í erlendum fræðirit- um skráðum á ISI, tvímælalaust með réttu. Að öðru óbreyttu hefur þannig umsækjandi um starf á íslandi, vísindastyrk og svo framvegis verið því sterkari á svellinu sem stærra hlutfall vísindaritgerða hans hefur birzt í erlendum vísindaritum skráðum á ISI. I október síðastliðnum barst undirrituðum tilkynning frá Vísindasviði Háskóla íslands um að í ljósi skráningar á ISI væri Læknablaðið nú „15 stiga tímarit", það er að segja stæði nú jafnfætis erlendum tímaritum að þessu leyti. Þessi uppfærsla mun einnig hafa áhrif á launakjör rannsakenda í þjónustu íslenzka ríkis- ins, að því marki sem þau eru árangurstengd. Það er von okkar, að báðir þessir áfangar, NLM og ISI, muni hvetja íslenzka vísindamenn til þess að birta afrakstur rannsókna sinna í Læknablaðinu. Að næstu nágrannalöndum hugsanlega und- anskildum hefur umheimurinn haft takmarkaðar hugmyndir um ísland og fólkið sem þar býr og vinnur. Þegar minnzt hefur verið á ísland, þá hafa fæstir haft fyrirfram mótaðar hug- myndir, eða ímyndir, um það hvers konar þjóð eða einstaklingar við erum. Ekkert „skapalón" var fyrir í huga umheimsins, sem flokka mætti Islending í, þá sjaldan hann varð á vegi fólks. Vitneskja umheimsins byggðist á öðru tveggja, heimsóknum hingað eða kynnum af einstökum Islendingum erlendis. Þessi vitneskja var engu að síður einstaklingsbLmdin og náði aðeins til brotabrots umheimsins. Sparifjársöfnun íslenzkra útrásarmanna í nágrannalöndum hefur gjörbreytt þessu ástandi, reyndar valdið orðstírshruni íslands og Islendinga, og þannig loks smíðað skapalón, sem færa má íslendinga í, bæði einstaklinga og þjóð. Engin afrek í listum, vísindum, íþróttum eða nokkru öðru atferli okkar munu ná til umheimsins að sama marki og snögg vinnubrögð útrásarimiar. Það er því kannski hjákátleg tímasóun að eyða prentun og pappír í frásagnir af því sem vel tekst, jafn lítilfjörlegt og það virðist í þessu risavaxna samhengi. Það verður engu að síður með stuttum skrefum heiðarlegrar vinnu sem næstu kynslóðir íslendinga munu smíða íslandi nýtt skapalón og endurreisa orðstír okkar. LÆKNAblaðið 2008/94 803

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.