Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2009, Síða 44

Læknablaðið - 15.01.2009, Síða 44
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR BÆKLUNARSKURÐLÆKNINGAR Efni sem stöðvar öldrun „Þetta kallast ARM (Aminosugars Regener- ative Medicin), sem einfaldast er að þýða á íslensku sem viðsnúning öldrunar," segir Halldór Jónsson jr. bæklunarskurðlæknir og prófessor um rannsóknarverkefnið sem hann vinnur að í samstarfi við Genís, Tilraunastöðina á Keldum og marga aðra rannsóknaraðila. Halldór kveðst mjög spenntur yfir verkefninu og segir þetta geta valdið straumhvörfum í bæklunar- skurðlækningum ef niðurstöður verða í samræmi við væntingar. „Þarna erum við með efni sem líkami fullorðins einstaklings er hættur að fram- leiða og með því að setja það inn aftur getum við mögulega snúið við niðurbroti á stoðkerfinu sem Hávar verður við öldrun, stöðvum öldrunina bókstaflega Sigurjónsson Og hindrum að niðurbrotsferlið eigi sér stað." Hér hefur fyUiefninu frá Genís verið komiðfyrir í beini(t.h.) og tii samanburðar er tóm beinhola (t.v.) í öðrum aðgerðum er hefðbundnu fylliefni komiðfyrir á sams konar hátt til enn frekari samanburðar. Halldór bætir því við að tilgangur rannsókn- arinnar sé að rannsaka áhrif ýmissa efnasamsetn- inga frá Genís á hegðun beins og bólguviðbragða sem eiga sér stað í líkamanum. „Við höfum núna sérstaklega verið að rannsaka hvernig bein vex gegnum holrými í beini og hvernig bein festir sig við málm, þar sem málmurinn hefur verið húð- aður með ýmsum efnasamsetningum." Sífellt að leita betri leiða Halldór segir áhuga sinn á rannsóknarverkefninu á Keldum stafa af möguleikunum sem kítínafleið- urnar frá Genís veiti sér við bæklunarlækning- arnar. „Ég þarf oft að taka bein frá einum stað og flytja á annan. í slitgigt er lausnin oft sú að festa sársaukafulla liði svo þeir núist ekki saman og gera þannig staurlið. Liðirnir eru þá skrúfaðir fastir og bein lagt inn í og kringum þá til þess að þeir vaxi fastir og hreyfist ekki meira. Slit í mjaðm- arlið er hins vegar lagfært með því að setja nýjan lið úr stálkúlu á skafti og fóðra augnakarlinn með plastefni; sama á við um hnjáliði. 1 baki er farið að skipta um liði í hálshryggnum og lendhryggnum þó það sé enn á tilraunastigi. Hér á Islandi höfum við aðeins reynt fyrir okkur með gerviliði í háls- hrygg en í lendhryggnum stífum við ennþá liðina eins og annars staðar, það er gerum staurlið. Þá eru settar inn skrúfur og stög þar á milli þannig að þetta haldist kirfilega fast og síðan er farið inn á mjaðmarkambinn og meitlaðar úr honum bein- flísar sem sáldrað er yfir liðina í bakinu og þetta grær saman í fastan klump. Beintakan veldur bæði blæðingum og óþægindum fyrir sjúklinginn og til að komast hjá því erum við að reyna að finna eitt- hvað annað í staðinn. Þar hefur margt verið reynt en tilraunir okkar með efnið frá Genís er að sann- reyna hvort hægt sé að láta bein leiðast frá einum stað yfir á annan. Við verðum að gera ítarlegar rannsóknir á dýrum fyrst áður en við getum notað það í fólk. Rannsóknin á Keldum byggist á samanburði á þekktum efnum sem við kaupum erlendis frá og efninu frá Genís." Fyrsta hluta rannsóknarinnar er nú lokið þar sem búið er að koma efnunum fyrir í kindum sem notaðar eru við tilraunina og nú er beðið í 6 44 LÆKNAblaðið 2009/95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.