Læknablaðið - 15.01.2009, Side 69
U M R Æ Ð U R
0 G FRÉTTIR
LANDLÆKNIR
Ný upplýsingaveita á vegum
Landlæknisembættisins
Nýr vefur fyrir kóðuð flokkunarkerfi á vegum
Landlæknisembættisins var opnaður í lok nóv-
ember. Vefurinn ber heitið SKAFL sem er skamm-
stöfun fyrir Stöðluð kóðun í alþjóðlegum flokk-
unarkerfum Landlæknisembættisins og er hann
að finna á slóðinni www.skafl.is Þar eru birt öll
flokkunarkerfi sem landlæknir hefur mælt fyrir
um að nota skuli í íslenskri heilbrigðisþjónustu.
Flokkunarkerfi eru notuð, til dæmis til að
auðkenna sjúkdómsgreiningar, ýmis inngrip, svo
sem skurðaðgerðir, og til skráningar á hjúkrunar-
greiningum og úrlausnum. Skráning í íslenskri
heilbrigðisþjónustu byggir á aðgengilegum og
viðeigandi flokkunarkerfum. Stór hluti starfs-
manna heilbrigðisþjónustunnar notar flokkunar-
kerfi daglega við skráningu, læknar, hjúkrunar-
fræðingar og læknaritarar, en fleiri stéttir hafa þörf
fyrir kóðuð flokkunarkerfi við sína skráningu,
svo sem sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Vef þessum
er ætlað að auðvelda þau störf, en rafræn birting
tryggir einnig bætta dreifingu á uppfærslum og
viðbótum. Hið nýja vefviðmót fyrir flokkunarkerf-
in verður því veigamikil viðbót við starfsumhverfi
heilbrigðisstétta.
Lilja Sigrún Jónsdóttir er verkefnisstjóri flokk-
unarkerfa hjá Landlækni og hefur haft veg og
vanda af uppsetningu vefsins. Hún segir að við-
brögð hafi almennt verið góð en vinna við viðbæt-
ur og aukna leitarmöguleika fyrir þarfir einstakra
notenda hafi þegar hafist. „Við reiknum með að
viðbæturnar verði komnar í gagnið um miðjan
janúar og ef allt gengur að óskum getum við
kynnt þær ásamt vefnum í heild á Læknadögum
í janúar."
Hlutverk flokkunarkerfa í rafrænum sjúkra-
skrám er að samræma skráningu og auka gæði
og notagildi skráðra gagna. Gæði skráningar í
heilbrigðisþjónustu verða æ mikilvægari nú í ljósi
aukinnar áherslu á kostnaðargreiningu hennar og
eru kóðuð flokkunarkerfi mikilvægur hluti af því
ferli. Vonir standa því til þess að nýi vefurinn komi
að góðum notum.
Löng hefð er fyrir þýðingum og útgáfu alþjóð-
legra flokkunarkerfa hér á landi. Þau voru áður
gefin út á prenti en hafa í seinni tíð einnig verið
gerð aðgengileg á rafrænu formi á vef embætt-
isins. Til þessa hefur rafrænt birtingarform flokk-
unarkerfanna ekki gert þeim full skil. Þar hefur
til dæmis vantað skýringartexta, millivísanir og
frávísanir eins og við á hverju sinni. Af þessum
sökum hafa vefskrárnar ekki getað komið að fullu
í stað bóka.
Til að gefa yfirsýn yfir umfang útgáfunnar
innihalda flokkunarkerfin sem birtast á þessum
nýja vef embættisins rúmlega 34.000 skráð heiti.
Til samanburðar eru uppflettiorð Orðabókar
Menningarsjóðs 85.000 talsins. Umsýsla flokk-
unarkerfanna er unnin við Landlæknisembættið,
en þýðingar þeirra eru unnar í góðu samstarfi við
fagstéttir eftir því sem við á.
Afmæliskveðja
Til Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi landlæknis,
f. 11. nóvember 1928 og enn ífullu fjöri.
Á máttarstólpans áttræðis-afmælisdegi
Mín ósk er að gæfa og gengi fylgja megi
Þeim varnarjaxli réttlætis, mennsku og mildi,
Manni sem trúr sinni hugsjón hopar eigi,
en hefur til nýrrar virðingar vanrækt gildi.
11. nóvember 2008,
Magnús Skúlason
LÆKNAblaðið 2009/95 69