Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2008, Page 50

Læknablaðið - 15.12.2008, Page 50
UMRÆÐUR O G FRÉTTI SVEFNRANNSÓKNIR R Nýjung á sviði svefnrannsókna „Við vissum að mikil stígandi var í svefnrannsóknum á börnum en rétta tækjabúnaðinn vantaði," segir Kormákur Hermannsson, mark- aðsstjóri og hönnuður Noxmedical, fyrirtækis sem hefur sérhæft sig í hönnun nýs tækja- og hugbúnaðar til svefnrannsókna á börnum. Nú hefur Noxmedical þróað og hannað nýtt svefnmælitæki, NOX-T3, sem vakið hefur mikla athygli fyrir þá nýju möguleika til svefnrann- sókna sem það býður uppá. „Tækin sem fyrir voru á markaðnum eru óhentug, þau eru fyrirferðarmikil og flókin, með margar leiðslur eða þau eru of einföld, og rannsóknargildi þeirra því takmarkað. Við vildum búa til þráðlaust tæki, sem hefði nægilega margar rásir til að skila ít- arlegum rannsóknarupplýsingum en væri um leið bæði einfalt og þægilegt í notkun." Noxmedical er ekki gamalt fyrirtæki, var stofnað fyrir tveimur árum með styrk frá Tækniþróunarsjóði til þess að vinna að vélbúnaði til svefngreininga barna. Fyrirtækið sameinaðist hugbúnaðarfyrirtæki í sama geira í upphafi þessa árs og við það varð til fyrirtæki sem að ræður yfir þekkingu til þess að skapa heildarlausnir fyrir svefnrannsóknir. "Við vorum búnir að sjá hagræðið við samruna fyr- irtækjanna talsvert löngu fyrr og vorum í rauninni farnir að starfa sem eitt fyrirtæki fyrir tveimur árum þó formlegur samruni yrði ekki fyrr en í janúar á þessu ári," segir Guðmundur Sævarsson. Hávar Sigurjónsson Þóttum ekki góðir í bissness Það sem vekur athygli blaðamanns er hversu lítið er lagt upp úr yfirbyggingu fyrirtækisins, hún Kynslóðaskipti í svefnmælitækjum með NOX-T3. er bókstaflega engin, og allir starfsmennirnir sjö eru greinilega gagnteknir af starfi sínu, láta ytri aðstæður lítt á sig fá. Þeir hafa greinilega ekki látið glepjast af góðærinu svokallaða sem ríkti um skeið til skamms tíma. Þau sem starfa hjá Noxmedical eru Sveinbjöm Höskuldsson, Guðmundur Sævarsson, Ómar Hilmarsson, Kolbrún Eydís Ottósdóttir, Björgvin Guðmundsson, Hjörtur Arnarson og Kormákur H. Hermannsson. „Við vorum nú hreinlega álitin hálfgerðir asnar að taka ekki erlend lán og fjármagna laun okkar og framleiðslu upp í topp með þeim hætti. Við gerðum okkur grein fyrir að eina leiðin til að þetta gengi upp væri að standa undir þessu sjálfir og greiddum okkur því lágmarks laun á meðan við værum að koma þessu af stað. Það þótti náttúrlega mjög skrýtið að menn með tölvu- og verkfræði- menntun væru á lágmarkslaunum þegar hægt var að ganga inn í næsta banka og þiggja góð laun við að sýsla með hlutabréf. Við höfðum bara engan áhuga á því og héldum því bara áfram að þróa okkar hluti," segja þeir og standa nú með pálmann í höndunum. Fyrirtækið skuldlaust með nýtt tæki að detta inn á markað sem bíður óþreyjufullur eftir því. „Þetta lítur vel út," segja þeir en vilja þó ekki upplýsa nákvæmlega hversu margar pant- anir liggja fyrir.„Við höfum farið með prótótýp- una á sýningar og fengið gríðarlega góð viðbrögð. Það lofar góðu. Dreifing tækisins mun fara fram í gegnum fyrirtækið CardinalHealth sem sér um markaðsetningu og sölumálin. Við fengum síðan kínverskan undirverktaka til að sjá um framleiðsl- una og höfum verið með annan fótinn í Kína und- anfarið vegna þess. Þetta er allt núna á lokastigi og fyrsta sending af nýja mælitækinu kemur á mark- að í Evrópu um miðjan janúar," segja þeir. Svefngreining hefur verið vaxandi rannsókn- argrein og má segja að Islendingar hafi náð nokk- urri forystu í þeim rannsóknum snemma á tíunda áratug síðustu aldar undir handleiðslu Þórarins Gíslasonar og Helga heitins Kristbjarnarsonar sem ásamt samstarfsmönnum sínum hönnuðu fyrstu stafrænu svefnmælitækin. Helgi stofnaði fyrirtæk- ið Flögu í kringum hönnun sína og óx fyrirtækið til þess að verða að alþjóðlegu almenningshlutafélagi skráðu í Kauphöllinni. Starfsemi Flögu á Islandi var hins vegar flutt til Bandaríkjanna og Kanada árið 2006. Um aðdraganda þess að þannig fór um starfsemi Flögu segja þeir: „Þetta er flókin saga og á köflum ekki skemmtileg og óþarfi að rifja hana 846 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.