Læknablaðið - 15.12.2008, Side 49
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
LÍFFÆR AFRÆÐI GRAYS
isins. „Kertnsla í líffærafræði í grunnnámi lækn-
isfræði hefur á seinni árum færst sífellt meira
yfir í vinnu með myndir, tölvuforrit og líkön og
því er mjög mikilvægt að slíkt sé fagmannlega
og nákvæmlega unnið. Ekki hefur verið kennd
líffærafræði með krufningum hér á íslandi síðan
1980 en það sumar var síðasta krufningaferð
íslenskra læknanema á erlenda grund. Það er
yfirleitt ekki fyrr en komið er í sémám í einstökum
greinum skurðlækninga sem notast er við lík til
kennslu og æfinga. Áherslan sem ég lagði efn-
islega á ritstjórn kaflans er í sem stystu máli sú að
hann gagnist læknum og læknanemum sem best í
klínískri vinnu; bókinni er ætlað það hlutverk að
veita klíníska nálgun á námi í líffærafræði og hefur
áherslan frá einni útgáfu til annarrar stöðugt færst
meira í þá átt," segir Hannes.
Gray's Anatomy hefur komið út í fimm millj-
ónum eintaka frá upphafi og er gefin út bæði í
Englandi og Bandaríkjunum og hefur það tíðkast
frá því í byrjun síðustu aldar. Ekki er mikið vitað
um höfundinn Henry Gray, en hann lést aðeins 34
ára gamall úr bólusótt (smallpox), þremur árum
eftir útkomu bókarinnar og var hann þá þegar nær
búinn að ganga frá endurskoðuðum texta næstu
útgáfu, en sá texti hefur aldrei fundist. Engar dag-
bækur eru til eftir Gray og persónulegt líf hans því
að miklu leyti á huldu. „Eins og í nýjustu útgáf-
unni fólust gæði fyrstu útgáfu bókarinnar ekki að-
eins í textanum heldur einnig í frábærum mynd-
um sem annar læknir, Henry Vandyke Carter,
teiknaði og voru þær myndir notaðar lengi síðan.
Þeir Henryarnir þekktust vitaskuld vel og má í
dagbókarfærslum Carters lesa um samskipi þeirra
og þaðan höfum við upplýsingar um persónu
þessa merkilega manns."
í afmælisútgáfunni er útgáfusaga verksins
rakin, dregið er saman stutt æviágrip þeirra
beggja, Henry Grays og Henry Vandyke Carters,
og fleiri sem komið hafa að útgáfunni í þau 150 ár
sem liðin eru frá því frumútgáfan leit dagsins ljós.
Það er svo deginum ljósara að aldrei hefur titill
bókarinnar verið jafntamur jafnmörgum eftir að
ein vinsælasta læknasápan í alþjóðlegu sjónvarpi
var nefnd Grey's Anatomy, þótt spuming sé eftir
hvaða greyi hún er nefnd.
Hannes Petersen er ritstjóri
kaflans um eyrað í afmælis-
útgáfu Gray's Anatomy.
LÆKNAblaðið 2008/94 845