Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Síða 86

Læknablaðið - 15.12.2008, Síða 86
A læknavakt Ólafur Gunnarsson Ólafur Gunnarsson (1948) hefur fengið góðar viðtökur við skáldsögum sínum: nefna má Milljón-prósent- menn (1978), Blóðakur (1996) og Vetrarferðina (1999). Tröllakirkja (1992) var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna og Öxin og jörðin (2003) fékk þau verðlaun. Dimmar rósir (2008) gerist í Reykjavík 1969-1971 í deiglu gamals og nýs, gufunnar og Led Zeppelin, molasopans og dópsins. Tvær litríkar fjölskyldur eru í burðarhlutverki og geyma allar tegundir sem til þarf í eina góða bók. - Sögur Ólafs eru lifandi og breiðar og sögutíminn og persónurnar alltaf ískyggilega nálægar lesandanum. Á árunum 1972-1978 ók ég næturlæknum í Reykjavík. Læknavaktin hafði á þessum tíma aðstöðu í Heilsuverndarstöðinni og þar í einni álmunni var svefnaðstaða fyrir lækni og bílstjóra. Læknar höfðu gjarnan á orði þegar lagt var af stað í vitjun: Nú förum við út að bjarga mannslífum. Vaktir voru tvískiptar, kvöldvaktin sem hófst klukkan fimm síðdegis og lauk á miðnætti. Næturvaktin stóð frá miðnætti og til átta að morgni. Bílstjórar óku báðar vaktir til þess að eiga frí aðra hvora vikuna. Á meðan læknar voru að sinna sjúklingum sat ég undir stýri og tók niður vitjanir; 39.1, nefrennsli, þriggja ára, grætur, þreifar upp í eyrað. Fram og aftur bæinn stafnanna á milli; upp í Breiðholt og út á Nes og upp í Breiðholt aftur. í Blesugrófinni segist gömul kona ekki vera veik heldur hreint út sagt; alverkja. Bílstjórarnir sem óku á móti mér, þeir Einar Ólafsson og Haraldur Jensson, voru hvor með sínu móti. Haraldur hægur og rólegur, mikill á velli og sterkur og hafði áður verið í lögreglunni. Einar, holdskarpur og flámæltur og reykti smávindla undir stýri. Hann var húmoristi og hafði gaman af að segja sögur af Haraldi. Eitt sinn hafði það gerst að kona á Snorrabraut fékk hjartaáfall en enginn vegur var að tosa hinn þungsvæfa Harald upp úr bælinu. Símastúlkan stóð yfir rúminu og æpti: Haraldur! Læknirinn bíður, viltu fara á fætur, konan er með bráðainnfart! Hún er að deyja! Þá settist Haraldur upp við dogg, klóraði sér og sagði; Ooooo, mikið er ég syfjaður. Er búið að mæla þennan sjúkling? En svo maður víki að læknum. Það þyrfti 1000 síðna doðrant til þess að gera þeim öllum skil. Er nokkur vegur að gleyma þeim ódauðlega persónuleika Jóni K. Jóhannssyni skurðlækni? Eitt sinn fórum við Jón með hraði að vitja manns með sprunginn maga í Árbæjarhverfi. Sjúkrabíll var sendur á undan. Jón gaf samt þær tilskipanir í talstöðina að sjúkrabíllinn dokaði við þar til hann hefði skoðað sjúklinginn. Jón gekk inn í húsið, dvaldi þar stutta stund, kom síðan út aftur og sett- ist inn í læknabílinn og sagði við bílstjóra sinn; Sprunginn magi! Óli, þetta helvítis fífl át yfir sig af rabbarbara-graut í kvöldmatinn. ísak Hallgrímsson, seinna meir yfirlæknir á Heilsuhælinu í Hveragerði, gat verið nokkuð þungsvæfur og átti það til að stinga símtólinu undir koddann ef reynt var að ræsa okkur. Hann vaknaði jafnvel ekki þó símastúlkan Margrét berði af ákefð á gluggann. Við vöknuðum ekki fyrr en Ólafur húsvörður var fenginn til þess að opna herbergið. Ólafur var hagmæltur. Hann leit á ísak og kvað; Um nætur Magga erfitt á Að uppvekja doktor ungan Hleypur um hlaðið til og frá svo herpist í henni tungan I henni hvín; Isak! Svín. Isak upplýkur skjánum Ilmar af berum tánum. „Er upp komin sól?" „Eru undir mér tól?" í því þá hringir síminn Inn hleypur Magga kímin. Rétt er að nefna manninn sem við skulum kalla Úlf því hann hringdi stanslaust í sjö ár allar nætur og var „alveg að deyja", eins og hann komst að orði. Nótt eina í lok þessa tímabils ákváðu læknir og bíl- stjóri í sameiningu að hunsa þessa vitleysu og taka vitjunina undir morgun. Ekki þarf að botna þessa sögu. Það geta líklega flestir getið sér til um hvernig hún endar. Það má samt enginn halda að við höfum lítið gert annað en að sofa á vaktinni. Þegar flensur herj- uðu gátu vitjanir farið í fjörutíu á kvöldi og á þriðja tug að nóttu. Ég veit ekki hvort það á við enn þann dag í dag en oft sögðu læknar þegar pestir gengu að það væri verra að fást við afskiptasamar ömmur veikra og grenjandi barna en grenjandi börnin sjálf. En samt slær líkast til ekkert út móðurina sem sagði við barnið sitt í einum slíkum flensufaraldr- inum; Ef þú hættir ekki að grenja krakki, þá læt ég lækninn stinga úr þér augun. Það var einkennandi að þeir sem hringdu með mestum fyrirgangi og frekju voru yfirleitt við hestaheilsu. En þeir sem hringdu og voru helst til hógværir, kvörtuðu um verk fyrir brjósti sem legði út í handlegg og afsökuðu ónæðið voru yfirleitt við dauðans dyr. Einn vetur fóru læknar í verkfall og strækuðu á að sinna vaktinni nema hærra gjald kæmi fyrir. Þá var viss maður, hvers rétta nafn verður ekki nefnt hér, skikkaður til þess af borgarstjóra að annast allar vaktir. Hlotnaðist honum viðurnefnið Doktor Sí-vagó fyrir vikið. Ég minnist ára minna sem læknabílstjóri með þakklæti. Það var besta starf sem ég hef haft með höndum. Og reyndar það best launaða líka. Ég kynntist ekki tugum lækna heldur hundruðum og minnist þeirra allra með hlýju. 882 LÆKNAblaðið 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.