Læknablaðið - 15.01.2009, Page 41
UMRÆÐUR 0 G
F R É T T I R
G E N í S
Jóhannes Gíslason og Jón Magnús Einarsson hjá Genís.
athygli. Á hinn bóginn hafa kítínasapróteinin sem
birtast við vefjaskemmdir og sjúkdóma notið mjög
vaxandi athygli og vísindamenn eru að skoða
þau frá ýmsum sjónarhornum. Þau eru orðin
viðurkenndur hluti af sjúkdómsmynd margra
sjúkdóma, meðal annars í flestum sjúkdómum
sem fela í sér vefjaskemmdir."
Jóhannes segir síðan að rannsóknir þeirra bendi
til þess að við vefjaskemmdir bindist fásykran,
sem fóstrið virðist geta framleitt en fullorðinn
einstaklingur ekki, á próteinið. „Við það breytir
próteinið um lögun og okkar tilgáta er sú að bind-
ing fásykrunnar við próteinið sé nauðsynleg til að
eðlileg vefjaþroskun geti átt sér stað. Við segjum
því að þegar fullorðinn einstaklingur verður fyrir
vefjaskemmd og vefurinn byrjar að tjá þetta pró-
tein er hann að reyna að endurspila ferlið sem átti
sér stað í fósturþroskanum, en eiginleikinn til að
framleiða kítínfásykruna er ekki lengur til staðar.
Okkar rannsóknartilgátur snúast því um að setja
þessa kítínfásykru inn í vefinn og skapa með því
sömu skilyrði og voru til staðar á fósturstiginu.
Þá getur sykran farið að tala við próteirdð og það
breytir um hlutverk. í stað þess að kalla á fíbró-
blastana og mynda örvef myndast eðlilegur vefur
að nýju. Þetta höfum við séð gerast í beini og nýja
beinið myndast í gegnum feril sem kallast endo-
condralbeinmyndun sem er nákvæmlega eins og
gerist á fósturstiginu. Fyrst verður til brjósk sem
síðan ummyndast í beinvef. Þetta gerist yfirleitt
ekki í fullvaxta einstaklingi heldur verður fyrst til
örvefur sem á löngum tíma ummyndast í bein."
Leita að réttum samsetningum
Rannsóknimar sem sýndu óyggjandi fram á að
fásykran hefði þessi áhrif á nýmyndun beinvefs
voru unnar fyrir nokkrum ámm í samstarfi Genís
við vísindamenn í Þýskalandi, Frakklandi og
ísrael. „Niðurstöðurnar styðja í grundvallaratrið-
um tilgátu okkar en við höfum síðan verið að
vinna að því að betrumbæta samsetningarnar og
finna út hvaða samsetningar henta best við mis-
munandi skilyrði. Læknar sem vilja nýta þessa
þekkingu lenda í alls kyns aðstæðum og þá skiptir
máli að hafa sem réttasta samsetningu. Við erum
LÆKNAblaðið 2009/95 41