Læknablaðið - 15.12.2008, Qupperneq 59
U M R Æ Ð U R
0 G FRÉTTIR
FAGMENNSKA
Þegar vísindin þrýtur
Erik
Eriksson
erikbse@gmail.com
Á kandídatsárinu kynntist ég mjög eftirminnileg-
um sjúklingi og maka hennar, Huldu og Pétri.
Hulda var á sextugsaldri með hratt versnandi
alvarleg einkenni sem ekki fundust haldbærar
skýringar á. Einkennin skertu verulega líkamlega
færni og um tíma var óttast um líf hennar. Á þrem-
ur mánuðum voru kallaðir til sérfræðingar úr
fimm undirgreinum lyflækninga. Skoðanir þeirra
og rannsóknir gáfu ekki afgerandi niðurstöður
og óvissan var mikil og þrúgandi fyrir Huldu og
hennar nánustu.
Fyrsta vika mín á teyminu einkenndist af mikilli
óvissu og leit. Á meðan ekki var vitað hvað hrjáði
Huldu reyndu læknar að setja upp meðferðaráætl-
un eftir bestu getu. Það er jú það sem læknar gera.
Greina vandamál og setja af stað meðferð. Á sarna
tíma kölluðu Hulda og Pétur eiginmaður hennar
eftir áætlun og einhverjum svörum. Öll samskipti
voru viðkvæm og krefjandi, sérstaklega við Pétur.
Aldrei mættumst við á ganginum án orðaskipta.
Oftast var hann að minna mig á að athuga nið-
urstöður nýlegrar rannsóknar eða spyrja eftir
nýrri áætlun. Sífellt með nýjar spurningar eða end-
urtók gamlar. Auk þess var á stofugangi dag hvern
farið yfir stöðu mála. Yfirleitt hafði fátt nýtt komið
í ljós. Planið var það sama og daginn áður. Fór ég
því að leggja það í vana minn að líta inn til þeirra
síðdegis. Endurtók ég þá oftast það sem sagt hafði
verið áður, ásamt fréttum dagsins sem ekki alltaf
voru miklar. Mánuði áður en ég kom á deildina
hafði borið á mikilli reiði hjá Pétri í garð læknanna.
Viðmótið sem ég mætti var hins vegar allt annað
og ekki það sem ég bjóst við. Ég fann lítið fyrir
þeirri gremju eða reiði sem kollegar mínir höfðu
lýst, heldur frekar ríkri þörf fyrir spumingar og
svör. Hulda var hins vegar á þessum tíma tilfinn-
ingalega frekar flöt og óvirk. Hún lá í rúminu nær
allan daginn, þrátt fyrir að geta farið allra sinna
ferða í hjólastól. Hún tók lítinn sem engan þátt í
að þrífa sig og lét til dæmis sjúkraliða oftast um
að þurrka sér í framan. Þegar hún var hvött til að
gera æfingar með eða án sjúkraþjálfara virtist það
aldrei henta. Hulda sýndi heldur engan áhuga á
að fara út af spítalanum. Stöðugt stærri hluti af
vinnudegi mínum fór í samskipti við eiginmann
hennar. Verandi eini unglæknirinn á teyminu og
mikið álag á deildinni fóru þessi samskipti að
reyna mjög á þolinmæði mína. Mér fannst Pétur
trufla mig við að sinna vinnunni á deildinni.
Beiðnir, dagnótur og símtöl til ráðgefandi sérfræð-
inga sátu á hakanum. Ákvað ég því eitt kvöldið að
setjast niður og setja vangaveltur mínar á blað. Sá
ég þá fljótlega að þau hjón áttu meiri skilning af
minni hálfu skilið. Hálfu ári áður hafði sjúkling-
urinn verið fullfrísk kona sem sinnti skyldum
sínum gagnvart fjölskyldu og í starfi. Þau höfðu
þurft að umturna sínu lífi, endurskoða allar fyrri
áætlanir og höfðu ekki hugmynd um hvað olli
sjúkdómnum né hver framvindan yrði.
Viðbrögð þeirra minntu mig á skrif svissneska
geðlæknisins Elisabeth Kúbler-Ross um dauðann
og deyjandi sjúklinga. Samkvæmt hennar kenn-
ingum ganga deyjandi sjúklingar og aðstand-
endur þeirra í gegnum fimm sorgarstig og ávallt í
sömu röð. Það eru afneitun, reiði, samningar, dep-
urð eða uppgjöf og að lokum sátt. Hægt er að yf-
irfæra ferlið á annan persónulegan skaða en andlát
nákominna, til dæmis uppsögn vinnu, endalok
ástarsambands, missi á útlim og svo framvegis.
Upplifun mín var sú að bæði Hulda og Pétur væru
farin að syrgja það líf sem þau höfðu átt, en hvor-
ugt þeirra sá fram á bata. Pétur í depurð en Hulda
í samningaumleitunum.
í heilbrigðisgeiranum og víðar í samfélagimu
eru kröfur um afköst og hraða stöðugt að aukast.
Við slíkar aðstæður þurfa menn að forgangs-
raða. Áhrif þessa í starfi lækna hafa verið að tími
fyrir hvern sjúkling er minni en áður. Samskiptin
verða að vera hröð og markviss. Læknislistin má
sín því stundum lítils á bráðadeild. I veru minni
á þeirri deild komst ég fljótt að því að innlit
mitt seinnipart dags til þeirra hjóna sparaði mér
umtalsverðan tíma. Þar gafst þeim rúm til að kasta
fram spurningum í meira næði en á stofugangi, fá
ítarlegri skýringar og viðra skoðanir sínar á með-
ferðinni. „Truflunin" sem ég hafði áður upplifað
yfir daginn minnkaði mikið og starf mitt varð
ánægjulegra. Minn helsti lærdómur þennan mán-
uðinn var ef til vill mikilvægi læknislistarinnar í
dagsins önn.
LÆKNAblaðið 2008/94 855