Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2008, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.12.2008, Qupperneq 9
RITSTJÓRNARGREI N A R Heilbrigðiskerfi á tímum kreppu og atvinnuleysis Matthías Halldórsson settur landlæknir mattha@Landlaeknir. is The health care system during national crises and unemployment Matthias Halldorsson MD, DPH, DSc Medical Director of Health Ditectorate of Health in lceland Við lifum á viðsjárverðum tímum. Leiði kreppan til atvinnumissis og fátæktar í langan tíma má búast við auknu heilsuleysi og álagi á heilbrigðiskerfið. Sterk tengsl eru milli atvinnuleysis og heilsuleys- is. Þau tengsl virka í báðar áttir: Heilbrigði fólks getur skaðast við langvinnt atvinnuleysi og atvinnuleysingjum, sem komnir eru í erfiða stöðu vegna einangrunar og heilsutjóns, gengur illa að fá vinnu á ný. Mikilvægt er að lenda ekki í slíkri hringrás. Eftir að fólk hefur misst vinnuna er því nauðsynlegt að hafa eitthvað það fyrir stafni sem gefur lífinu gildi og hindrar einangrun þess í sam- félaginu. Þekkt er að fyrst eftir atvinnumissi finna sumir til viss léttis, einkum ef vinnan hefur verið erfið eða leiðigjöm, en síðan fer gjarnan að halla undan fæti. Kvíði, svefnleysi, skömm og þunglyndi kemur fram og getur birst í líkamlegum kvill- um. Sjálfsvíg eru algengari meðal atvinnulausra, en einnig umframdauðsföll af öðrum orsökum. Öflugt félags- og heilbrigðiskerfi kerfi og atvinnu- leysistryggingar hafa mikla þýðingu við að draga úr skaðanum. Fyrsta skref heilbrigðisþjónustunnar er að vera á verði, gera sér grein fyrir umfangi vandans og hvernig rétt sé að bregðast við honum. I kjölfar breytinga á sóttvarnarlögum árið 2007 er það hlut- verk sóttvamarlæknis að greina heilsufarsógnanir af hvaða tagi sem er. Hann gerir það í náinni sam- vinnu við landlækni. Einn liður í því er að fylgjast reglulega með eftirspurn eftir ákveðnum þátt- um heilbrigðisþjónustunnar og hvort þar verði einhver breyting á. Eins og fram hefur komið í Farsóttafréttum virðist lítil sem engin aukning vera á aðsókn að heilbrigðisþjónustunni vikurnar eftir að fregnir bárust af bágum horfum í efnahag þjóð- arinnar, að undanskilinni skammvinnri aukningu á komufjölda á bráðamóttöku Landspítala við Hringbraut. Aðsókn að Læknavaktinni hefur verið minni en áður ef eitthvað er. Fyrstu viðbrögð heilbrigðisráðherra við kreppu- vandanum voru að koma á sérstakri sálfræði- móttöku á vegum geðsviðs Landspítalans á gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Enn sem komið er hafa fáir sótt þangað, en viðbúnaðurinn er til staðar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók jafnframt upp sérstakar merkingar á þeim komum á heilsugæslustöðvar sem þeir telja að megi rekja til kreppunnar og er það lofsvert fram- tak. Best er að halda sig við staðreyndir og trúa ekki flökkusögum sem oft blómstra á tímum sem þessum. Þannig er ekkert enn sem komið er sem bendir til þess að sjálfvígum hafi fjölgað. Ekki hefur heldur orðið vart aukningar á notkun svefn- lyfja og róandi lyfja þótt ýjað hafi verið að því að notkun þeirra hafi tvöfaldast. Eins og kunnugt er hafa daprar efnahagshorfur almennt orðið til þess að almenningur sparar við sig hvers konar útgjöld. Líklega er það ástæðan fyrir því að sókn að heilbrigðisþjónustunni minnk- ar tímabundið. Þungi kreppunnar er enn ekki far- inn að segja til sín. Margir eru önnum kafnir við að bjarga ýmsum málum og hugurinn bundinn við það. Rannsóknir hafa sýnt að atvinnulausir leita meira til heilbrigðisþjónustunnar en aðrir, en þær sýna jafnframt að algengt er að atvinnulausir hafi heilbrigðisvanda sem ekki kemur til kasta heil- brigðisþjónustunnar fyrr en seint og síðar meir, þegar erfiðara er að ráða við hann. Því er mik- ilvægt á tímum kreppu og atvinnuleysis að hafa sem minnstar aðgangshindranir að grunnþjónust- unni. Vissulega eru þjónustugjöld hér lág og flest- um ekki ofviða, en þetta kann að breytast þegar fólk hefur minna á milli handanna. Undirrituðum er þegar kunnugt um einstaklinga sem hafa frestað því að leysa út lyf og frestað tímum hjá sjúkraþjálfara þar sem fólk hefur ekki talið sig hafa efni á þjónustunni eins og stendur. Þegar þetta er ritað er enn óljóst um lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Lánum þeirrar stofn- unar fylgja gjarnan kröfur um samdrátt í ríkisút- gjöldum. Kostnaður hins opinbera við heilbrigð- isþjónustuna hér á landi nemur um 20% af ríkisút- gjöldum. Líklegt má telja að krafist verði sparn- aðar í heilbrigðiskerfinu ekki síður en á öðrum sviðum. Landlæknisembættið hefur lagt áherslu á að sá sparnaður komi ekki þar sem ætla má að helst verði aukning þegar áhrifa kreppunnar fer að gæta í meira mæli og að sem minnst verði skorið niður í almennri heilsugæslu og á geðsviði. LÆKNAblaðið 2008/94 805
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.