Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2008, Side 27

Læknablaðið - 15.12.2008, Side 27
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Fjóla Katrín Steinsdóttir1 BA í sálfræði Hildur Halldórsdóttir1 BA í sálfræði Arna Guðmunds- dóttir2 sérfræðingur í efnaskiptasjúkdómum Steinunn Arnardóttir2 deildarlæknir Jakob Smári1 sálfræðingur Eiríkur Örn Arnarson34 sálfræðingur Lykilorð: sykursýki, ungt fólk, félagslegur stuðningur, bjargráð, geðslag. ’Félagsvísindadeild HÍ, 2Landspítala, 3læknadeild HÍ, 4sálfræðiþjónustu vefrænna deilda LS, end- urhæfingarsviði. Eiríkur örn Arnarson sálfræðingur, sálfræðiþjónustu Landspítala, endurhæfingarsviði og dósent, læknadeild HÍ. Bréfaskipti: Eiríkur örn Arnarson eirikur@landspitali. is Ungt fólk með sykursýki tegund 1: Fylgni sálfélagslegra þátta, blóð- sykursstjórnunar, þunglyndis og kvíða Ágrip Tilgangur: Að kanna hvort sálfélagslegar breytur, bjargráð og félagslegur stuðningur segi fyrir um andlega og líkamlega líðan ungs fólks með syk- ursýki. Efniviður og aðferðir: Fimmtíu og sex ungmenni á milli tvítugs og þrítugs með sykursýki af tegund 1 tóku þátt í rannsókninni. Svarhlutfall var 78%. Þátttakendur komu alls staðar að af landinu, 64,3% frá höfuðborgarsvæðinu, 33,9% af landsbyggð- inni. Sjálfsmatskvarðar voru notaðir til að meta þunglyndi, kvíða, bjargráð, félagslegan stuðning og vandamál tengd því að vera með sykursýki. Einnig var safnað upplýsingum úr sjúkraskrám þátttakenda um niðurstöður langtíma blóðsykurs- mælinga (HbAlc). Niðurstöður: Góður félagslegur stuðningur tengdist minna þunglyndi og kvíða, sem og minni vandamálum tengdum því að vera með sykursýki. Tilfinningaleg bjargráð tengdust almennt lakari liðan og verkefnamiðuð bjargráð betri líðan. Engin fylgni var hins vegar á milli sálfélagslegra breyta og niðurstaða blóðsykursmælinga og fremur veik fylgni á milii vandamála tengdra því að vera með sykursýki og blóðsykursmælinga. Alyktun: Félagslegur stuðningur og bjargráð hafa sterka fylgni við mælingar á þunglyndi, kvíða og vandamálum tengdum því að vera með sykursýki. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mjög mikilvægt sé að kenna og efla notkun á verkefnamiðuðum bjargráðum í stað tilfinningamiðaðra bjargráða hjá fólki með sykursýki. Einnig er ljóst að félagslegur stuðningur er afar mikilvægur fyrir ungt fólk með sykursýki og því þarf að taka mið af aðstandend- um í meðferð og fræða þá um sjúkdóminn og mik- ilvægi þess að veita viðeigandi stuðning. Inngangur Rannsóknir undanfarinna ára benda til þess að ýmsar sálfélagslegar breytur, til dæmis bjargráð og félagslegur stuðningur, skipti máli bæði fyrir blóð- sykursstjórnun fólks með sykursýki og þunglyndi og kvíða í kjölfar sykursýkinnar.1,2 Niðurstöður rannsókna hníga einnig í þá átt að samvirkni sé á milli þunglyndis og langvarandi sjúkdóma þannig að einkenni sjúkdóms ágerist með auknu þunglyndi3. Jafnframt gefa margar rannsóknir til kynna að þunglyndi sé allt að tvisvar til þrisvar sinnum algengara í þýði fólks með sykursýki en í almennu þýði.4'7 Lífstíðaralgengi meiriháttar þunglyndisröskunar hefur reynst vera á bilinu 14-39% hjá fólki með sykursýkiA6/ 8-10 Þótt margt bendi til þess að fólk með sykursýki sé í aukinni hættu á að fá þunglyndi eru fræðimenn ekki allir á sama máli. Til dæmis sýndi rannsókn frá 2007" að fólk með sykursýki væri ekki líklegra en aðrir til að greinast með þunglyndi. Möguleg skýring á þessu misræmi er sú að sum einkenni sykursýki eru þau sömu og einkenni kvíða og þunglynd- is. Þunglyndiseinkenni hafa verið tengd verri sjálfsstjórn, of háum blóðsykri, auknum líkum á fylgikvillum, minni virkni, fleiri heimsóknum á bráðamóttöku og fleiri innlögnum á sjúkrahús.4- 6-8,12-14 f|est; bendi til fylgni á milli þunglyndis og verri blóðsykursstjómunar hefur hún ekki alltaf komið fram.3,8-10,12 Ástæður þess geta verið aðferðafræðilegar, til dæmis er ekki alltaf gerður greinarmunur á alvarleika þunglyndis né á teg- und 1 og 2 af sykursýki, en niðurstöður nokkurra nýlegra rannsókna benda til að tengsl þunglyndis og blóðsykurstjómunar séu meiri hjá fólki með sykursýki af tegund 1. Líklegt þykir að ástæðan sé sú að fólk með insúlínháða sykursýki þurfi að sinna sjúkdómnum meira.15 Til dæmis hefur í einni rannsókn15 einungis fundist samband á milli þunglyndis og blóðsykursstjómunar hjá fólki sem þurfti að sprauta sig með insúlíni þrisvar sinnum eða oftar á dag. Bjargráð vísa til þess hvernig tekist er á við streituvekjandi aðstæður. Þau virðast hafa áhrif á samband streituvaldandi aðstæðna, til dæmis langvarandi sjúkdóma, og aðlögunar. Þar sem hugsanlega má hafa áhrif á þau bjargráð sem fólk beitir þegar það mætir mótlæti skiptir miklu máli að kanna betur hlutverk mismunandi bjargráða í tengslum við til að mynda sykursýki. Aukinn skilningur á þessu gæti bætt árangur í með- ferð. Verkefnamiðuð bjargráð fela í sér að takast LÆKNAblaðið 2008/94 823

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.