Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2008, Side 55

Læknablaðið - 15.12.2008, Side 55
U M R Æ Ð U R O G F R É T T I R C P M E þekkt innan embættismannakerfisins í höfuðstöð- vum Evrópusambandsins. „Það er lykilatriði að hafa aðgang að augum og eyrum ebættismannan- na ef ná á fram einhverjum málum innan ESB," segir Katrín. Erfitt að skilja ástæðurnar Katrín segir að úrsögn Frakklands, Spánar og Italíu hafi komið flestum í opna skjöldu og skýr- ingar þeirra á úrsögninni hafi verið illskiljanlegar. „Þau tiltóku þrjár ástæður en þar er í fyrsta lagi óánægja þeirra með að vægi atkvæðis hverrar aðildarþjóðar skuli vera jafnt í stað þess að stærri og fjölmennari þjóðir skuli ekki hafa meira vægi í atkvæðagreiðslum innan samtakanna. Það und- arlega við þetta er sú staðreynd að enginn minnist þess að upp hafi komið svo djúpstæður ágrein- ingur við atkvæðagreiðslur að einhver þjóð hafi haft ástæðu til að telja að hennar sjónarmið yrðu undir. Önnur ástæða er sú að ekki skuli skýrt tekið fram í lögum samtakanna að framkvæmdastjór- inn sé ábyrgur gagnvart allri stjórninni en ekki einungis gagnvart forsetanum. Þetta er í rauninni hreint formsatriði þar sem ekki hefur heldur orðið ágreiningur um þetta og framkvæmdastjórinn ávallt unnið eftir samþykktum stjórnarinnar og lagt sig fram við að kynna allar sínar gerðir fyrir stjórninni á fundum hennar. Ennfremur kom fram óaánægja með að varaforsetarnir fjórir væri ekki nægilega sýnilegir og var óskað eftir því að hlut- verk þeirra væri skerpt." Katrín segir að strax hafi verið brugðist við þessu með því að setja á fót starfshóp sem skyldi leita leiða til að sætta þessi sjónarmið. Ennfremur var kallaður saman aukaaðalfundur en fulltrúar Félag íslenskra gigtlækna Vísindastyrkir Vísindasjóður Félags íslenskra gigtlækna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Heimilt er að úthluta allt að þremur rannsóknastyrkjum úr sjóðn- um. Auk þess verður úthlutað til rannsókna fjármunum sem Scandinavian Journal of Rheumatology hefur gefið til rannsókna á gigtsjúkdómum á íslandi. - Umsóknarfrestur er til 11. janúar 2009. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Helga Jónssyni formanni sjóðs- ins, Landspitala Fossvogi, í síma 543 6465, helgijon@landspitali.is Frakklands og Ítalíu mættu ekki og spænska sendinefndin fór af fundi áður en honum lauk. „Engu að síður lagði starfshópurinn til að vægi atkvæða við afgreiðslu fjárhagsáætlunar samtak- anna yrði breytt og að orðalagi í stofnsamþykkt yrði lagfært svo ekki færi á milli mála að fram- kvæmdastjóri væri ábyrgur gagnvart stjórn. Þetta hafði engin áhrif og í lok júní barst bréf frá hverju landanna fyrir sig þar sem þau sögðu sig form- lega úr samtökunum. Samkvæmt stofnskrá CPME tekur úrsögnin ekki gildi fyrr en eftir eitt ár svo enn er tími til stefnu til að reyna til þrautar hvort þau skipta um skoðun en það virðist nú fremur ólíklegt." Ursögn portúgalska læknafélagsins er í raun- inni afleiðing þessa þar sem Ijóst er af bréfi þeirra frá 12. nóvember að félagið hefur áhyggjur af því að þau félög sem eftir sitja í CPME muni þurfa að greiða hærra gjald fyrir þátttökuna til að standa undir starfseminni þegar framlags landanna þriggja nýtur ekki lengur við. Heildarframlag þjóðanna 30 til CPME var á síðasta ári 175 þúsund evrur og var hlutur íslands 2600 evrur. Katrín segir að hún hafi ekki heyrt neinar aðrar skýringar á úrsögnunum en þær sem þegar hafa verið nefndar en hún kveðst þó telja að óánægjan stafi meðal annars af ólíku fyrirkomulagi samtaka lækna innan landanna. „Eg veit að í Frakklandi eru alls ekki allir læknar innan franska læknafélagsins en framlög félaganna miðast engu að síður við fjölda starfandi lækna í hverju landi. Þannig er franska læknafélagið í rauninni að greiða aðild- argjöld til CPME fyrir fjölda lækna sem ekki eru í þeirra félagi. Það getur verið þungur fjárhags- baggi. Hvort þetta er þannig líka á Spáni og Ítalíu veit ég ekki. Frakkarnir segjast greiða fimmtung heildarframlagsins til CPME og það munar sann- arlega um þátttöku þeirra." Þær skýringar hafa einnig heyrst að Frakkarnir séu ósáttir við niðurstöðu kosninga til forseta sam- takanna árin 2005 og svo aftur 2007 en í hvorugt skiptið náði fulltrúi Frakklands kosningu. Ef vægi atkvæðis hvers lands væri í hlutfalli við fjárfram- lag þess þá hefði niðurstaða kosninganna orðið á annan veg. Hvernig sem málin þróast er þegar hafin end- urskipulagning starfsemi CPME, ef ekki á einfald- lega að hækka aðildargjöldin fyrir þær þjóðir sem eftir sitja og má þá jafnvel gera ráð fyrir að fleiri félög fari að dæmi Portúgalanna. „Það væri sannarlega slæmt ef svo færi því auk sterkrar stöðu okkar gagnvart stjórnsýslu ESB þá hefur CPME gegnt hlutverki regnhlífarsamtaka fyrir samtök lækna sem notið hafa góðs af tilvist CPME. Það hefur einnig verið gagnkvæmt." LÆKNAblaðið 2008/94 851

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.