Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 57

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 57
UMRÆÐUR 0 G Æ V I S Ö G U F R É T T I R R L Æ K N A engar samgöngur á landi, heldur aðeins með bát og læknishúsið svo lélegt að ég hafði kúst við rúm- stokkinn til að berja rotturnar þegar þær gerðust of nærgöngular. Þetta var auðvitað erfitt en maður lærði að bjarga sér og þetta mótaði mann sem manneskju og lækni." Páll rifjar upp að á námsárunum fór hann til afleysingastarfa í einn mánuð í Búðardal. „Eina bjarta sumamóttina hringir ljósmóðirin í mig og segir að kona í sveitinni sé að fæða sitt ellefta barn. Allar fæðingarnar hefðu gengið vel en nú væri allt stopp og konan komin með hita. Ég notaði tímann þar til ég var sóttur og rétt náði að rifja upp það helsta í bókinni um fæðingarfræðin. Þegar ég kom til konunnar voru börnin tíu öll á baðstofugólfinu en hún lá þungt haldin í rúminu. Hún var spikfeit og ég gat ekki með nokkru móti áttað mig á því hvernig barnið lá með því að þreifa hana, gat ekki einu sinni fundið hvort hún var með bami, svo ég varð að þreifa hana neðan frá. Þar fann ég strax fyrir baminu og þegar ég dró höndina út fylgdi barnið á eftir. Ég var heldur léttari í spori þegar ég fór en þegar ég kom og margir töldu þetta kraftaverk. Ég minnist þess einnig að hafa þurft að kippa áttræðum karli í axlarliðinn og hann kveink- aði sér ekki hið minnsta enda hafði hann dregið úr sér fjórtán tennur með naglbít og þótti þetta ekki nú ekki mikið. Líklega hafa tennurnar samt verið famar að losna." Páll segist hafa haft mestan hug á að komast í nám í skurðlækningum til Bandaríkjanna en á ár- unum eftir stríð hafi læknaskólar nánast verið lok- aðir útlendingum. „Skólamir fylltust af fyrrver- andi hermönnum svo engin pláss voru laus fyrir útlendinga. Ég fór því til Danmerkur og var í þrjú ár í Kaupmannahöfn. Mér líkaði þar ágætlega en læknisfræðin í Danmörku var ekki á hærra stigi en á íslandi. Þeir höfðu fylgt Þjóðverjum sem stóðu höllum fæti í læknisfræði eftir stríðið. Allir þeirra bestu læknar höfðu verið gyðingar og voru ýmist dauðir eða flúnir. Ég fékk stöðu á Landspítala undir Snorra Hallgrímssyni sem var frábær maður og þar lærði ég gríðarmargt enda fékk ég tækifæri til að sinna alls kyns skurðaðgerðum. Ég tók svo við sjúkrahúslæknisstöðu á Akranesi af Hauki Kristjánssyni sem síðar varð yfirlæknir slysavarð- stofu Borgarspítalans. Á Akranesi var aðstaðan ekki sem best í upphafi, áhöld og tæki vantaði, en það rættist smám saman úr því öllu saman, nýtt sjúkrahús var byggt af mikilli framsýni og hefur um árabil verið ein helsta máttarstoð atvinnulífs- ins á Akranesi, með á þriðja hundrað starfsmanna. Með nýja sjúkrahúsinu fjölgaði sjúkrarúmum úr 33 í 100 og skorturinn var orðinn svo mikill að það kólnaði aldrei rúm hjá okkur þrátt fyrir aukn- inguna." Það var einmitt bygging nýja sjúkrahússins Páll ásamt Haraldi Böðvars- sem varð ,il þess að Páll f6r ú, teiarp61i,ikina á , Akranesi. „Það var deilt um þessa byggingu og október 1963. framsóknarmenn sögðu að við ætluðum að byggja annan Landspítala á Akranesi með tilheyrandi hallarekstri. Það var talið líklegt að framsókn- armenn næðu meirihluta í bæjarstjórn og sjálf- stæðismenn skoruðu á mig að gefa kost á mér í bæjarstjórnina. Mér þótti það tilvinnandi ef sjúkrahúsbyggingin næði fram að ganga. Þetta kostaði það að ég varð að ganga í hús og kynna mín stefnumál. Ég gerði þetta með nokkrum kvíða og hjartslætti en fann fljótt að fólkinu í bænum þótti vænt um þetta og við náðum 17 atkvæða meirihluta. Þá var ákveðið að hefja byggingu nýja sjúkrahússins og ég fór þá í eins árs leyfi til London til að kynna mér nýjungar í læknisfræði. Þar sá ég að allt önnur læknisfræði var í gangi en ég hafði áður kynnst. Þama kynntist ég skurðlækningum á slagæðum og byrjaði á því þegar ég kom til baka. Þetta hafði ekki verið gert hérlendis fyrr LÆKNAblaðið 2009/95 57

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.