Læknablaðið - 15.12.2008, Síða 56
■ UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
L Y F S A L A
Góð og gegn lyf hverfa fyrirvaralaust
I Læknablaðið hefur haft af því spumir að talsverðrar ónægju gætti
I meðal lækna Læknavaktarinnar og skjólstæðinga hennar um tak-
I markaðan afgreiðslutíma lyfjabúða á Reykjavíkursvæðinu. Einnig að
I framboð ýmissa algengra lyfja sé stopult og þau hverfi fyrirvaralaust
I af markaði eða önnur lyf komi í staðinn án þess að læknarnir fái upp-
I lýsingar þar að lútandi fyrr en seint og um síðir.
Vissulega eru aðrar lausnir til staðar ef ein-
hver er svo bráðveikur að næturlagi að ekki getur
beðið. Þá höfum við annars vegar lyfjakassann
okkar til að grípa til og hins vegar getum við sent
sjúklinginn á bráðamóttöku sjúkrahúsanna."
Þórður Ólafsson læknir á Heilsugæslustöð Efra-
Breiðholts og yfirlæknir Læknavaktarinnar varð
fyrir svörum um þessi mál.
„Það voru gerðar breytingar fyrir um 10 árum
á lögum og reglugerð um afgreiðslutíma lyfjabúða
þar sem lögð var niður næturvarsla apótekanna
eins og tíðkast hafði um árabil. I framhaldi af
þessu var gert samkomulag við Læknavaktina
um afhendingu lyfjaskammta í neyð að næturlagi.
Hugmyndin var í upphafi að lyfjabúðir vaktsvæð-
isins tækju sig saman og gerðu samkomulag við
okkur en það gekk aldrei upp og á endanum tók
Lyfja á Smáratorgi þetta að sér árið 2001 og hefur
síðan séð um næturlyfjakassa með algengustu
lyfjum sem við læknarnir ákveðum hver eigi að
vera. Þetta hefur alltaf átt að vera neyðarúrræði
enda hefur Læknavaktin ekkert svigrúm til að
reka næturapótek. Það stóð aldrei til, heldur að við
gætum afgreitt fólk í neyð með lítinn lyfjaskammt
sem dygði yfir nóttina. Þetta á sérstaklega við for-
eldra með lítil börn. Þetta eru bara örfá lyf sem við
getum nýtt okkur og það má gjarnan koma fram
að þessir lyfjaskammtar eru gefnir af apótekinu."
Þórður segir að vissulega skapist óþægindi af
því að fólk hafi ekki aðgang að lyfjabúð að næt-
urlagi og það bitni helst á foreldrum ungra barna.
„Við vitum fullvel að fólk hefur verið óánægt
með að hafa ekki aðgang að lyfjabúðum á nóttunni
þó lyfjabúðirnar hafi sýnt fram á að nánast engin
eftirspurn væri eftir lyfjum á tímanum 24-8 á nótt-
unni. Þau sögðu að það svaraði alls ekki kostnaði
að hafa lyfjafræðing á næturvakt."
Læknablaðið fékk þetta staðfest hjá Lyíjastofnun
og að engar kvartanir hefðu borist stofnuninni í
þau tíu ár sem liðin eru frá því þetta var ákveðið.
„Eflaust er það rétt en þeir sem finna hvað
mest fyrir þessu er foreldrar með ungbörn sem
hringja í okkur á Læknavaktina seint að kvöldi
eða næturlagi og fá þær ráðleggingar að gefa
barninu hitalækkandi lyf en uppgötva þá að ekk-
ert slíkt er til á heimilinu og öll apótekin lokuð
Hávar næstu átta klukkustundirnar. Það getur verið mjög
Sigurjónsson óþægiiegt.
Algeng lyf horfin af markaði
„Við höfum haft áhyggjur af því að ýmis algeng
lyf hafa verið ófáanleg oft á tíðum á síðustu
mánuðum og einnig hafa ýmis algeng og góð lyf
verið tekin fyrirvaralaust af markaði án þess að
við læknarnir vitum af því. Þetta er ekki sérstakt
áhyggjuefni okkar á Læknavaktinni heldur snertir
lækna heilsugæslunnar almennt. Það sem vekur
undrun okkar er einnig að ýmis ódýr og góð lyf
hafa dottið af skrá undanfarið og við vitum ekkert
af hverju," segir Þórður.
Aðspurður nefnir hann ýmis lyf sem ýmist
hafi ekki fengist tímabundið eða horfið alveg af
markaði.
„Caps amoxicillin, algengt sýklalyf, fékkst ekki
um tíma og ekki heldur T Ibufen en þau komu
nú aftur. Thyroxin hvarf fyrir nokkrum árum og
menn voru hræddir um að ekkert kæmi í staðinn
en því var reddað minnir mig á síðasta snúningi.
Nitrofurantoin, sem er sýklalyf við þvag-
færasýkingum, ódýrt og töluvert notað lyf, hvarf
allt í einu. Löngu seinna kom það inn aftur
sem Furadantin. Þvagsýrugigtarlyfið Apurin var
tekið af skrá en svo kom í staðinn lyf sem heitir
Hexanurat og enn þurfum við alltaf að gera
undanþáguseðil fyrir því lyfi þó algengt sé. Við
stöndum uppi með að hafa mjög lítið úrval dropa
í eyru, til dæmis er Locacorten vioform farið og
allir deyfidropar í eyru eru hættir að fást, svo
sem Audax og Ciloprin c anesthetico. Augn- og
eyrnadroparnir Hydrocortison terramycin og
polymyxin B fengust ekki um tíma. Topisin og
Tópkorton voru mikið notuð smyrsli en hurfu
allt í einu af markaði. Hydramil virðist farið af
skrá, sem er algengt blóðþrýstingslyf en hefur
ekki verið kynnt frekar en annað. í staðinn er
hægt að fá Sparkal. Gigtarlyfið Arthrotec hætti
allt í einu að fást í haust. Úrlausnin fyrir þá sem
ekki gátu notað annað var að kaupa Voltaren og
Cytotec hvort í sínu lagi sem er miklu dýrara.
Erythromycin mixtúra var allt í einu tekin af skrá
(sýklalyf) og nú þarf að nota í staðinn dýrara lyf,
til dæmis Klacid.
852 LÆKNAblaðið 2008/94