Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2009, Page 44

Læknablaðið - 15.01.2009, Page 44
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR BÆKLUNARSKURÐLÆKNINGAR Efni sem stöðvar öldrun „Þetta kallast ARM (Aminosugars Regener- ative Medicin), sem einfaldast er að þýða á íslensku sem viðsnúning öldrunar," segir Halldór Jónsson jr. bæklunarskurðlæknir og prófessor um rannsóknarverkefnið sem hann vinnur að í samstarfi við Genís, Tilraunastöðina á Keldum og marga aðra rannsóknaraðila. Halldór kveðst mjög spenntur yfir verkefninu og segir þetta geta valdið straumhvörfum í bæklunar- skurðlækningum ef niðurstöður verða í samræmi við væntingar. „Þarna erum við með efni sem líkami fullorðins einstaklings er hættur að fram- leiða og með því að setja það inn aftur getum við mögulega snúið við niðurbroti á stoðkerfinu sem Hávar verður við öldrun, stöðvum öldrunina bókstaflega Sigurjónsson Og hindrum að niðurbrotsferlið eigi sér stað." Hér hefur fyUiefninu frá Genís verið komiðfyrir í beini(t.h.) og tii samanburðar er tóm beinhola (t.v.) í öðrum aðgerðum er hefðbundnu fylliefni komiðfyrir á sams konar hátt til enn frekari samanburðar. Halldór bætir því við að tilgangur rannsókn- arinnar sé að rannsaka áhrif ýmissa efnasamsetn- inga frá Genís á hegðun beins og bólguviðbragða sem eiga sér stað í líkamanum. „Við höfum núna sérstaklega verið að rannsaka hvernig bein vex gegnum holrými í beini og hvernig bein festir sig við málm, þar sem málmurinn hefur verið húð- aður með ýmsum efnasamsetningum." Sífellt að leita betri leiða Halldór segir áhuga sinn á rannsóknarverkefninu á Keldum stafa af möguleikunum sem kítínafleið- urnar frá Genís veiti sér við bæklunarlækning- arnar. „Ég þarf oft að taka bein frá einum stað og flytja á annan. í slitgigt er lausnin oft sú að festa sársaukafulla liði svo þeir núist ekki saman og gera þannig staurlið. Liðirnir eru þá skrúfaðir fastir og bein lagt inn í og kringum þá til þess að þeir vaxi fastir og hreyfist ekki meira. Slit í mjaðm- arlið er hins vegar lagfært með því að setja nýjan lið úr stálkúlu á skafti og fóðra augnakarlinn með plastefni; sama á við um hnjáliði. 1 baki er farið að skipta um liði í hálshryggnum og lendhryggnum þó það sé enn á tilraunastigi. Hér á Islandi höfum við aðeins reynt fyrir okkur með gerviliði í háls- hrygg en í lendhryggnum stífum við ennþá liðina eins og annars staðar, það er gerum staurlið. Þá eru settar inn skrúfur og stög þar á milli þannig að þetta haldist kirfilega fast og síðan er farið inn á mjaðmarkambinn og meitlaðar úr honum bein- flísar sem sáldrað er yfir liðina í bakinu og þetta grær saman í fastan klump. Beintakan veldur bæði blæðingum og óþægindum fyrir sjúklinginn og til að komast hjá því erum við að reyna að finna eitt- hvað annað í staðinn. Þar hefur margt verið reynt en tilraunir okkar með efnið frá Genís er að sann- reyna hvort hægt sé að láta bein leiðast frá einum stað yfir á annan. Við verðum að gera ítarlegar rannsóknir á dýrum fyrst áður en við getum notað það í fólk. Rannsóknin á Keldum byggist á samanburði á þekktum efnum sem við kaupum erlendis frá og efninu frá Genís." Fyrsta hluta rannsóknarinnar er nú lokið þar sem búið er að koma efnunum fyrir í kindum sem notaðar eru við tilraunina og nú er beðið í 6 44 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.