Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 20
| FRÆÐIGREINAR |RANNSÓKN Tafla I. Stigun 213 sjúklinga sem gengust undir lungnablaðnámsaðgerð vegna lungnakrabbameins af ekki-smáfrumugerð á Islandi 1999-2008. Stig n (%) 0 (setkrabbamein) 2 (0,9) I 127(59,6) IA 48 (22,5) IB 79 (37,1) II 38 (17,8) IIA 9 (4,2) 11B 29 (13,6) III 35 (16,4) IIIA 15(7) IIIB 20 (9,3) IV 11 (5,2) fundnir, hvaða gögn var stuðst við og helstu breytur sem voru skráðar er að finna í heimild 6. Skráð var vefjagerð, æxlisgráða, stærð æxlis, staðsetning og hvort skurðbrúnir voru án æxlisvaxtar. í 10 tilfellum voru meinafræðisvör endurskoðuð af meinafræðingi, oftast vegna þess að nákvæmari upplýsingar um vefjagerð æxlisins eða gráðu vantaði. Sjúklingarnir voru stigaðir samkvæmt TNM stigunarkerfinu frá 1997,7 en lögð er til grundvallar stigun sem byggir á upplýsingum eftir aðgerð (pTNM). Stigun fyrir aðgerð (cTNM stigun) var ekki stöðluð og því ekki hægt að styðjast við þær upplýsingar í rannsókninni. Sjúklingar sem greindust með meinvörp innan þriggja mánaða frá aðgerð voru stigaðir með útbreiddan sjúkdóm (stig IV). Skurðdauði (operative mortality) var skil- greindur sem andlát innan 30 daga frá aðgerð. Nánari upplýsingar um skráðar breytur, svo sem ■ Vel þroskað ■ Meðalvel þroskað ■ llla þroskað ■ Óþroskað Mynd 1. Gráðun æxla hjá 210 sjúklingum sem gengust undir lungnablaðnámsaðgerð vegna lungnakrabbameins af ekki-smáfrumugerð á íslandi 1999-2008. Gráðun þriggja æxla var ógreinanleg og var þeim sleppt. ASA (American Society of Anesthesiologists) flokkun og öndunarmælingar er að finna í heimild 6, einnig upplýsingar um framkvæmd aðgerðanna og eftirlit eftir aðgerð. Allir sjúklingar gengust undir tölvusneið- myndatöku af brjóstholi og kvið til stigunar fyrir blaðnámið. Einnig var gert beinaskann hjá öllum og tölvusneiðmynd af höfði ef ástæða þótti til. Flestir sjúklingarnir voru berkjuspeglaðir (75,1%) og miðmætisspeglun var framkvæmd fyrir blaðnámið hjá 29 (13,6%) sjúklingum til stigunar. Við tölfræðiúrvinnslu var notað tölvuforritið Excel og forritið R en aðstoð við úrvinnsluna fékkst frá Tölfræðimiðstöð Háskóla íslands. Kí- kvaðrat og t-próf voru notuð við samanburð á hópum og aðhvarfsgreining (linear regression) til að meta breytingar á hinum ýmsu breytum á tímabilinu. Heildarlifun (overall survival) var metin með aðferð Kaplan-Meier og log-rank próf notað til að bera saman lífshorfur í mismunandi hópum. Öllum sjúklingunum var fylgt eftir með tilliti til lífshorfa í Þjóðskrá og þannig fengnar upplýsingar um hvort sjúklingar voru á lífi eða látnir 1. maí 2009. Upplýsingar fengust um afdrif allra sjúklinganna og var meðaleftirfylgdartími 36 mánuðir. Ein- og fjölþáttagreining (Cox proportional hazards regression model) voru notaðar til að meta forspárþætti lífshorfa og áhættuhlutfall (hazard ratio) hópa borið saman. Kyn voru metin hvort fyrir sig og leiðrétt fyrir ýmsum þáttum, þar á meðal stigun og vefjagerð. Beitt var svokallaðri þrepaútfellingu og forspárbreytur felldar úr líkaninu þar til besta spálíkanið stóð eftir. Þeir þættir sem reyndust marktækir í einþáttagreiningu eða nálægt því voru síðan bornir saman í fjölþáttagreiningu. Marktækni miðaðist við p-gildi <0,05 og eru gefin upp 95% öryggisbil. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, frá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Af 213 sjúklingum voru 108 karlar og 105 konur. Meðalaldur var 66,9 ár ± 9,8 (bil 37-89) en tæplega fjórðungur sjúklinga var á aldrinum 71-75 ára. Langflestir sjúklingarnir höfðu sögu um reykingar eða 96,2% og höfðu 67,6% þeirra reykt á síðustu fimm árunum fyrir aðgerð. Aðeins átta sjúklingar (3,8%) sögðust aldrei hafa reykt. Tæpur þriðjungur, eða 28,2% sjúklinga, voru með langvinna lungnateppu samkvæmt öndunarmælingu, rúmlega fjórðungur (25,8%) með kransæðasjúkdóm og hjartsláttaróregla hafði 252 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.