Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 23

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 23
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR leitt til samvaxtar milli sveifar og ölnar.7'11 í öðrum rannsóknum er mjög svipaðri tíðni beinmynd- unar í mjúkvefjum lýst án þess að það hafi áhrif á hreyfigetu eða styrk.9'10 Meðaltal DASH-stigunar var 11,7 eða með því besta sem gerist en það var einnig tilfinning okkar að flestir sjúklingar væru ánægðir með árangur aðgerðar. Fjórðungur sjúklinganna í rannsókninni hafði engin einkenni frá aðgerðararminum og þar af leiðandi DASH-stigun 0. Eftir því sem við best vitum hafa handar- kraftmælar ekki verið notaðir til þess að meta kraft hjá sjúklingum sem gengist hafa undir aðgerðir þar sem tvíhöfðavöðvasin er endurfest á sveifarhrjónu. Handhægir kraftmælar hafa verið notaðir til að meta kraft hjá fjölmörgum sjúklingahópum og sýnt hefur verið fram á notagildi þeirra.13 Einnig hafa rannsóknir sýnt að hægt er að mæla beygjukraft (flexion) í olnboga með slíkum mælum.13 Hins vegar hefur eftir því sem við best vitum rétthverfa (supination) ekki verið mæld með slíkum mælum. Það er erfitt að túlka niðurstöður kraftmælinganna í svo litlu þýði sjúklinga en enginn tölfræðilegur munur fannst og enginn sjúklingur fann fyrir kraftskerðingu við leik og störf í arminum sem gerð var aðgerð á. Sýnt hefur verið fram á að almennt sé styrkur í rétt- og ranghverfu svipaður í hægri og vinstri olnboga og því samanburðarhæfur14 í beygju um olnboga er hægri olnboginn (dominant arm) talinn vera sterk- ari en sá vinstri og torveldar það samanburð.14 Flestir sem mælt hafa styrk hjá sjúklingum sem gangast undir aðgerðir sem þessa hafa fundið að sjúklingar endurheimta styrk sinn í beygju og rétt- hverfu en þó ekki alltaf að fullu.2-12> 13 Einnig hafa rannsóknir sýnt að um það bil 40% af rétthverfu- styrk og 30% af beygjustyrk tapast við slit á sin tvíhöfðabeygjuvöðva upphandleggs og renna þær niðurstöður stoðum undir það hversu mikilvægt það er að festa slitna sin á sinn stað að nýju.2 Meðferð slits á sin tvíhöfðabeygjuvöðva upp- handleggs án aðgerðar felst yfirleitt í hvíld arms- ins í fatla eða gifsspelku í þrjár vikur og þar á eftir hreyfiæfingar án álags í fimm vikur og loks vaxandi álag. Meðferð án aðgerðar getur átt rétt á sér hjá einstaklingum með litla þörf fyrir eðlilegan styrk í beygju og rétthverfu, en tæpast hjá fólki í líkamlega krefjandi vinnu eða íþróttafólki.3 I rannsókn þar sem meðferð án aðgerðar var borin saman við aðgerð eftir tækni Boyds og Andersons kom í ljós að þeir sem ekki fóru í aðgerð höfðu verulega minnkaðan styrk í rétthverfu og beygju ásamt því að geta ekki beitt skrúfjárni eða slegið bolta með hafnaboltakylfu.3 Það vekur athygli að aðeins einn sjúklingur virðist á þessu tímabili hafa greinst með slit á sin tvíhöfðabeygjuvöðva upphandleggs og ekki farið í aðgerð. Af töflu I virðast þeir sjúklingar sem slíta sin tvíhöfðabeygjuvöðva upphandleggs vera erf- iðisvinnumenn sem ekki sætta sig við minnkaðan kraft í upphandlegg. Því völdu allir nema einn að fara í aðgerð. Flestir voru ánægðir með árangur aðgerðar og virtust geta sinnt vinnu sinni áfram þó að dæmi séu um að miklir erfiðisvinnumenn hafi þurft að fá sér léttari störf. Einn sjúklingur tók af sér gifsið innan við viku frá aðgerð og byrjaði að hreyfa olnbogann varlega, honum famaðist vel. Síðustu ár hafa komið fram ýmsar vísbendingar um að sex vikna gifstími eftir aðgerð sé líklega of langur og hægt væri að byrja hreyfingu fyrr.15 Algengi slits á fjærsin tví- höfðavöðva upphandleggs er ekki þekkt en ljóst er að áverkinn er sjaldgæfur og því ekki margar rannsóknir til þar sem mismunandi meðferðir eru bomar saman. Það háir rannsókn okkar að aðeins 17 sjúklingar slitu fjærsin tvíhöfðavöðva upp- handleggs á þessu 20 ára tímabili, þar af fóru 16 í aðgerð og 12 þeirra tóku þátt í rannsókninni. Þrátt fyrir smávægilega hreyfiskerðingu í aðgerðararminum voru sjúklingar ánægðir með hreyfigetu sína og fundu ekki fyrir hreyfiskerð- ingu eftir aðgerðina. Langtímaárangur aðgerðar þeirra Boyds og Andersons virðist vera góður samkvæmt þessum niðurstöðum en það er þó mikilvægt að greina slitið snemma og bjóða sjúklingum aðgerð innan tveggja vikna til þess að auka líkur á betri árangri og færri fylgikvillum. Þakkir Þakkir fá Ragnheiður Kjærnested M.Sc á bókasafni FSA, Júlíus Gestsson forstöðulæknir bæklunar- deildar FSA, Kristinn Bjömsson og Jakob Jónasson á tæknideild FSA. Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari hjá Eflingu fær þakkir fyrir að lána okkur hand- arkraftmælinn og Martin Baier bæklunarlæknir fyrir aðstoð við tölfræðilega úrvinnslu. Vísindasjóður FSA styrkti rannsóknina. Heimildir 1. Boucher PR and Morton KS. Rupture of the distal biceps brachii tendon. J Trauma 1967; 7:626-32. 2. Morrey BF, Askew LJ, An KN, et al. Rupture of the distal tendon of the biceps brachii: A biomechanical study. J Bone Joint Surg Am 1985; 67A: 418-21. 3. Baker BE, Bierwagen D. Rupture of the distal tendon of the biceps brachii. Operative versus non-operative treatment. J Bone Joint Surg Am 1985; 67A: 414-7. 4. Dobbie RP. Avulsion of the lower biceps brachii tendon. Analysis of fifty-one previously unreported cases. Am J Surg 1941;51:662-83. LÆKNAblaðið 2009/95 23

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.