Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2009, Page 13

Læknablaðið - 15.01.2009, Page 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla I. Algengi helstu geðlyfjaflokka meðal 70 ára og eldri á íslandi árið 2006. Hlutfallsleg áhætta (RR) eftir kyni með samsvarandi 95% öryggisbilum (Cl). ATC-flokkur Lyfjaflokkur KK* KVK RR 95% Cl N06A Þunglyndislyf (antidepressiva) 18,4% 28,8% 1,56 (1,49-1,64) N05A Geðrofslyf (neuroleptica) 4,5% 5,9% 1,33 (1,19-1,49) N05B Kvíðastillandi lyf (anxiolytica) 16,2% 26,2% 1,62 (1,54-1,70) N05C Svefnlyf (hypnotica) 33,4% 49,0% 1,46 (1,42-1,51) N05B og/eða N05C Kvíðastillandi lyf og/eða svefnlyf 40,3% 58,5% 1,45 (1,41-1,49) N05 og/eða N06A Einhver ofantalinna geölyfja 46,8% 65,5% 1,40 (1,37-1,43) *Karlar sem viómiöunarhópur. frá og með 1. október til og með 31. desember árið 2006. Val tímabilsins miðaði að því að niðurstöður myndu ekki raskast vegna mögulegs fráviks í lyfjaávísun lækna yfir sumarleyfistímann. Hlutfallsleg áhætta (relutive risk, RR), með 95% öryggisbil (95% CT), var reiknuð til að meta kynjamun geðlyfjanotkunar í rannsóknarþýði. Einnig voru hlutfallslegar (95% CI) líkur á notkun geðlyfja reiknaðar fyrir 70-74 ára íslendinga með Dani á sama aldri sem viðmið. Við útreikninga og gerð mynda var notast við Excel-töflureikni. Öll gögn voru dulkóðuð og ópersónugreinanleg áður en vinnsla þeirra hófst. Vísindasiðanefnd veitti leyfi til rartnsókn- arinnar (tilvísunarnúmer VSNb2007110012/03- 15). Vinnsla persónuupplýsinga um lyfjanotkun var jafnframt tilkynnt Persónuvernd. Niðurstöður Utleystar lyfjaávísanir á Islandi árið 2006 voru alls 2.460.988. Rannsóknarþýðið, 70 ára og eldri utan stofnana, var 8,6% af heildarmannfjölda ársins og leysti út 719.051 lyfjaávísanir, eða 29,2%. Tæplega fjórðungur (23,7%) allra útleystra lyfjaávísana fyrir 70 ára og eldri árið 2006 voru á geðlyf (N05A, N05B, N05C, N06A). Á mynd 1 sést aldursdreifing þeirra sem not- uðu geðlyf á Islandi árið 2006. Algengi hækkaði með aldri og var 11,3% hjá ungu fólki (20-24 ára), 24,1% hjá miðaldra fólki (45-49 ára), 49,4% hjá yngsta aldurshópi aldraðra (70-74 ára) og 85,6% í elsta aldurshópnum (95 ára og eldri). Aldurstengd aukning á algengi geðlyfjanotkunar var mest áber- andi fyrir kvíðastillandi lyf og svefnlyf. Marktækur kynjamunur var á notkun geðlyfja í rannsóknarþýðinu. Algengi geðlyfjanotkunar (N05A, N05B, N05C eða N06A) var 65,5% fyrir konur og 46,8% fyrir karla. Algengust var notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja (N05B eða N05C), en 58,5% kvenna og 40,3% karla leystu út lyf í þessum flokkum (tafla I). Tafla II sýnir notkun á mismunandi teg- undum lyfja innan hvers geðlyfjaflokks. I flokki kvíðastillandi- og svefnlyfja (N05B og N05C) var notkun nýrri skammverkandi svefnlyfja (zópiklón og zolpidem) algengust. Sérhæfðir serótónín- endurupptökuhemlar (SSRI) voru algengastir í flokki þunglyndislyfja (N06A) og fentíazín í flokki geðrofslyfja (N05A). Notkun einstakra lyfja innan hvers geðlyfja- flokks er sýnd á myndum 2a og 2b. Af einstökum geðlyfjum var svefnlyfið zópíklón mest notað, bæði meðal kvenna (35,5%) og karla (24,3%). Athugun á fjölgeðlyfjanotkun rannsóknarþýðis leiddi í ljós að á þriggja mánaða tímabili, 1. októ- ber til 31. desember árið 2006, leystu 8,5% kvenna og 4,4% karla út þrjú eða fleiri mismunandi geðlyf úr flokkunum N05A, N05B, N05C og N6A. Hlutfallslegur munur geðlyfjanotkunar eftir lyfjaflokkum á íslandi og í Danmörku meðal 70- 74 ára er sýndur í töflu III. Algengi geðlyfjanotk- unar meðal 70-74 ára var hærra á Islandi og er munurinn 1,5- til 2,5-faldur. Mestur munur var á svefnlyfjanotkun þessa aldurshóps en 2,5 sinnum fleiri íslendingar leystu út svefnlyf árið 2006 en í Danmörku sama ár (RR 2,47; 95 % CI: 2,40 - 2,54). Tafla II. Algengi helstu undirflokka geðfyfja meðal 70 ára og eldri á íslandi árið 2006. Fjöldi notenda á hverja 100 íbúa utan stofnana (%>). Lyfjaflokkur Algengi (%) ATC Þunglyndislyf (N06A) KK KVK N06AA Ósérhæfðir mónóamín endurupptökuhemlar (TCA) 3,9% 8,6% N06AB Sérhæfðir sérótónín endurupptökuhemlar (SSRI) 11,5% 16,8% N06AX Serótónín-noradrenalín endurupptökuhemlar (SNRI) og önnur þunglyndislyf 5,8% 9,0% Geðrofslyf (N05A) N05AA Fentíazín með alífatíska hlióarkeðju 1,5% 1,8% N05AB Fentiazín meö píperazínhring í hliðarkeðju 0,6% 1,0% N05AH Díazepín, oxazeín og tíazepín 0,9% 1,3% N05AX Önnur geðrofslyf (aðallega risperídon) 0,9% 1,1% Kvíðastillandi lyf og svefnlyf (N05B og N05C) N05BA Benzódíazepínafbrigði 15,0% 25,2% N05BB Dífenýlmetanafbrigði 1,6% 1,5% N05CD Benzódíazepínafleiður 6,8% 9,0% N05CF Benzódíazepín og skyld lyf 28,8% 42,7% LÆKNAblaðið 2009/95 13

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.