Læknablaðið - 15.01.2009, Page 55
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
ÆVISÖGUR LÆKNA
Páll útskrifast stúdent úr MR vorið 1943 og
segir að stúdentshópurinn hafi haldið vel saman
allar götur þó talsvert hafi fækkað með árunum.
„Við erum orðin svo ansi gömul."
Páll segist hafa velt því fyrir sér allan mennta-
skólann hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur
að loknu stúdentsprófi. „Ég spáði talsvert í verk-
fræði en svo varð læknisfræðin ofaná þar sem
ég taldi að það væri meira lifandi starf og hafði
fyrirmynd frá föður mínum. Þá tíðkaðist það að
heimilislæknar færu í vitjanir á heimili fólksins og
heimili læknisins var í ýmsu tilliti eins konar mið-
stöð heilsugæslu þeirra fjölskyldna sem læknirinn
sinnti. Það hafði sín áhrif að ég var mjög virkur í
skátahreyfingunni á þessum tíma og lengi áður og
fannst læknisstarfið eiga vel við þann lífsstíl."
Skátahreyfingin átti sitt blómaskeið á íslandi
frá miðri síðustu öld og næstu áratugina á eftir.
Páll segir miður að áhrif hreyfingarinnar hafi
minnkað á seinni árum og færri sækja í skáta-
starfið nú. „Það á sér sínar eðlilegu skýringar en á
þessum tíma var þátttaka í skátahreyfingunni eini
möguleiki margra unglinga til að upplifa ferðalög
og útilegui; læra grundvallaratriði um útivist og
fjallgöngur. Nú þykir þetta sjálfsagður hluti af
lífsstíl fjölskyldunnar og eflaust er þetta að miklu
leyti fyrir áhrif frá skátahreyfingunni."
Páll kveðst ekki hafa tölu á þeim fjölmörgu
ferðum innanlands og utan með skátum sem hann
og þau hjón hafa farið, en nefnir skátaskálann í
Lækjarbotnum sem eins konar miðpunkt starfsins
á gagnfræða- og menntaskólaárum sínum „Við
fórum þangað nánast um hverja einustu helgi vetur
eftir vetur. Slíkar ferðir hafa ekki sama aðdráttarafl
í dag. Skátahreyfingin í dag telur 38 milljónir í
heiminum og fjöldinn er mestur í þriðjaheimsríkj-
unum. I Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum hefur
heldur fækkað í hreyfingunni."
Páll minnist nokkurra kennara sinna úr lækna-
deild með mikilli ánægju og nefnir Guðmund
Thoroddssen sem sérlega minnisstæðan. „Hann
hélt klukkutíma fund með okkur læknanemunum
á hverjum morgni og fór yfir ýmis konar tilfelli og
aðgerðir. Hann hafði mikil áhrif á okkur til góðs.
Jóhann Sæmundsson var frábær maður og fleiri
ágætir menn voru í hópi kennara, Níels Dungal
og Jón Steffensen. Jón kenndi allan fyrrihlutann
læknanámsins nema efnafræðina. Hann hélt ekki
fyrirlestra heldur hlýddi manni yfir. Þeir sem
töldu sig vel lesna settust á fremsta bekk en aðrir
héldu sig aftar. Síðan var prófað í fyrrihlutanum
oftir þrjú ár. Menn máttu endurtaka prófið árið
eftir en síðan ekki meir. Margir sem féllu fóru á
taugum yfir þessu og treystu sér ekki í endurtekn-
■ngarprófið. Þá voru þrjú ár farin í súginn. Pétur
Jakobsson kenndi okkar fæðingarfræði og gerði
það ágætlega en þetta var alltof lítil kennsla sem “ skurðdeild
við fengum. Við vorum átta sem útskrifuðumst kandspítalans í maí 1974.
saman og eldri læknamir spurðu okkur hvað við
ætluðum að gera. Það væri enga vinnu að fá fyrir
lækna. Það rættist nú úr því.
Dró úr sér14 tennur
Svo voru stúdentar sendir út á land lítt kunnandi
og ég var hræddastur við að lenda í erfiðum fæð-
ingum. Ég fór fyrst á Patreksfjörð og þar voru fáar
fæðingar en síðan var ég hálft ár á Norðfirði eftir
kandídatsprófið og á þeim tíma tók ég á móti 30
börnum. Það gekk allt vel og ég lærði að láta nátt-
úruna ráða. Þar voru aðstæður hins vegar mjög
slæmar, engin áhöld eða tæki til á sjúkrahúsinu,
LÆKNAblaðið 2009/95 55