Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 59

Læknablaðið - 15.01.2009, Side 59
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR BRÉF TIL BLAÐSINS Skátamessa í Bessastaða- kirkju í september 1976. Fremstur gengur forseti íslands dr. Kristján Eldjárn og við hlið imns Borghildur Fenger aðstoðarskátahöfð- ingi. Á eftir henni gengur Páll Gíslason skátahöfðingi og við hlið hans Halldóra Ingólfsdóttir forsetafrú. Myndirnar með viðtalinu á síðu 55,57 og 59 erufengnar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. og ég fann fljótlega fyrir því hversu fáar aðgerðir á ári ég gat gert á Akranesi. Sjúklingarnir voru í Reykjavík og ég sá að ef ég ætlaði að fylgja þess- ari kunnáttu eftir yrði ég að nýta tækifærið sem gafst þegar Friðrik Einarsson skurðlæknir hætti á Landspítala og fór yfir á Borgarspítala. Það var barist um þessa stöðu en ég átti hauk í horni sem var Snorri Hallgrímsson yfirlæknir. Það urðu tals- verðar deilur um þetta og Læknafélagið blandaði sér í þær en ég lét mig hafa það að taka stöðuna í trássi við Læknafélagið." Það var ekki sársaukalaust fyrir fjölskylduna að taka sig upp frá Akranesi og flytja til Reykjavíkur. „Þrjú barnanna okkar eru fædd á Akranesi og hafa til skamms tíma talið sig Skagamenn en þá var ekki kominn framhaldsskóli á Akranesi svo við sáum fram á að þurfa að senda þau í skóla til Reykjavíkur." Páll tók við hluta af handlækningadeild Landspítalans sem þá var í rauninni aðeins ein deild af tveimur á spítalanum. Hin var lyflækn- ingadeild. „Snorri hafði stýrt handlækningadeild- inni og ég tók við hluta af henni. Á næstu árum var svo deildinni sem ég stýrði skipt í fleiri, eins og lýtalækningadeild, bæklunarskurðdeild og gjörgæsludeild svo að ég hafði lengi eina deild sem sinnti aðgerðum á æðum, brjóstholi og kvið- arholi. Með aukinni sérhæfingu voru svo smám saman stofnaðar fleiri deildir um sérgreinamar. Þróunin á þeim 25 árum sem ég var yfirlæknir var mikil og mjög ánægjulegt að taka þátt í henni. Þetta var allt gert af jákvæðni og góðum hug. Það myndaðist mikil og góð vinátta á milli lækna á spítalanum og það var mikill munur frá því sem áður var þegar núningur var á milli lækna á hand- lækningadeild og lyflækningadeild. Þetta voru skemmtilegir tímar. Þá voru haldnir fjölmennir læknafundir á laugardögum þar sem nær allir mættu en nú er búið að leggja þetta niður. Á hinn bóginn eru Læknadagar haldnir árlega og eru orðnir að mikilli uppskeruhátíð íslenskrar lækn- isfræði. Þar hef ég reynt að mæta og fylgjast með sem flestu en það háir mér í seinni tíð hvað sjónin er orðin döpur og þrekið farið að minnka. Ég hef orðið að draga mig að miklu leyti í hlé af þeim sökum." Allt á sér sinn tíma og Páll Gíslason kveðst sáttur við lífið og tilveruna. „Öll tímabil ævinnar eiga sér góðar hliðar. Nú nýt ég þess að fylgjast með úr fjarlægð héðan ofan af tíundu hæð í Árskógunum." LÆKNAblaðið 2009/95 59

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.