Læknablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 61
U M R Æ Ð
U R O G FRÉTTIR
MINNINGARORÐ
Kristín Elísabet Jónsdóttir læknir
Lilja Sigrún
Jónsdóttir
formaður Félags kvenna í
læknastétt á íslandi
Kristín Elísabet Jónsdóttir læknir (28. janúar 1927 -
7. september 2008) lauk stúdentsprófi frá MR1946.
Hún lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla
íslands 1. janúar 1953 og hélt til framhaldsnáms í
lyflækningum við Mount Vernon-sjúkrahúsið í
New York.
Kristín sneri heim til íslands 1959, fékk almennt
lækningaleyfi 30. júní 1959 og sérfræðileyfi í
lyflækningum 20. janúar 1960. Hún var fyrsta
konan í læknastétt hér á landi sem fékk við-
urkenningu sem sérfræðingur í lyflækningum.
Kristín starfaði fyrst við Borgarspítalann, síðan
um hríð við tilraunastöð HI á Keldum, þá aftur við
Borgarspítalann, en sneri sér síðan alfarið að störf-
um á sýkladeild rannsóknarstofu HÍ þar til hún lét
af störfum fyrir aldurs sakir 1996. Margar ritgerðir
um rannsóknir Kristínar birtust í innlendum og
erlendum fræðiritum. Jafnframt rannsóknarstörf-
unum stundaði Kristín kennslu, meðal annars
við Háskóla íslands og Nýja hjúkrunarskólann.
Kristín léði Zonta-klúbbnum krafta sína í áratugi
og sat jafnframt í stjórn Minningargjafasjóðs
Landspítala.
Á aðalfundi Félags kvenna í læknastétt á
íslandi, þann 13. nóvember 2008, var Kristínar
minnst og Margrét Guðnadóttir flutti minning-
arorð þau sem hér fylgja.
Margrét Guðnadóttir
Minningarorð
um Kristínu Jónsdóttur, lækni,flutt á aðalfundi Félags kvenna í læknastétt 13/11 2008
Þann 7. september síðastliðinn andaðist Kristín
Elísabet Jónsdóttir læknir 81 árs að aldri. Það er
mér mikill heiður að mega hér minnast þeirrar
ágætu manneskju með nokkrum orðum: Kristín
var Vestfirðingur í báðar ættir. Hún var fædd
á bænum Hafrafelli við Skutulsfjörð, þriðja
bam hjónanna Kristínar Guðmundsdóttur frá
Hafrafelli og Jóns Guðmundssonar úr Bjarnarfirði
á Hornströndum. Hún átti tvo eldri bræður,
Guðmund og Hauk, en böm þeirra hjóna urðu
ekki fleiri.
í upphafi síðustu aldar var löng og ströng leið
fyrir eina sveitastúlku að komast til mennta og
ljúka háskólanámi. Samt var það nú draumur
margra foreldra í þá daga að börnin þeirra fengju
að ganga þann menntaveg sem þau fóru á mis við
sjálf. Þegar Kristín Jónsdóttir var komin á skóla-
aldur fór mamma hennar með barnahópinn sinn
á hverjum vetri til Reykjavíkur og bjó þar svo
að krakkarnir kæmust í betri barnaskóla, en Jón
sinnti búskapnum heima á Hafrafelli. Þau syst-
kinin fóru síðan öll í framhaldsskóla sem var fátítt
um sveitaböm á þessum árum. Tvö þau yngri
luku háskólanámi. Haukur varð lögfræðingur en
Kristín læknir.
Kristín var hörku námsmanneskja og reyndar
harðdugleg að hverju sem hún gekk. Á þessum
árum voru aðeins tveir menntaskólar í Iandinu,
Meimtaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn
á Akureyri. Á Akureyri var heimavist, en ekki í
Reykjavík. í MR var aðeins einn fyrsti bekkur og
aðeins 25 nemendur teknir í hann eftir strangt
inntökupróf. Þetta var nú jafnréttið til náms á
æskuárum Kristínar. Hún varð stúdent úr mála-
deild MR vorið 1946 með ágætiseinkunn og hafði
alla tíð mjög gaman af tungumálanámi og lestri
góðra bóka. Málanáminu frá menntaskólaárunum
hélt hún mjög vel við, og var auk þess vel fær í
spænsku.
Haustið 1946 hóf Kristín læknanám sem hún
lauk vorið 1953 með hæstu einkunn í hópnum
sem útskrifaðist það árið. Fáum mánuðum síðar
hélt hún til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Fyrst
lauk hún þar kandídatsárinu svokallaða, vinnu
á ýmsum deildum sjúkrahúsa sem kandídatar
urðu að hafa lokið til að geta fengið lækningaleyfi.
Síðan var hún ár í meinafræði og á eftir því þrjú
ár í sérnámi í lyflækningum. Að þeim tíma lokn-
um hélt hún hingað heim til Islands og varð fyrst
kvenna til að starfa hér á landi sem sérfræðingur í
lyflækningum.
Starfsferill Kristínar hófst haustið 1959 á lyf-
lækningadeild Borgarspítala sem þá var til húsa
í Heilsuverndarstöðinni, því að nýbyggingin sem
LÆKNAblaðið 2009/95 61